Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Oddviti Pírata búinn að kæra kosningarnar til Alþingis

Magnús Dav­íð Norð­dahl hef­ur kært fram­kvæmd kosn­ing­anna til Al­þing­is og dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins. Krefst Magnús þess að Al­þingi úr­skurði kosn­ing­ar í kjör­dæm­inu ógild­ar og fyr­ir­skipi upp­kosn­ingu.

Oddviti Pírata búinn að kæra kosningarnar til Alþingis
Vill uppkosningu Magnús Davíð dregur saman fjölda annmarka á framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi í kæru til Alþingis. Mynd: Heida Helgadottir

Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, hefur sent Alþingi og dómsmálaráðuneytinu kæru vegna framkvæmdar talningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi eftir kosningar til Alþingis um liðna helgi. Krefst Magnús þess að Alþingi úrskurði kosningar í kjördæminu ógildar og að uppkosning fari fram hið fyrsta.

Magnús krefst þess sömuleiðis að Alþingi fresti því að úrskurða um kjörbréf allra þingmanna Norðvesturkjördæmis, sem og um kjörbréf uppbótarþingmanna. Um er að ræða sextán þingmenn alls, sjö kjördæmakjörna þingmenn kjördæmisins og níu uppbótarþingmenn í öllum kjördæmum.

„Eina leiðin til að leysa úr þeim vanda sem við blasir er að skipa nýja og hæfa yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi og endurtaka kosningarnar þannig að hafið sé yfir allan vafa að farið sé eftir lögum og reglum“

Beinir Magnús kærunni til Alþingis sökum þess að samkvæmt stjórnarskrá er það Alþingis sjálfs að skera úr um hvort þingmenn séu löglega kosnir. Ástæða þess að kærunni er einnig beint til dómsmálaráðuneytisins er sú að í lögum um kosningar til Alþingis er tilgreint að kærum skuli beint til ráðuneytisins. Hins vegar segir einnig í lögunum að ráðuneytinu beri að vísa slíkri kæru til Alþingis.

Ótal annmarkar á framkvæmdinni

Magnús heldur því fram í kærunni að allir framboðslistar í kjördæminu hafi verið ólöglega kosnir vegna anmarka við framkvæmd kosningarinnar, eða öllu heldur við annmarka á talningu. Tiltekur hann helstu rök fyrir því, þau helst að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að lokinni talningu sem skylt er samkvæmt lögum; að umboðsmanni Pírata, sem í þessu tilviki var Magnús sjálfur, hafi ekki verið gert viðvart um að ákvörðun hefði verið tekin um að endurtalning atkvæða skyldi fara fram og hún hafin og henni haldið áfram þrátt fyrir mótmæli hans og að Landskjörstjórn hafi bókað að ekki hefði borist staðfesting frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis um að meðferð og varðveisla kjörgagna hafi verið fullnægjandi.

Auk þessa bendir Magnús á að í fjölmiðlum hafi verið fluttar fréttir af því að óviðkomandi aðili hafi komist inn í talningasalinn milli talninga og tekið myndir þar án þess að neinn úr yfirkjörstjórn hafi verið sjáanlegur í salnum. Þá megi ráða það af fundargerð að aðeins formaður kjörstjórnar hafi verið viðstaddur þegar kjörgögn voru opnuð og talning hafin að nýju. Sá sami formaður, Ingi Tryggvason, hafi þá ítrekað tjáð sig um það í fjölmiðlum að fylgt hafi verið hefðum fremur en kosningalögum.

Telur Magnús að með því sem að framan er rakið hafi traust á úrslitum kosninganna tapast. „Eina leiðin til að leysa úr þeim vanda sem við blasir er að skipa nýja og hæfa yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi og endurtaka kosningarnar þannig að hafið sé yfir allan vafa að farið sé eftir lögum og reglum. Það er sanngjörn og réttmæt krafa frambjóðenda og ekki síst kjósenda í kjördæminu.“

Segir Magnús grafa undan trausti á alþingiskosningar

Í leiðara Morgunblaðsins í gær, undir heitinu „Jafnvel ákafamenn verða kunna sér hóf,“ var Magnúsi gefið að sök vera „fiska eftir því að fá fram nýjar kosningar í „sínu kjördæmi““ vegna „meintra alvarlegra mistaka“ af hálfu yfirkjörstjórnar í kjördæminu. Að mati þess sem leiðarann skrifar er Magnús að teygja sig „eins langt og hægt er“ til að tapa ekki í kosningunum. 

Þá er Magnús einnig sagður vanhæfur til að fjalla um málið. „Hann fékk 6,3% atkvæða í kosningunum og náði ekki kjöri. Nú er honum greinilega kappsmál að fá að reyna aftur og gengur harkalega og einstrengislega fram með þá kröfu sína að alþingismenn ógildi kosninguna.“

Gallarnir skipta ekki „raunverulegu“ máli

Til þess að endurtalning komi til greina segir pistlahöfundur að það þurfi að vera „verulegir“ og „alvarlegir“ gallar sem „raunverulegu máli skipta“ á framkvæmd kosninga og talningu atkvæða. „Ekkert slíkt [hefur] enn komið fram,“ segir í leiðara. 

Gert er lítið úr þeim athugasemdum að innsigla þurfi kjörgögn áður en þau eru send áfram til réttra aðila. Þá segir skýrum stöfum að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að það hafi í raun verið ágalli á vinnubrögðum yfirkjörstjórnar.

Leiðarahöfundur heldur því fram að það sé reynt að gera það tortryggilegt að einn af húsráðendum á kjörstað hafi tekið mynd af kjörgögnum óinnsigluðum í talningarsal í lok talninga og að ekkert sé athugavert við hana.

Að lokum segir að það sé „alvarlegt mál að grafa undan trausti almennings á alþingiskosningum. Það sem fram hefur komið í þessu máli gefur ekkert tilefni til að það sé gert.“

Hagsmunir einstaka frambjóðenda

Í leiðaranum er á nokkrum stöðum vísað í pistil Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem hann birti á vefsíðu sinni í gær. Þar staðhæfir Björn að Píratar og Miðflokkurinn hafi farið illa út úr kosningunum og þess vegna fari „fallkandídatar“ þeirra mikinn í því að „ala á tortryggni í garð þeirra sem bera ábyrgð á framkvæmd kosninganna og talningu atkvæða í NV-kjördæmi“. 

Hann segir Magnús Davíð Norðdahl vera reyna að koma sér á þing með því að fara fram á að láta ógilda kosninguna. „Í Kastljósinu færði Magnús Davíð þetta hagsmunamál sitt í þann búning að vegna ágreinings um talningu atkvæða í NV-kjördæmi í kosningum sem leiddu til skýrrar niðurstöðu af hálfu kjósenda sé allt stjórnkerfi þjóðarinnar í húfi,“ skrifaði Björn.

Björn segir að vilji kjósenda skipti mestu máli í kosningum og Magnús sé að ganga gegn þeim vilja sem sínum röksemdarfærlsum. Hann segir Magnús gefa ekkert fyrir það að Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í kjördæminu, hafi byggt störf sín á hefð sem „gengi framan almennum lögum, í þessu tilviki kosningalögum.“

Að lokum segir Björn að örlög frambjóðenda í jaðarsætum ráðist ekki af rannsókn lögreglu heldur „vilja kjósenda“ og að vilji kjósenda ráði ákvörðun þingmanna í þessu máli en ekki „hagsmunir einstakra frambjóðenda“.

Í öðrum pistli um sama efni segir Björn:

„Fljótræðisleg viðbrögð þeirra sem eiga um sárt að binda vegna mannlegra mistaka við atkvæðatalningu duga ekki til að kollvarpa úrslitum kosninga.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Endurtalning í Norðvesturkjördæmi

„Það er enginn dómari í eigin sök“
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Þingmenn sem brjóta lög
Þorvaldur Gylfason
PistillEndurtalning í Norðvesturkjördæmi

Þorvaldur Gylfason

Þing­menn sem brjóta lög

Saga helm­inga­skipta­flokk­anna og föru­nauta þeirra er löðr­andi í lög­brot­um langt aft­ur í tím­ann. Ef menn kom­ast upp með slíkt fram­ferði ára­tug fram af ára­tug án þess að telja sig þurfa að ótt­ast af­leið­ing­ar gerða sinna og brota­vilj­inn geng­ur í arf inn­an flokk­anna kyn­slóð fram af kyn­slóð, hvers vegna skyldu þeir þá ekki einnig hafa rangt við í kosn­ing­um, spyr Þor­vald­ur Gylfa­son.
Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Fréttir

Með­lim­ur í kjör­stjórn kær­ir vegna „gruns um kosn­inga­svik“ í Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Geir Guð­munds­son, með­lim­ur í kjör­stjórn Kópa­vogs, hef­ur lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fram­kvæmd kosn­inga í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann vill að lög­regla rann­saki kjör­gögn áð­ur en þeim er eytt, vegna full­yrð­inga um­boðs­manns Sósí­al­ista­flokks­ins um mis­mun­andi stærð kjör­seðla.
Þetta gerðist í Norðvestur
GreiningEndurtalning í Norðvesturkjördæmi

Þetta gerð­ist í Norð­vest­ur

At­burða­rás­in á því hvað gerð­ist í Norð­vest­ur­kjör­dæmi sunnu­dag­inn 26. sept­em­ber er hægt og ró­lega að koma í ljós. Stund­in hef­ur sett sam­an tíma­línu út frá gögn­um frá lög­reglu, máls­at­vik­um und­ir­bún­ings­nefnd­ar um rann­sókn kjör­bréfa, gögn­um sem hafa ver­ið birt á vef Al­þing­is og sam­töl­um við að­ila sem voru á svæð­inu.

Mest lesið

Stefán Ólafsson
4
Aðsent

Stefán Ólafsson

Hvernig stjórn og um hvað?

Stefán Ólafs­son skrif­ar að við blasi að þrír helstu sig­ur­veg­ar­ar kosn­ing­anna - Sam­fylk­ing, Við­reisn og Flokk­ur fólks­ins, voru all­ir með sterk­an fókus á um­bæt­ur í vel­ferð­ar- og inn­viða­mál­um og af­komu að­þrengdra heim­ila. „Helstu vanda­mál­in við að ná sam­an um stjórn­arsátt­mála verða vænt­an­lega áhersla Við­reisn­ar á þjóð­ar­at­kvæði um hvort sækja ætti á ný um að­ild að ESB og kostn­að­ar­mikl­ar hug­mynd­ir Flokks fólks­ins um end­ur­bæt­ur á al­manna­trygg­inga­kerf­inu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
4
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
6
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár