Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Oddviti Pírata búinn að kæra kosningarnar til Alþingis

Magnús Dav­íð Norð­dahl hef­ur kært fram­kvæmd kosn­ing­anna til Al­þing­is og dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins. Krefst Magnús þess að Al­þingi úr­skurði kosn­ing­ar í kjör­dæm­inu ógild­ar og fyr­ir­skipi upp­kosn­ingu.

Oddviti Pírata búinn að kæra kosningarnar til Alþingis
Vill uppkosningu Magnús Davíð dregur saman fjölda annmarka á framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi í kæru til Alþingis. Mynd: Heida Helgadottir

Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, hefur sent Alþingi og dómsmálaráðuneytinu kæru vegna framkvæmdar talningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi eftir kosningar til Alþingis um liðna helgi. Krefst Magnús þess að Alþingi úrskurði kosningar í kjördæminu ógildar og að uppkosning fari fram hið fyrsta.

Magnús krefst þess sömuleiðis að Alþingi fresti því að úrskurða um kjörbréf allra þingmanna Norðvesturkjördæmis, sem og um kjörbréf uppbótarþingmanna. Um er að ræða sextán þingmenn alls, sjö kjördæmakjörna þingmenn kjördæmisins og níu uppbótarþingmenn í öllum kjördæmum.

„Eina leiðin til að leysa úr þeim vanda sem við blasir er að skipa nýja og hæfa yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi og endurtaka kosningarnar þannig að hafið sé yfir allan vafa að farið sé eftir lögum og reglum“

Beinir Magnús kærunni til Alþingis sökum þess að samkvæmt stjórnarskrá er það Alþingis sjálfs að skera úr um hvort þingmenn séu löglega kosnir. Ástæða þess að kærunni er einnig beint til dómsmálaráðuneytisins er sú að í lögum um kosningar til Alþingis er tilgreint að kærum skuli beint til ráðuneytisins. Hins vegar segir einnig í lögunum að ráðuneytinu beri að vísa slíkri kæru til Alþingis.

Ótal annmarkar á framkvæmdinni

Magnús heldur því fram í kærunni að allir framboðslistar í kjördæminu hafi verið ólöglega kosnir vegna anmarka við framkvæmd kosningarinnar, eða öllu heldur við annmarka á talningu. Tiltekur hann helstu rök fyrir því, þau helst að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að lokinni talningu sem skylt er samkvæmt lögum; að umboðsmanni Pírata, sem í þessu tilviki var Magnús sjálfur, hafi ekki verið gert viðvart um að ákvörðun hefði verið tekin um að endurtalning atkvæða skyldi fara fram og hún hafin og henni haldið áfram þrátt fyrir mótmæli hans og að Landskjörstjórn hafi bókað að ekki hefði borist staðfesting frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis um að meðferð og varðveisla kjörgagna hafi verið fullnægjandi.

Auk þessa bendir Magnús á að í fjölmiðlum hafi verið fluttar fréttir af því að óviðkomandi aðili hafi komist inn í talningasalinn milli talninga og tekið myndir þar án þess að neinn úr yfirkjörstjórn hafi verið sjáanlegur í salnum. Þá megi ráða það af fundargerð að aðeins formaður kjörstjórnar hafi verið viðstaddur þegar kjörgögn voru opnuð og talning hafin að nýju. Sá sami formaður, Ingi Tryggvason, hafi þá ítrekað tjáð sig um það í fjölmiðlum að fylgt hafi verið hefðum fremur en kosningalögum.

Telur Magnús að með því sem að framan er rakið hafi traust á úrslitum kosninganna tapast. „Eina leiðin til að leysa úr þeim vanda sem við blasir er að skipa nýja og hæfa yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi og endurtaka kosningarnar þannig að hafið sé yfir allan vafa að farið sé eftir lögum og reglum. Það er sanngjörn og réttmæt krafa frambjóðenda og ekki síst kjósenda í kjördæminu.“

Segir Magnús grafa undan trausti á alþingiskosningar

Í leiðara Morgunblaðsins í gær, undir heitinu „Jafnvel ákafamenn verða kunna sér hóf,“ var Magnúsi gefið að sök vera „fiska eftir því að fá fram nýjar kosningar í „sínu kjördæmi““ vegna „meintra alvarlegra mistaka“ af hálfu yfirkjörstjórnar í kjördæminu. Að mati þess sem leiðarann skrifar er Magnús að teygja sig „eins langt og hægt er“ til að tapa ekki í kosningunum. 

Þá er Magnús einnig sagður vanhæfur til að fjalla um málið. „Hann fékk 6,3% atkvæða í kosningunum og náði ekki kjöri. Nú er honum greinilega kappsmál að fá að reyna aftur og gengur harkalega og einstrengislega fram með þá kröfu sína að alþingismenn ógildi kosninguna.“

Gallarnir skipta ekki „raunverulegu“ máli

Til þess að endurtalning komi til greina segir pistlahöfundur að það þurfi að vera „verulegir“ og „alvarlegir“ gallar sem „raunverulegu máli skipta“ á framkvæmd kosninga og talningu atkvæða. „Ekkert slíkt [hefur] enn komið fram,“ segir í leiðara. 

Gert er lítið úr þeim athugasemdum að innsigla þurfi kjörgögn áður en þau eru send áfram til réttra aðila. Þá segir skýrum stöfum að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að það hafi í raun verið ágalli á vinnubrögðum yfirkjörstjórnar.

Leiðarahöfundur heldur því fram að það sé reynt að gera það tortryggilegt að einn af húsráðendum á kjörstað hafi tekið mynd af kjörgögnum óinnsigluðum í talningarsal í lok talninga og að ekkert sé athugavert við hana.

Að lokum segir að það sé „alvarlegt mál að grafa undan trausti almennings á alþingiskosningum. Það sem fram hefur komið í þessu máli gefur ekkert tilefni til að það sé gert.“

Hagsmunir einstaka frambjóðenda

Í leiðaranum er á nokkrum stöðum vísað í pistil Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem hann birti á vefsíðu sinni í gær. Þar staðhæfir Björn að Píratar og Miðflokkurinn hafi farið illa út úr kosningunum og þess vegna fari „fallkandídatar“ þeirra mikinn í því að „ala á tortryggni í garð þeirra sem bera ábyrgð á framkvæmd kosninganna og talningu atkvæða í NV-kjördæmi“. 

Hann segir Magnús Davíð Norðdahl vera reyna að koma sér á þing með því að fara fram á að láta ógilda kosninguna. „Í Kastljósinu færði Magnús Davíð þetta hagsmunamál sitt í þann búning að vegna ágreinings um talningu atkvæða í NV-kjördæmi í kosningum sem leiddu til skýrrar niðurstöðu af hálfu kjósenda sé allt stjórnkerfi þjóðarinnar í húfi,“ skrifaði Björn.

Björn segir að vilji kjósenda skipti mestu máli í kosningum og Magnús sé að ganga gegn þeim vilja sem sínum röksemdarfærlsum. Hann segir Magnús gefa ekkert fyrir það að Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í kjördæminu, hafi byggt störf sín á hefð sem „gengi framan almennum lögum, í þessu tilviki kosningalögum.“

Að lokum segir Björn að örlög frambjóðenda í jaðarsætum ráðist ekki af rannsókn lögreglu heldur „vilja kjósenda“ og að vilji kjósenda ráði ákvörðun þingmanna í þessu máli en ekki „hagsmunir einstakra frambjóðenda“.

Í öðrum pistli um sama efni segir Björn:

„Fljótræðisleg viðbrögð þeirra sem eiga um sárt að binda vegna mannlegra mistaka við atkvæðatalningu duga ekki til að kollvarpa úrslitum kosninga.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Endurtalning í Norðvesturkjördæmi

„Það er enginn dómari í eigin sök“
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Þingmenn sem brjóta lög
Þorvaldur Gylfason
PistillEndurtalning í Norðvesturkjördæmi

Þorvaldur Gylfason

Þing­menn sem brjóta lög

Saga helm­inga­skipta­flokk­anna og föru­nauta þeirra er löðr­andi í lög­brot­um langt aft­ur í tím­ann. Ef menn kom­ast upp með slíkt fram­ferði ára­tug fram af ára­tug án þess að telja sig þurfa að ótt­ast af­leið­ing­ar gerða sinna og brota­vilj­inn geng­ur í arf inn­an flokk­anna kyn­slóð fram af kyn­slóð, hvers vegna skyldu þeir þá ekki einnig hafa rangt við í kosn­ing­um, spyr Þor­vald­ur Gylfa­son.
Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Fréttir

Með­lim­ur í kjör­stjórn kær­ir vegna „gruns um kosn­inga­svik“ í Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Geir Guð­munds­son, með­lim­ur í kjör­stjórn Kópa­vogs, hef­ur lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fram­kvæmd kosn­inga í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann vill að lög­regla rann­saki kjör­gögn áð­ur en þeim er eytt, vegna full­yrð­inga um­boðs­manns Sósí­al­ista­flokks­ins um mis­mun­andi stærð kjör­seðla.
Þetta gerðist í Norðvestur
GreiningEndurtalning í Norðvesturkjördæmi

Þetta gerð­ist í Norð­vest­ur

At­burða­rás­in á því hvað gerð­ist í Norð­vest­ur­kjör­dæmi sunnu­dag­inn 26. sept­em­ber er hægt og ró­lega að koma í ljós. Stund­in hef­ur sett sam­an tíma­línu út frá gögn­um frá lög­reglu, máls­at­vik­um und­ir­bún­ings­nefnd­ar um rann­sókn kjör­bréfa, gögn­um sem hafa ver­ið birt á vef Al­þing­is og sam­töl­um við að­ila sem voru á svæð­inu.

Mest lesið

Ráðherrar vængstýfðu Umhverfisstofnun
2
FréttirRunning Tide

Ráð­herr­ar væng­stýfðu Um­hverf­is­stofn­un

Ít­ar­leg rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar á starf­semi Runn­ing Tide sýndi að í að­drag­anda leyf­is­veit­ing­ar hafi ráð­herr­ar tek­ið stöðu með fyr­ir­tæk­inu gegn und­ir­stofn­un­um sín­um sem skil­greindu áform Runn­ing Tide sem kast í haf­ið. Um­hverf­is­stofn­un hafði ekk­ert eft­ir­lit með þeim 15 leiðöngr­um sem fyr­ir­tæk­ið stóð að, þar sem um 19 þús­und tonn­um af við­ark­urli var skol­að í sjó­inn.
Birta um kaup VÍS á Fossum: „Kannski verið hægt að semja betur við þá“
4
FréttirSameining VÍS og Fossa

Birta um kaup VÍS á Foss­um: „Kannski ver­ið hægt að semja bet­ur við þá“

Kaup Vá­trygg­inga­fé­lags Ís­lands á Foss­um í fyrra voru um­deild og lögð­ust þrír líf­eyr­is­sjóð­ir í hlut­hafa­hópn­um gegn þeim. Árs­reikn­ing­ur Fossa fyr­ir ár­ið 2023 sýn­ir fé­lag í rekstr­ar­vanda. Ólaf­ur Sig­urðs­son hjá Birtu seg­ir að árs­reikn­ing­ur­inn sýni að mögu­lega hefði hægt að semja bet­ur við Fossa en að of snemmt sé að dæma við­skipt­in sem mis­tök.
Kaupmáttur eykst lítillega eftir langt samdráttarskeið
9
Fréttir

Kaup­mátt­ur eykst lít­il­lega eft­ir langt sam­drátt­ar­skeið

Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann jókst lít­il­lega á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs, eða um 0,1 pró­sent. Á síð­ustu þrem­ur árs­fjórð­ung­um í fyrra hafði kaup­mátt­ur dreg­ist sam­an. Vaxta­gjöld heim­il­anna halda áfram að vega þungt í heim­il­is­bók­haldi lands­manna. Á fyrsta árs­fjórð­ungi greiddu heim­ili lands­ins sam­an­lagt um 35 millj­arða króna í vaxta­gjöld.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
5
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
7
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
9
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
8
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
10
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár