„Ég vakna glöð og þakklát á hverjum degi. Ég vakna til minnar ástríðu. Hún er mín auðna,“ segir Tóta um leið og hún bíður mér sæti við ákaflega fallegt borðstofuborð í íbúðinni þeirra í Miðstræti í Reykjavík. Íbúðin, sem er í húsi sem byggt var fyrir 117 árum, er ævintýri líkust, hvert sem litið er má sjá einstaka antíkmuni og listaverk og þótt andrúmsloftið sé afar afslappað er dálítið erfitt að halda fókus og einbeita sér að því að hlusta á sögurnar því augun vilja ekki láta trufla sig meðan þau taka inn alla fegurðina. „Við erum knúin áfram af eigin sköpunarkrafti og tónlist annarra og músíkin hefur verið okkar besti ferðafélagi frá því við vönguðum fyrst á balli í Menntaskólanum á Akureyri í nóvember árið 1968,“ segir Tommi og mér tekst að beina augunum frá listaverkunum og antíkmunum og að bununni sem rennur úr tekönnunni þegar hann hellir jurtatei …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.
Auðna Tótu og Tomma í 20 þúsund daga og nætur
Þegar fór að líða að gullbrúðkaupi Tómasar Jónssonar, ljósmyndara og grafísks hönnuðar, og Þórunnar Elísabetar listakonu fór Tómas í gegnum myndasafn lífs þeirra og úr varð bók sem er myndræn frásögn um samlífi samlyndra hjóna í hálfa öld en Tómas hefur myndað Þórunni og listaverk hennar í rúm 50 ár. Í spjalli á heimili þeirra þar sem boðið var upp á jurtate með bragðmiklu blóðbergi sögðu Tommi og Tóta ástarsöguna sem er leidd áfram af vináttu og trausti, hlýju og húmor, sköpunarkrafti og músík.

Mest lesið

1
Fjárfesti í íslenskum félögum eftir að Ásgeir varð seðlabankastjóri
Sjóður Helgu Viðarsdóttur, unnustu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, tók þátt í frumútboði Íslandsbanka árið 2021. Seðlabankinn sagði gengi krónu og vaxtaákvarðanir ekki hafa áhrif á sjóðinn, enda fjárfestingar sjóðsins erlendis. Veik króna gagnvart dollara kom „eins og bónus“ sagði Helga.

2
Sif Sigmarsdóttir
Pistill sem gæti leitt til handtöku
Trúin á tjáningarfrelsið, líka málfrelsi þeirra sem við erum ósammála, virðist hins vegar á undanhaldi.

3
Jón Trausti Reynisson
Þegar frelsið er yfirtekið
Samband ungra sjálfstæðismanna hefur gert frelsiskenningar bandarísks valdboðssinna að táknmynd sinni fyrir frelsi.

4
Krafa um endurnýjun hjá Samfylkingunni í Reykjavík
Ný stjórn fulltrúaráðs mun taka ákvörðun um hvort Samfylkingin heldur prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar næsta vor.

5
Frelsisbolirnir gjöf frá Stefáni Einari
Bolirnir í anda þess sem Charlie Kirk klæddist þegar hann var myrtur eru gjöf til ungra Sjálfstæðismanna frá fjölmiðlamanninum Stefáni Einari Stefánssyni. Formaður SUS segir aðsóknina á komandi sambandsþing hafa aukist eftir að tilkynnt var um þá.

6
Viðsnúningur í fjölskyldufyrirtæki Guðrúnar
Kjörís, ísgerð í eigu Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokksins, og systkina hennar, skilaði tæplega ellefu milljóna króna hagnaði árið 2024 eftir 41,5 milljóna tap árið áður. Viðsnúningnum er þakkað hagræðingu og nýjum vélbúnaði. Systurfélag hagnaðist um 7 milljónir.
Mest lesið í vikunni

1
Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
Páll Kristinn Stefánsson festi kaup á fyrstu íbúð í sumar ásamt kærustu sinni. Þau hafa búið hjá foreldrum Páls undanfarið á meðan þau hafa safnað pening. Parið var spennt að flytja í eigið húsnæði en hafa ekki efni á því. „Það er ekkert smá svekk þegar maður er búinn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ segir hann.

2
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
Hannes Árni Hannesson keypti sína fyrstu íbúð með vini sínum árið 2021. Hvorugur gat staðist greiðslumat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sambúð. Vinunum gekk vel að búa saman þar til báðir eignuðust kærustur. Mánuði eftir að þær fluttu inn seldi Hannes sinn hlut til vinar síns og þau fóru í íbúðarleit að nýju.

3
Fjárfesti í íslenskum félögum eftir að Ásgeir varð seðlabankastjóri
Sjóður Helgu Viðarsdóttur, unnustu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, tók þátt í frumútboði Íslandsbanka árið 2021. Seðlabankinn sagði gengi krónu og vaxtaákvarðanir ekki hafa áhrif á sjóðinn, enda fjárfestingar sjóðsins erlendis. Veik króna gagnvart dollara kom „eins og bónus“ sagði Helga.

4
Við erum að skapa umhverfi sem er fólki mjög andstætt
Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði, segir að á tímum þar sem lífsstílssjúkdómar séu að sliga samfélagið sé mikilvægt að búa til gott umhverfi sem styður við heilsu fólks. Þar sé hægt að gera mun betur, en það sé ekki orðið of seint.

5
Efast að niðurfelling gjalda skili sér: „Ég treysti ekki olíufélögunum“
Þingmennirnir Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Árnason segjast ekki treysta olíufélögunum til að lækka verð samhliða hækkun kílómetragjalds.

6
Trump höfðar 15 milljarða dala meiðyrðamál gegn New York Times
Donald Trump hefur höfðað 15 milljarða dala meiðyrðamál gegn New York Times og sakað miðilinn um áratugalanga ófrægingarherferð. Hann krefst skaðabóta og sektarfjár og hefur einnig stefnt öðrum fjölmiðlum á þessu ári.
Mest lesið í mánuðinum

1
„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
Mannréttindadómstóll Evrópu komst í dag að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði ekki brotið á
Bryndísi Ásmundsdóttur. Hún segir skrítið að tala um tap þegar Mannréttindadómstóll Evrópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð andanum. Markmiðum um að vekja máls á brotalömum í íslensku réttarkerfi hafi náðst, ekki síst þegar sigur vannst í öðru málinu.

2
Segir leyndarmálið að giftast vel og gæta þess hverjum maður kynnist
Listdansarinn og sagnfræðingurinn Ingibjörg Björnsdóttir er einn af tekjuhærri Hafnfirðingum ársins. Hún segist lítið velta peningum fyrir sér og hefur nýlokið bráðmerkilegu sagnfræðiriti um listdanssögu á Íslandi.

3
Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks
Ellefu manns sóttu um stöðu ritstjóra fréttaskýringaþáttsins Kveiks. Þar af drógu þrír umsókn sína til baka eftir að óskað var eftir nafnbirtingu.

4
Það sem gögnin sýna ekki
Hátekjulisti Heimildarinnar tilgreinir tekjuhæsta 1% skattgreiðenda. En nafntogaðir auðmenn eru ekki á listanum. Sumir borga skatta sína erlendis. Aðrir gætu hafa falið slóð sína með klókum hætti.

5
Var með 1,3 milljarða í tekjur árið 2023 en er dottinn út
Haraldur Ingi Þorleifsson, sem hefur verið fastagestur efst á Hátekjulista Heimildarinnar undanfarin ár, er ekki lengur á listanum.

6
Seðlabankinn kannaði hagsmunaárekstra vegna unnustu Ásgeirs
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er æðsti yfirmaður eftirlits með fjárfestingasjóði sem unnusta hans stýrir. Seðlabankinn segir málið hafa verið skoðað og engar vísbendingar séu um að hann hafi miðlað til hennar upplýsingum.
Athugasemdir