Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Auðna Tótu og Tomma í 20 þúsund daga og nætur

Þeg­ar fór að líða að gull­brúð­kaupi Tóm­as­ar Jóns­son­ar, ljós­mynd­ara og graf­ísks hönnuð­ar, og Þór­unn­ar Elísa­bet­ar lista­konu fór Tóm­as í gegn­um mynda­safn lífs þeirra og úr varð bók sem er mynd­ræn frá­sögn um sam­lífi sam­lyndra hjóna í hálfa öld en Tóm­as hef­ur mynd­að Þór­unni og lista­verk henn­ar í rúm 50 ár. Í spjalli á heim­ili þeirra þar sem boð­ið var upp á jurta­te með bragð­miklu blóð­bergi sögðu Tommi og Tóta ástar­sög­una sem er leidd áfram af vináttu og trausti, hlýju og húm­or, sköp­un­ar­krafti og mús­ík.

Auðna Tótu og Tomma í 20 þúsund daga og nætur
,,Við leyfum hvort öðru að vera nákvæmlega eins og við erum því að þar er mýktin og þar er virðingin.” Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég vakna glöð og þakklát á hverjum degi. Ég vakna til minnar ástríðu. Hún er mín auðna,“ segir Tóta um leið og hún bíður mér sæti við ákaflega fallegt borðstofuborð í íbúðinni þeirra í Miðstræti í Reykjavík. Íbúðin, sem er í húsi sem byggt var fyrir 117 árum, er ævintýri líkust, hvert sem litið er má sjá einstaka antíkmuni og listaverk og þótt andrúmsloftið sé afar afslappað er dálítið erfitt að halda fókus og einbeita sér að því að hlusta á sögurnar því augun vilja ekki láta trufla sig meðan þau taka inn alla fegurðina. „Við erum knúin áfram af eigin sköpunarkrafti og tónlist annarra og músíkin hefur verið okkar besti ferðafélagi frá því við vönguðum fyrst á balli í Menntaskólanum á Akureyri í  nóvember árið 1968,“ segir Tommi og mér tekst að beina augunum frá listaverkunum og antíkmunum og að bununni sem rennur úr tekönnunni þegar hann hellir jurtatei …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár