Myndlistarkonan Ósk Gunnlaugsdóttir málar myndir af píkum fyrir jólin. Hún málar myndir af píkum eftir fyrirmyndum frá konum sem kaupa af henni verk eða eftir eigin hugarsmíð.
„Kveikjan að þessum píkumálverkum sprettur upp frá því að ég sá einhvers staðar á netinu konur vera skammaðar fyrir það að hafa skömm gagnvart píkunni; það var verið að skamma þær yfir skömminni sem þær höfðu gagnvart píkunni. Ég ákvað að grípa tækifærið; ef það er ekki lengur nein skömm gagnvart píkunni þá þarf bara að mála hana og setja upp á vegg. Ég fór að gera þessar myndir og speglaði þessa afléttingu á skömminni; þessari skömm sem á ekki lengur að vera til yfir í þá skömm sem hefur alltaf ríkt yfir þessum líkamshluta kvenna. Eitt …
Athugasemdir