Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skólamatur vill ekki greina frá viðhorfskönnun en sveitarfélögin lýsa almennri ánægju

Fyr­ir­tæk­ið Skóla­mat­ur ehf. sel­ur 12.500 mál­tíð­ir á dag til skóla­barna og ger­ir við­horfsk­ann­an­ir sem það op­in­ber­ar ekki. For­svars­menn fjög­urra stórra sveit­ar­fé­laga segja al­menna ánægju með þjón­ust­una. Fram­kvæmda­stjóri Skóla­mat­ar vill ekki gefa upp hvers vegna hann vill ekki gefa upp nið­ur­stöð­urn­ar.

Skólamatur vill ekki greina frá viðhorfskönnun en sveitarfélögin lýsa almennri ánægju
Innanhúsgögn en ekki opinber Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar ehf., vill ekki greina frá niðurstöðum úr viðhorfskönnunum sem fyrirtækið lætur gera á meðal viðskiptavina um viðhorf til matarins. Hann sést hér ásamt Axel Jónssyni, föður sínum, og Fannýju systur sinna en þau reka Skólamat ehf. saman. Mynd: Víkurfréttir

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Skólamatar ehf., Jón Axelsson, vill ekki greina frá niðurstöðum viðhorfskannana sem fyrirtækið framkvæmir meðal viðskiptavina fyrirtækisins. Hann segir að um sé að ræða innanhússupplýsingar fyrir fyrirtækið sem notaðar eru til að bæta þjónustu þess en ekki upplýsingar til birtingar opinberlega. „Þetta eru innanhússgögn hjá okkur. Þetta eru bara vinnugögn sem við notum til að bæta úr skólamatnum og skerpa okkar áherslur,“ segir Jón í samtali við Stundina.  Óljóst er af hverju Jón vill ekki greina frá niðurstöðunum. 

Fyrirtækið Skólamatur ehf. selur mat til grunnskóla- og leikskólabarna í tugum skóla í Reykjanesbæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Garðabæ, Hafnarfirði og víðar.  Foreldrar grunnskólabarnanna greiða fyrir matinn, með mismiklum niðurgreiðslum sveitarfélaganna, á meðan viðkomandi sveitarfélög greiða fyrir mat leikskólabarnanna. Fyrirtækið framleiðir í heildina um 12.500 máltíðir á dag og er boðið upp á þær á 60 stöðum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi.

Í gegnum árin hafa stundum komið upp gagnrýnar umræður á opinberum vettvangi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár