Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skólamatur vill ekki greina frá viðhorfskönnun en sveitarfélögin lýsa almennri ánægju

Fyr­ir­tæk­ið Skóla­mat­ur ehf. sel­ur 12.500 mál­tíð­ir á dag til skóla­barna og ger­ir við­horfsk­ann­an­ir sem það op­in­ber­ar ekki. For­svars­menn fjög­urra stórra sveit­ar­fé­laga segja al­menna ánægju með þjón­ust­una. Fram­kvæmda­stjóri Skóla­mat­ar vill ekki gefa upp hvers vegna hann vill ekki gefa upp nið­ur­stöð­urn­ar.

Skólamatur vill ekki greina frá viðhorfskönnun en sveitarfélögin lýsa almennri ánægju
Innanhúsgögn en ekki opinber Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar ehf., vill ekki greina frá niðurstöðum úr viðhorfskönnunum sem fyrirtækið lætur gera á meðal viðskiptavina um viðhorf til matarins. Hann sést hér ásamt Axel Jónssyni, föður sínum, og Fannýju systur sinna en þau reka Skólamat ehf. saman. Mynd: Víkurfréttir

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Skólamatar ehf., Jón Axelsson, vill ekki greina frá niðurstöðum viðhorfskannana sem fyrirtækið framkvæmir meðal viðskiptavina fyrirtækisins. Hann segir að um sé að ræða innanhússupplýsingar fyrir fyrirtækið sem notaðar eru til að bæta þjónustu þess en ekki upplýsingar til birtingar opinberlega. „Þetta eru innanhússgögn hjá okkur. Þetta eru bara vinnugögn sem við notum til að bæta úr skólamatnum og skerpa okkar áherslur,“ segir Jón í samtali við Stundina.  Óljóst er af hverju Jón vill ekki greina frá niðurstöðunum. 

Fyrirtækið Skólamatur ehf. selur mat til grunnskóla- og leikskólabarna í tugum skóla í Reykjanesbæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Garðabæ, Hafnarfirði og víðar.  Foreldrar grunnskólabarnanna greiða fyrir matinn, með mismiklum niðurgreiðslum sveitarfélaganna, á meðan viðkomandi sveitarfélög greiða fyrir mat leikskólabarnanna. Fyrirtækið framleiðir í heildina um 12.500 máltíðir á dag og er boðið upp á þær á 60 stöðum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi.

Í gegnum árin hafa stundum komið upp gagnrýnar umræður á opinberum vettvangi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár