Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Skólamatar ehf., Jón Axelsson, vill ekki greina frá niðurstöðum viðhorfskannana sem fyrirtækið framkvæmir meðal viðskiptavina fyrirtækisins. Hann segir að um sé að ræða innanhússupplýsingar fyrir fyrirtækið sem notaðar eru til að bæta þjónustu þess en ekki upplýsingar til birtingar opinberlega. „Þetta eru innanhússgögn hjá okkur. Þetta eru bara vinnugögn sem við notum til að bæta úr skólamatnum og skerpa okkar áherslur,“ segir Jón í samtali við Stundina. Óljóst er af hverju Jón vill ekki greina frá niðurstöðunum.
Fyrirtækið Skólamatur ehf. selur mat til grunnskóla- og leikskólabarna í tugum skóla í Reykjanesbæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Garðabæ, Hafnarfirði og víðar. Foreldrar grunnskólabarnanna greiða fyrir matinn, með mismiklum niðurgreiðslum sveitarfélaganna, á meðan viðkomandi sveitarfélög greiða fyrir mat leikskólabarnanna. Fyrirtækið framleiðir í heildina um 12.500 máltíðir á dag og er boðið upp á þær á 60 stöðum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi.
Í gegnum árin hafa stundum komið upp gagnrýnar umræður á opinberum vettvangi …
Athugasemdir