Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Skólamatur vill ekki greina frá viðhorfskönnun en sveitarfélögin lýsa almennri ánægju

Fyr­ir­tæk­ið Skóla­mat­ur ehf. sel­ur 12.500 mál­tíð­ir á dag til skóla­barna og ger­ir við­horfsk­ann­an­ir sem það op­in­ber­ar ekki. For­svars­menn fjög­urra stórra sveit­ar­fé­laga segja al­menna ánægju með þjón­ust­una. Fram­kvæmda­stjóri Skóla­mat­ar vill ekki gefa upp hvers vegna hann vill ekki gefa upp nið­ur­stöð­urn­ar.

Skólamatur vill ekki greina frá viðhorfskönnun en sveitarfélögin lýsa almennri ánægju
Innanhúsgögn en ekki opinber Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar ehf., vill ekki greina frá niðurstöðum úr viðhorfskönnunum sem fyrirtækið lætur gera á meðal viðskiptavina um viðhorf til matarins. Hann sést hér ásamt Axel Jónssyni, föður sínum, og Fannýju systur sinna en þau reka Skólamat ehf. saman. Mynd: Víkurfréttir

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Skólamatar ehf., Jón Axelsson, vill ekki greina frá niðurstöðum viðhorfskannana sem fyrirtækið framkvæmir meðal viðskiptavina fyrirtækisins. Hann segir að um sé að ræða innanhússupplýsingar fyrir fyrirtækið sem notaðar eru til að bæta þjónustu þess en ekki upplýsingar til birtingar opinberlega. „Þetta eru innanhússgögn hjá okkur. Þetta eru bara vinnugögn sem við notum til að bæta úr skólamatnum og skerpa okkar áherslur,“ segir Jón í samtali við Stundina.  Óljóst er af hverju Jón vill ekki greina frá niðurstöðunum. 

Fyrirtækið Skólamatur ehf. selur mat til grunnskóla- og leikskólabarna í tugum skóla í Reykjanesbæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Garðabæ, Hafnarfirði og víðar.  Foreldrar grunnskólabarnanna greiða fyrir matinn, með mismiklum niðurgreiðslum sveitarfélaganna, á meðan viðkomandi sveitarfélög greiða fyrir mat leikskólabarnanna. Fyrirtækið framleiðir í heildina um 12.500 máltíðir á dag og er boðið upp á þær á 60 stöðum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi.

Í gegnum árin hafa stundum komið upp gagnrýnar umræður á opinberum vettvangi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár