Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Skólamatur vill ekki greina frá viðhorfskönnun en sveitarfélögin lýsa almennri ánægju

Fyr­ir­tæk­ið Skóla­mat­ur ehf. sel­ur 12.500 mál­tíð­ir á dag til skóla­barna og ger­ir við­horfsk­ann­an­ir sem það op­in­ber­ar ekki. For­svars­menn fjög­urra stórra sveit­ar­fé­laga segja al­menna ánægju með þjón­ust­una. Fram­kvæmda­stjóri Skóla­mat­ar vill ekki gefa upp hvers vegna hann vill ekki gefa upp nið­ur­stöð­urn­ar.

Skólamatur vill ekki greina frá viðhorfskönnun en sveitarfélögin lýsa almennri ánægju
Innanhúsgögn en ekki opinber Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar ehf., vill ekki greina frá niðurstöðum úr viðhorfskönnunum sem fyrirtækið lætur gera á meðal viðskiptavina um viðhorf til matarins. Hann sést hér ásamt Axel Jónssyni, föður sínum, og Fannýju systur sinna en þau reka Skólamat ehf. saman. Mynd: Víkurfréttir

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Skólamatar ehf., Jón Axelsson, vill ekki greina frá niðurstöðum viðhorfskannana sem fyrirtækið framkvæmir meðal viðskiptavina fyrirtækisins. Hann segir að um sé að ræða innanhússupplýsingar fyrir fyrirtækið sem notaðar eru til að bæta þjónustu þess en ekki upplýsingar til birtingar opinberlega. „Þetta eru innanhússgögn hjá okkur. Þetta eru bara vinnugögn sem við notum til að bæta úr skólamatnum og skerpa okkar áherslur,“ segir Jón í samtali við Stundina.  Óljóst er af hverju Jón vill ekki greina frá niðurstöðunum. 

Fyrirtækið Skólamatur ehf. selur mat til grunnskóla- og leikskólabarna í tugum skóla í Reykjanesbæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Garðabæ, Hafnarfirði og víðar.  Foreldrar grunnskólabarnanna greiða fyrir matinn, með mismiklum niðurgreiðslum sveitarfélaganna, á meðan viðkomandi sveitarfélög greiða fyrir mat leikskólabarnanna. Fyrirtækið framleiðir í heildina um 12.500 máltíðir á dag og er boðið upp á þær á 60 stöðum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi.

Í gegnum árin hafa stundum komið upp gagnrýnar umræður á opinberum vettvangi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár