Fyrri aukaspurning:
Árið 2015 komst í umferð á netinu myndband af lögreglumanninum Jeff Davis í Bandaríkjunum þar sem hann mæmaði við vinsælt lag frægrar söngkonu um leið og hann rúntaði um yfirráðasvæði sitt. Hver var söngkonan sem hann hreifst svo af?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða landi er Kólaskagi?
2. Inn af hvaða firði gengur Hörgárdalur?
3. Paavo Nurmi hét karlmaður einn. Hann var frægur fyrir hvað?
4. En frá hvaða landi var hann?
5. Rithöfundur einn skrifaði skáldsögurnar Sense and Sensibility, Mansfield Park, Emma, Northanger Abbey, Persuasion og Lady Susan. Þá er ónefnd frægasta skáldsaga höfundarins. Hvað hét sú bók?
6. En hvað hét höfundurinn?
7. Daenerys heitir kona í skáldsögu eða öllu heldur skáldsagnabálki. Af hvaða ætt er hún?
8. Í skáldsagnabálkinum keppa helstu ættirnar um hásæti úr ... ja, hvaða efni?
9. Hvar á Íslandi heldur íþróttafélagið HK til?
10. Hvaða illræmdu útlensku hundar hafa af einhverjum ástæðum verið kallaðir birnir á íslensku?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir konan hér að neðan? Fornafnið dugar.
***
Svör við aðalspurningum:
1. Rússlandi.
2. Eyjafirði.
3. Hlaup.
4. Finnlandi.
5. Pride and Prejudice, eða Hroki og hleypidómar.
6. Jane Austen.
7. Targaryan.
8. Járni.
9. Í Kópavogi.
10. Bjarnabófarnir.
***
Söngkonan sem lögreglumaðurinn var ánægður með var Taylor Swift. Lítið á myndbandið hér, það birtist ef þið smellið á "Watch on YouTube":
Konan á neðri myndinni heitir Meghan.
Athugasemdir