Fyrri aukaspurning:
Úr hvaða leiksýningu frá 1982 er myndin hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hver var konungur Íslands þegar Íslendingar gerðust lýðveldi 1944? Númer verður að vera rétt.
2. Hvaða starfi gegndi hinn svonefndi Caligula?
3. Hver varð forseti Rússlands á eftir Vladimir Pútin?
4. Fyrir hvaða flokk situr Ingibjörg Ólöf Isaksen á þingi?
5. HÚN: „Þeir segja að heima sé best.“ HANN: „Ég er sammála því.“ HÚN: „Þegar sólin er sest ...“ HANN: „... næ ég plöturnar í.“ BÆÐI: „Við erum músíkalskt par, sannkallaðir ...“ Ja, sannkallaðir hvað?
6. Hver skrifaði leikritið Makbeð?
7. Við hvaða flóa stendur borgin Bordeaux?
8. Hvað eru bólstrar og gráblika?
9. Cary Joji Fukunaga er ekki þekktasti kvikmyndaleikstjóri í heiminum. Á því kann að verða breyting nú, því einmitt núna er í gangi gríðarlega vinsæl kvikmynd sem Fukunaga leikstýrði. Hvað heitir sú mynd?
10. Fukunaga hefur, svo vitað sé, aðeins leikstýrt einum Íslendingi. Það var í gríðarlega vinsælli sjónvarpsseríu frá 2014 þar sem Íslendingur einn lék illúðlegt voðamenni í einum þætti en varð reyndar skammlífur, því hann nánast sprakk í loft upp. Hvaða íslenski leikari var þetta?
***
Seinni aukaspurning:
Flestir hafa séð mynd af fyrirbærinu á myndinni hér að neðan. En samt ekki svona mynd. Það vantar nefnilega svolítið á myndina, sem er þar venjulega. Af hverju er þessi mynd?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Kristján tíundi.
2. Keisari í Rómaveldi.
3. Medvedev — árið 2008. Pútin varð svo aftur forseti 2012.
4. Framsóknarflokkinn.
5. Djassgeggjarar. Sjá hér.
6. Shakespeare.
7. Biscaya-flóa.
8. Skýjategundir.
9. No Time to Die.
10. Ólafur Darri.
***
Svör við aukaspurningum:
Leiksýningin er Salka Valka
Á neðri myndinni eru hins vegar Niagara-fossar í Bandaríkjunum þegar þeir voru þurrkaðir upp að mestu í rannsóknaskyni árið 1969. Hér að neðan má sjá svipað sjónarhorn eftir að fossunum var hleypt á að nýju.
Athugasemdir