Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

543. spurningaþraut: Hvaða himinhnött má hér sjá?

543. spurningaþraut: Hvaða himinhnött má hér sjá?

Fyrri aukaspurning:

Hver er sá höfflegi herra á efri myndinni?

***

Aðalspurningar:

1.  Hversu margir eru aukastafirnir í hinu stærðfræðilega hlutfalli pí eða π?

2.  Hver er annar aukastafurinn — sem sagt 3,1 og hvaða tölustafur er svo næstur?

3.  Á hvaða firði er Hrísey?

4.  Hvað hét karl sá sem stóð fyrir Njálsbrennu?

5.  Hvaða bær var þá brenndur?

6.  Leiðtoga brennumanna dreymdi að maður mikill kom út úr fjalli og minnti á bergþurs og spáði hann dauða margra brennumanna. Út úr hvaða fjalli kom þurs þessi?

7.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Rúanda?

8.  Árið 2004 stóð íslenskur umboðsmaður og athafnamaður í músík fyrir því að stofnuð var stúlknahljómsveit sem átti að slá í gegn á erlendum vettvangi. Gengi hljómsveitarinnar var þokkalegt í byrjun en svo lognaðist hún út af. Hvað nefndist þessi hljómsveit? 

9.  En hver er umboðsmaðurinn knái sem stóð fyrir þessu?

10.  Hvað þýðir að vera banginn?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða himinhnött má sjá á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Óteljandi. (Ekki er altént annað vitað.)

2.  Fjórir.

3.  Eyjafirði.

4.  Flosi.

5.  Bergþórshvoll.

6.  Lómagnúpur.

7.  Afríku.

8.  Nylon.

9.  Einar Bárðarson.

10.  Smeykur eða hræddur.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er franski fótboltamaðurinn Mbappé.

Á neðri myndinni er dvergplánetan Plútó.

***

Hér fyrir neðan eru hlekkir á eldri þrautir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár