Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

543. spurningaþraut: Hvaða himinhnött má hér sjá?

543. spurningaþraut: Hvaða himinhnött má hér sjá?

Fyrri aukaspurning:

Hver er sá höfflegi herra á efri myndinni?

***

Aðalspurningar:

1.  Hversu margir eru aukastafirnir í hinu stærðfræðilega hlutfalli pí eða π?

2.  Hver er annar aukastafurinn — sem sagt 3,1 og hvaða tölustafur er svo næstur?

3.  Á hvaða firði er Hrísey?

4.  Hvað hét karl sá sem stóð fyrir Njálsbrennu?

5.  Hvaða bær var þá brenndur?

6.  Leiðtoga brennumanna dreymdi að maður mikill kom út úr fjalli og minnti á bergþurs og spáði hann dauða margra brennumanna. Út úr hvaða fjalli kom þurs þessi?

7.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Rúanda?

8.  Árið 2004 stóð íslenskur umboðsmaður og athafnamaður í músík fyrir því að stofnuð var stúlknahljómsveit sem átti að slá í gegn á erlendum vettvangi. Gengi hljómsveitarinnar var þokkalegt í byrjun en svo lognaðist hún út af. Hvað nefndist þessi hljómsveit? 

9.  En hver er umboðsmaðurinn knái sem stóð fyrir þessu?

10.  Hvað þýðir að vera banginn?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða himinhnött má sjá á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Óteljandi. (Ekki er altént annað vitað.)

2.  Fjórir.

3.  Eyjafirði.

4.  Flosi.

5.  Bergþórshvoll.

6.  Lómagnúpur.

7.  Afríku.

8.  Nylon.

9.  Einar Bárðarson.

10.  Smeykur eða hræddur.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er franski fótboltamaðurinn Mbappé.

Á neðri myndinni er dvergplánetan Plútó.

***

Hér fyrir neðan eru hlekkir á eldri þrautir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár