543. spurningaþraut: Hvaða himinhnött má hér sjá?

543. spurningaþraut: Hvaða himinhnött má hér sjá?

Fyrri aukaspurning:

Hver er sá höfflegi herra á efri myndinni?

***

Aðalspurningar:

1.  Hversu margir eru aukastafirnir í hinu stærðfræðilega hlutfalli pí eða π?

2.  Hver er annar aukastafurinn — sem sagt 3,1 og hvaða tölustafur er svo næstur?

3.  Á hvaða firði er Hrísey?

4.  Hvað hét karl sá sem stóð fyrir Njálsbrennu?

5.  Hvaða bær var þá brenndur?

6.  Leiðtoga brennumanna dreymdi að maður mikill kom út úr fjalli og minnti á bergþurs og spáði hann dauða margra brennumanna. Út úr hvaða fjalli kom þurs þessi?

7.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Rúanda?

8.  Árið 2004 stóð íslenskur umboðsmaður og athafnamaður í músík fyrir því að stofnuð var stúlknahljómsveit sem átti að slá í gegn á erlendum vettvangi. Gengi hljómsveitarinnar var þokkalegt í byrjun en svo lognaðist hún út af. Hvað nefndist þessi hljómsveit? 

9.  En hver er umboðsmaðurinn knái sem stóð fyrir þessu?

10.  Hvað þýðir að vera banginn?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða himinhnött má sjá á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Óteljandi. (Ekki er altént annað vitað.)

2.  Fjórir.

3.  Eyjafirði.

4.  Flosi.

5.  Bergþórshvoll.

6.  Lómagnúpur.

7.  Afríku.

8.  Nylon.

9.  Einar Bárðarson.

10.  Smeykur eða hræddur.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er franski fótboltamaðurinn Mbappé.

Á neðri myndinni er dvergplánetan Plútó.

***

Hér fyrir neðan eru hlekkir á eldri þrautir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu