„Það var sönn ánægja að lesa handrit „Kona fer í stríð“ sem við trúum að verði mjög góð kvikmynd,“ skrifar Liudmyla Bobruiko fyrir hönd Tortólafélagsins Millgate Holdings Limited í apríl árið 2017. Tilefni bréfsins var að staðfesta fyrirætlanir um 120 þúsund evra, eða tæplega 18 milljóna króna, fjárfestingu í myndinni í gegnum franska framleiðslufyrirtækið Slot Machine SARL, félags í eigu dansk-franska kvikmyndaframleiðandans Marienna Slot.
Millgate Holdings Limited er skattaskjólsfélag í eigu annars kvikmyndaframleiðanda, Úkraínumannsins Serhiy Lavrenyuk. Upplýsingar um það er meðal þeirra gagna sem eru hluti af hinum svokölluðu Pandóruskjölum; samansafni 11,9 milljóna skjala sem lekið var til samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ, frá fjórtán fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að setja upp og reka aflandsfélög og -sjóði. Stundin og Reykjavík Media eru þeir íslensku fjölmiðlar sem vinna úr skjölunum.
Engar vísbendingar eru um að lög hafi verið brotin við fjármögnun myndarinnar og segir Benedikt Erlingsson, höfundur Konu fer í …
Athugasemdir