Ef Miðflokkurinn er nefndur verður að nefna nafn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Rétt eins og Bandalag jafnaðarmanna var flokkur Vilmundar Gylfasonar, Borgaraflokkurinn flokkur Alberts Guðmundssonar og Besti flokkurinn flokkur Jóns Gnarr, þá er Miðflokkurinn flokkur Sigmundar Davíðs. Ris og fall beggja haldast í hendur og flestum hlýtur að þykja Miðflokkur án Sigmundar Davíðs óhugsandi. Hvort fall Miðflokksins marki upphafið að endalokum Sigmundar Davíðs í stjórnmálum er hins vegar enn óljóst.
Fá dæmi íslensk munu um viðlíka ris í stjórnmálaheiminum og ris Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Manns sem varð formaður Framsóknarflokksins án þess að hafa nokkurn tíma tekið þátt í flokksstarfi hans og síðan forsætisráðherra aðeins fjórum árum síðar.
En það sem rís hefur tilhneigingu til að hníga einnig. Panamaskjölin urðu opinber fyrri hluta árs 2016. Í ljós kom að Sigmundur Davíð hafði átt aflandsfélagið Wintris, skráð á Tortóla, til helminga við eiginkonu sína, án þess að gera grein fyrir því og án …
Athugasemdir