Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Skuldin fimmfaldaðist vegna „innheimtukostnaðar“

Í Sví­þjóð, Dan­mörk og Finn­landi hef­ur ver­ið sett há­mark á leyfi­leg­an inn­heimtu­kostn­að. Á Ís­landi svar­ar dóms­mála­ráð­herra ekki Neyt­enda­sam­tök­un­um er­ind­um um að setja höml­ur á inn­heimtu lög­manna.

Skuldin fimmfaldaðist vegna „innheimtukostnaðar“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Neytendasamtökin kvarta undan því að dómsmálaráðherra svari ekki beiðnum um að tryggja rétt neytenda gegn óhóflegum innheimtuaðgerðum. Mynd: xd.is

Dæmi er um að innheimtufyrirtæki fimmfaldi kröfu á hendur neytendum vegna vanskila. Þannig greina Neytendasamtökin frá tilfelli í nýju tölublaði Neytendablaðsins þar sem höfuðstóll fór úr 5.085 krónum í 31.694 krónur vegna „innheimtukostnaðar“, en um var að ræða raðgreiðslu.

Neytendasamtökin hafa leitað til dómsmálaráðherra og dómsmálaráðuneytisins með að „skikki verði komið á eftirliti með innheimtustarfsemi óháð starfsheiti eigenda þessara fyrirtækja“. Í Neytendablaðinu kemur fram að „þrátt fyrir ótal ítrekanir hafa engin svör borist frá ráðherra eða ráðuneytinu.“

Lögmenn nýta smugu í lögunum

Innheimtuferillinn er þannig upp byggður að fyrst er farið í frum- og milliinnheimtu, eftir innheimtuviðvörun, ef neytandi greiðir ekki kröfu fyrir eindaga. Um þessi stig gilda innheimtulög. Þegar krafa er ekki greidd á þessum stigum getur lánveitandi eða fulltrúi hans farið í löginnheimtu, sem á að vera undanfari að því að yfirvöld knýja skuldarann til að greiða með réttarfarsúrræðum. Ákvæði innheimtulaga eiga ekki við um löginnheimtuna. 

Hin hliðin er að lögmenn sem reka innheimtustarfsemi eru undanskildir eftirliti Fjármálaeftirlitsins, ólíkt innheimtufyrirtækjum. Þannig geta lögmenn sem stunda löginnheimtu átt nokkuð frítt spil gegn skuldurum og þurfa aðeins að lúta eftirliti Lögmannafélags Íslands, sem hefur þó enga heimild til að afturkalla starfsleyfi.

„Telja Neytendasamtökin mjög brýnt að eftirlit með innheimtustarfsemi sé á einni hendi og hjá stofnun sem hefur heimild til að afturkalla starfsleyfi þegar það á við,“ segir í Neytendablaðinu.

Samtökin taka dæmi af lögmanni sem innheimti lán, sem staðfest var að bryti gegn neytendalögum. Þótt lögmaðurinn hefði verið áminntur fyrir að stunda löginnheimtu „sem augljóslega var ekki hugsuð sem undanfari réttarfarsaðgerða“ gat hann haldið óáreittur áfram starfsháttum sínum. Eftir að hafa verið úrskurðaður brotlegur stefndi hann neytandanum fyrir dóm til þess að fá úrskurðinum hnekkt.

„Nær takmarkalaus“ kostnaður við vanskil

Dæmið sem Neytendasamtökin tilgreina snýr að því að ef raðgreiðslulán fer í vanskil er hver afborgun innheimt sérstaklega, með fyrrgreindum afleiðingum, þar sem dráttarvegxtir af rúmlega 5 þúsund króna skuld eru 864 krónur, seðilgjald 298 krónur og „innheimtukostnaður“ 25.447 krónur.

Ástæður þess að Norðurlöndin hafa sett meiri skorður við innheimtustarfsemi en Ísland er að viðskiptamódel smálánafyrirtækja gerir ráð fyrir að þau nýta sér heimild til að margfalda kostnað neytenda með hörðum innheimtuaðgerðum sínum.

„Smálán sem í boði eru á Íslandi bera ekki lengur ólöglega háa vexti, en á hinn bóginn getur kostnaður við vanskil verið nær takmarkalaus,“ segir í umfjöllun Neytendasamtakanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
6
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár