Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Skuldin fimmfaldaðist vegna „innheimtukostnaðar“

Í Sví­þjóð, Dan­mörk og Finn­landi hef­ur ver­ið sett há­mark á leyfi­leg­an inn­heimtu­kostn­að. Á Ís­landi svar­ar dóms­mála­ráð­herra ekki Neyt­enda­sam­tök­un­um er­ind­um um að setja höml­ur á inn­heimtu lög­manna.

Skuldin fimmfaldaðist vegna „innheimtukostnaðar“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Neytendasamtökin kvarta undan því að dómsmálaráðherra svari ekki beiðnum um að tryggja rétt neytenda gegn óhóflegum innheimtuaðgerðum. Mynd: xd.is

Dæmi er um að innheimtufyrirtæki fimmfaldi kröfu á hendur neytendum vegna vanskila. Þannig greina Neytendasamtökin frá tilfelli í nýju tölublaði Neytendablaðsins þar sem höfuðstóll fór úr 5.085 krónum í 31.694 krónur vegna „innheimtukostnaðar“, en um var að ræða raðgreiðslu.

Neytendasamtökin hafa leitað til dómsmálaráðherra og dómsmálaráðuneytisins með að „skikki verði komið á eftirliti með innheimtustarfsemi óháð starfsheiti eigenda þessara fyrirtækja“. Í Neytendablaðinu kemur fram að „þrátt fyrir ótal ítrekanir hafa engin svör borist frá ráðherra eða ráðuneytinu.“

Lögmenn nýta smugu í lögunum

Innheimtuferillinn er þannig upp byggður að fyrst er farið í frum- og milliinnheimtu, eftir innheimtuviðvörun, ef neytandi greiðir ekki kröfu fyrir eindaga. Um þessi stig gilda innheimtulög. Þegar krafa er ekki greidd á þessum stigum getur lánveitandi eða fulltrúi hans farið í löginnheimtu, sem á að vera undanfari að því að yfirvöld knýja skuldarann til að greiða með réttarfarsúrræðum. Ákvæði innheimtulaga eiga ekki við um löginnheimtuna. 

Hin hliðin er að lögmenn sem reka innheimtustarfsemi eru undanskildir eftirliti Fjármálaeftirlitsins, ólíkt innheimtufyrirtækjum. Þannig geta lögmenn sem stunda löginnheimtu átt nokkuð frítt spil gegn skuldurum og þurfa aðeins að lúta eftirliti Lögmannafélags Íslands, sem hefur þó enga heimild til að afturkalla starfsleyfi.

„Telja Neytendasamtökin mjög brýnt að eftirlit með innheimtustarfsemi sé á einni hendi og hjá stofnun sem hefur heimild til að afturkalla starfsleyfi þegar það á við,“ segir í Neytendablaðinu.

Samtökin taka dæmi af lögmanni sem innheimti lán, sem staðfest var að bryti gegn neytendalögum. Þótt lögmaðurinn hefði verið áminntur fyrir að stunda löginnheimtu „sem augljóslega var ekki hugsuð sem undanfari réttarfarsaðgerða“ gat hann haldið óáreittur áfram starfsháttum sínum. Eftir að hafa verið úrskurðaður brotlegur stefndi hann neytandanum fyrir dóm til þess að fá úrskurðinum hnekkt.

„Nær takmarkalaus“ kostnaður við vanskil

Dæmið sem Neytendasamtökin tilgreina snýr að því að ef raðgreiðslulán fer í vanskil er hver afborgun innheimt sérstaklega, með fyrrgreindum afleiðingum, þar sem dráttarvegxtir af rúmlega 5 þúsund króna skuld eru 864 krónur, seðilgjald 298 krónur og „innheimtukostnaður“ 25.447 krónur.

Ástæður þess að Norðurlöndin hafa sett meiri skorður við innheimtustarfsemi en Ísland er að viðskiptamódel smálánafyrirtækja gerir ráð fyrir að þau nýta sér heimild til að margfalda kostnað neytenda með hörðum innheimtuaðgerðum sínum.

„Smálán sem í boði eru á Íslandi bera ekki lengur ólöglega háa vexti, en á hinn bóginn getur kostnaður við vanskil verið nær takmarkalaus,“ segir í umfjöllun Neytendasamtakanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár