Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Landsliðsþjálfarar: „Við erum mótfallnir öllu ofbeldi“

Lands­liðs­þjálf­ar­ar ís­lenska karla­lands­liðs­ins í fót­bolta tóku af­stöðu gegn of­beldi. Lands­fyr­ir­lið­inn Aron Ein­ar Gunn­ars­son var ekki val­inn í hóp­inn þrátt fyr­ir að hann hefði gef­ið kost á sér vegna „ut­an­að­kom­andi að­stæðna“, sem voru ekki skýrð­ar nán­ar. Þar sem Kol­beinn Sig­þórs­son var meidd­ur var ekki tal­in þörf á að taka af­stöðu til stöðu hans inn­an lands­liðs­ins.

Landsliðsþjálfarar: „Við erum mótfallnir öllu ofbeldi“

Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku afstöðu gegn ofbeldi á blaðamannafundi í dag þar sem nýr landsliðshópur var kynntur fyrir næstu tvo leiki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í undankeppni HM. 

Kolbeinn Sigþórsson og Rúnar Már Sigurjónsson eru ekki í hópnum, en það er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson ekki heldur. 

Utanakomandi aðstæður 

Utanaðkomandi ástæður réðu því að Aron Einar var ekki valinn í landsliðið fyrir næstu tvo leiki karlalandsliðsins í undankeppni HM. „Ég ætla ekki að fara nánar út í það. Ég bið ykkur um að virða það,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sem kynnti hópinn rétt í þessu. Sú ákvörðun hefði verið tekin í samráði við Aron. „Þetta er landsliðsfyrirliðinn okkar. Við erum að vinna okkur saman gegnum þessar utankomandi aðstæður. Þegar tíminn er réttur munum við koma til baka og útskýra það.“ 

Þá kom fram á fundinum að Aron Einar hefði gefið kost á sér í verkefnið. „Eins og ég sagði áðan var það mín ákvörðun að velja hann ekki,“ sagði Arnar Þór. „Hvað framtíðin ber í skauti sér get ég ekkert spáð fyrir  um.“ 

Vefmiðillinn 433.is birti hins vegar frétt skömmu áður en blaðamannafundur landsliðsins hófst þar sem fullyrt var að stjórn KSÍ, sem tekur við til bráðabirgða um komandi helgi, hefði bannað Arnari Þór að velja Aron í landsliðshópinn.

Þurftu ekki að taka afstöðu til Kolbeins

Kolbeinn Sigþórsson var tekinn úr landsliðinu fyrir síðasta leik samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ, í kjölfar ábendinga um meðferð knattspyrnusambandsins á máli er varðaði kærur á hendur Kolbeini vegna kynferðislegrar áreitni og líkamsárása. Kærunum lauk með sátt á milli Kolbeins og þeirra kvenna sem sökuðu hann um ofbeldi, og greiddi hann þeim bæði bætur og lagði fé inn á Stígamót til að bæta fyrir framkomu sína.

Kolbeinn er meiddur og því kom ekki til þess að taka þyrfti ákvörðun um aðkomu hans að landsliðinu. Sagði Arnar óþarft að velta því frekar fyrir sér hvort hann hefði verið valinn í hópinn, ef og hefði. 

Einfaldlega ekki valinn 

Rúnar Már Sigurjónsson var einnig tekinn úr hópnum fyrir síðasta leik, samkvæmt ákvörðun stjórnar, og er heldur ekki í hópnum núna. Þjálfarinn útskýrði það ekki nánar, sagði að hann hefði einfaldlega ekki verið valinn.

Í millitíðinni hefur stjórnin ákveðið að hætta störfum, en á fundinum kom fram að þjálfurunum hefði ekki verið bannað að velja „einn né neinn“. Ákvarðanir um leikmenn hafi því verið þeirra. 

Miklar áskoranir framundan

Áður en hópurinn var kynntur ávarpaði Arnar Þór umræðuna um meðferð ofbeldismála innan KSÍ og ásakanir á hendur landsliðsmönnum. „Eins og þið vitið þá stendur íþróttahreyfingin frammi fyrir miklum áskorunum næstu vikum og í náinni framtíð. Það er margt sem við höfum gert mjög vel lengi en það eru að sjálfsögðu hlutir sem við viljum laga og munum laga og það er sem betur fer komið í ákveðið ferli.“

Vinna væri hafin við að laga ákveðna verkferla. Landsliðsþjálfarar hefðu kallað eftir ramma til að vinna eftir, en nú væru þeir staddir í millibilsástandi, þar til ný stjórn og nýr formaður taka við störfum næstkomandi laugardag. Þá verða verkferlar kláraðir sem ættu að auðvelda þeim að takast á við þá mikilvægu vinnu sem er fyrir höndum. 

„Við erum að sjálfsögðu mótfallnir öllu ofbeldi og erum stoltir af því að geta tekið þátt í íþróttahreyfingu sem er tilbúin til að laga sitt starf og vinna þá vinnu sem þarf að vinna til að geta stigið vel inn í framtíðina.“

Gagnrýndir fyrir afstöðuleysi

Áður hafa forsvarsmenn KSÍ verið gagnrýndir fyrir að taka ekki afgerandi afstöðu gegn ofbeldi á meðan þessi umræða stendur yfir.

Kristín S. Bjarnadóttir skrifaði meðal annars færslu fyrr í september, þar sem sagði: „Á meðan engri auðmýkt er enn andað frá KSÍ fólki, þrátt fyrir fyrirheit um annað; á meðan enginn knattspyrnumaður treystir sér á heilum mánuði til að taka skýra afstöðu gegn ofbeldi; á meðan fólk eys skömmum yfir Þórhildi og aðra þolendur í athugasemdakerfum fjölmiðla, í boði þöggunar fólksins sem áður var talið upp hér að ofan; þá, á meðan, eru þó nokkuð margar ungar konur, þolendur, sem líða vítiskvalir vegna viðbragða og viðbragðaleysis samfélagsins.“

Þórhildur Gyða Arnardóttir steig fram til að greina frá samskiptum sínum og fjölskyldu sinnar við KSÍ vegna kæru á hendur Kolbeini. 

Ekkert heyrt í Gylfa

Annar landsliðsmaður, Gylfi Þór Sigurðsson, var handtekinn í Bretlandi vegna gruns um kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku. Honum var sleppt gegn tryggingu en rannsókn málsins stendur enn yfir. Aðspurður hvort hann hefði verið í samskiptum við Gylfa Þór, sagði Arnar einfaldlega: „Nei.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár