Mynd birtist af óinnsigluðum atkvæðum sem stóðu í auðum sal á Hótel Borgarnesi, þar sem talning atkvæða fyrir Alþingiskosningarnar fór fram um helgina.
Myndin voru teknar eftir að talningu atkvæða var lokið, af konu sem birti þær á Instagram-reikningi sínum en eyddi þeim síðar þaðan. Svo virðist sem konan sé ein í salnum þegar hún tók myndina. Ekki náðist í konuna við vinnslu fréttarinnar en starfsmaður Hótels Borgarness staðfesti að hún sé starfsmaður þar. Samkvæmt heimildum Vísis er konan tengdadóttir eigandans, en maki hennar er Jón Pétursson, sonur Péturs Geirssonar hótelsstjóra. Svo virðist sem allir starfsmenn hótelsins hafi haft ótakmarkaðan aðgang að salnum alla nóttina.
Ingvi Tryggvason, yfirmaður kjörstjórnar Norðvesturkjördæmis, segist ekki vita hver konan er eða hvort hún hafi unnið að talningu atkvæða. „Ég þekki ekki þetta nafn,“ segir hann. Án þess að vita það fyrir víst, segir hann að hún hefði vel getað tekið myndina eftir að aðrir …
Athugasemdir