Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

KPMG breytti skýrslu um völd Þorsteins Más vegna „óánægju“ hans

End­ur­skoð­enda­fyr­ir­tæk­ið KP­MG breytti skýrslu sinni um stjórn­end­astrúkt­úr Sam­herja­sam­stæð­unn­ar eft­ir að Þor­steinn Már Bald­vins­son lýsti yf­ir óánægju með drög að skýrsl­unni. Embætti hér­aðssak­sókn­ara hef­ur yf­ir­heyrt starfs­mann KP­MG, sem sá um skýrslu­gerð­ina, sem vitni og er ljóst að ákæru­vald­ið hef­ur mik­inn áhuga á vald­sviði Þor­steins Más inn­an Sam­herja.

KPMG breytti skýrslu um völd Þorsteins Más vegna „óánægju“ hans

„Ég fékk þær upplýsingar frá mínum yfirmönnum að á fundi með Þorsteini [Má Baldvinssyni] í síðustu viku hefði komið fram óánægja hjá ykkur varðandi ákveðna þætti vinnunnar sem KPMG hefur innt af hendi,“ sagði í tölvupósti frá starfsmanni skatta- og lögfræðisviðs endurskoðendafyrirtækisins, Ágústi Karli Guðmundssyni, til yfirlögfræðings Samherja, Örnu Bryndísar McClure, í september 2014 þar sem þau ræddu um drög að skýrslu sem KPMG var að vinna um Samherja á þessum tíma.

Skýrslan fjallaði um stjórnunarhætti hjá Samherja og hvernig félagið væri uppbyggt og hvernig því væri stýrt. Þetta skiptir máli varðandi lög og reglur um innbyrðis viðskipti á milli tengdra félaga í fyrirtækjasamstæðum, svokallaðar reglur um milliverðlagningu, og eins vegna skattagreiðslna samstæðunnar. 

Að vilja SamherjaLjóst er, út frá tölvupóstsamskiptum, að Samherji lagði mikið upp úr því að þeirri sýn væri haldið á lofti að erlendum dótturfélögum útgerðarinnar væri ekki stjórnað frá Íslandi.

Tölvupósturinn er hluti af rannsóknargögnum í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ný Samherjaskjöl

Skuggi Baldvins hjá Samherja í Namibíu
FréttirNý Samherjaskjöl

Skuggi Bald­vins hjá Sam­herja í Namib­íu

Hlut­verk Bald­vins Þor­steins­son­ar, son­ar Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, hjá út­gerð­ar­fé­lag­inu Sam­herja, hef­ur ekki leg­ið al­veg ljóst fyr­ir á liðn­um ár­um. Hann hef­ur bor­ið hina ýmsu starfstitla og jafn­vel stýrt fé­lagi sem Sam­herji hef­ur keypt en á sama tíma alltaf líka ver­ið með putt­ana í út­gerð­inni á bak við tjöld­in. Þetta sýna rann­sókn­ar­gögn­in í Sam­herja­mál­inu í Namib­íu þar sem nafn Bald­vins kem­ur það mik­ið fyr­ir að ætla má að hann sé eins kon­ar að­stoð­ar­for­stjóri föð­ur síns hjá Sam­herja.
Jón Óttar sagðist ekki skyldugur til að „fela þetta“ fyrir Samherja í Namibíu
AfhjúpunNý Samherjaskjöl

Jón Ótt­ar sagð­ist ekki skyldug­ur til að „fela þetta“ fyr­ir Sam­herja í Namib­íu

Eitt af því sem Jón Ótt­ar Ólafs­son, ráð­gjafi Sam­herja, gerði ít­rek­að fyr­ir út­gerð­ar­fé­lag­ið var að reyna að stuðla að því að mútu­greiðsl­urn­ar til ráða­mann­anna í Namib­íu færu leynt. Jón Ótt­ar sagð­ist ekki bera skylda til að fela þess­ar greiðsl­ur en hélt samt áfram að gera það í rúm þrjú ár eft­ir að hann hóf störf hjá Sam­herja í Namib­íu.
Bankastjóri og stjórnarmaður Íslandsbanka liðkuðu til fyrir viðskiptum Samherja í Namibíu
AfhjúpunNý Samherjaskjöl

Banka­stjóri og stjórn­ar­mað­ur Ís­lands­banka liðk­uðu til fyr­ir við­skipt­um Sam­herja í Namib­íu

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, fund­aði með stjórn­ar­manni og banka­stjóra Ís­lands­banka, Birnu Ein­ars­dótt­ur, um að­stoð við að stunda fisk­veið­ar í Namib­íu. Fund­ur­inn leiddi til þess að Sam­herji fékk með­mæla­bréf sem sent var til Bern­h­ard Es­au sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra. Birna Ein­ars­dótt­ir seg­ir að hún hafi ein­ung­is ver­ið að að­stoða við­skipta­vin bank­ans og að hún hafi aldrei vit­að til hvers fund­ur­inn leiddi.
Ný Samherjaskjöl: „Þarf þetta allt að vera til í póstum milli manna?“
AfhjúpunNý Samherjaskjöl

Ný Sam­herja­skjöl: „Þarf þetta allt að vera til í póst­um milli manna?“

Ný gögn sem eru und­ir í rann­sókn­um hér­aðssak­sókn­ara og namib­ískra yf­ir­valda varpa ljósi á hversu víð­tæk þekk­ing var um mútu­greiðsl­ur og hátt­semi Sam­herja í Namib­íu inn­an út­gerð­arris­ans. Frjáls­lega var tal­að um mútu­greiðsl­ur og hót­an­ir í skrif­leg­um sam­skipt­um lyk­il­stjórn­enda. Þor­steinn Már Bald­vins­son fékk stöð­ug­ar upp­lýs­ing­ar um gang mála.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár