„Ég fékk þær upplýsingar frá mínum yfirmönnum að á fundi með Þorsteini [Má Baldvinssyni] í síðustu viku hefði komið fram óánægja hjá ykkur varðandi ákveðna þætti vinnunnar sem KPMG hefur innt af hendi,“ sagði í tölvupósti frá starfsmanni skatta- og lögfræðisviðs endurskoðendafyrirtækisins, Ágústi Karli Guðmundssyni, til yfirlögfræðings Samherja, Örnu Bryndísar McClure, í september 2014 þar sem þau ræddu um drög að skýrslu sem KPMG var að vinna um Samherja á þessum tíma.
Skýrslan fjallaði um stjórnunarhætti hjá Samherja og hvernig félagið væri uppbyggt og hvernig því væri stýrt. Þetta skiptir máli varðandi lög og reglur um innbyrðis viðskipti á milli tengdra félaga í fyrirtækjasamstæðum, svokallaðar reglur um milliverðlagningu, og eins vegna skattagreiðslna samstæðunnar.

Tölvupósturinn er hluti af rannsóknargögnum í …
Athugasemdir