529. spurningaþraut: Feðginin Jónas Ebeneser og Vatnalilja, hvaðan eru þau?

529. spurningaþraut: Feðginin Jónas Ebeneser og Vatnalilja, hvaðan eru þau?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir skipið á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða borg en Brandenborgarhliðið?

2.  En við hvaða borg er Holmenkollen?

3.  „Jónas Ebeneser, fráskilinn karlmaður á miðjum aldri, fær að vita að uppkomin dóttir hans, Vatnalilja, er í raun barn annars manns. Vængbrotinn og í djúpri tilvistarkreppu reynir Jónas að átta sig á hlutverki sínu í þessum heimi og skilja konur, rétt eins og Svanur, nágranni hans og kórfélagi.“ Söguþræði hvaða leikrits — og að einhverju leyti skáldsögu eftir sama höfund — var lýst hér?

4.  Eftir hvern er leikritið Dagur vonar frá 1987?

5.  Árið 1934 dó forseti Þýskalands og þá var forsetaembættið sameinað kanslaraembættinu. Hver var hinn nýi embættistitill?

6.  En hvað hét forsetinn sem dó þetta árið?

7.  Hvaða ríki móðgaðist á dögunum þegar Ástralíumenn gerðu samning um smíði kafbáta?

8.  Fyrirtækið SpaceX sendi um daginn geimfar út í geiminn í stutta ferð. Fjórir voru um borð. Hvað þótti sögulegt við þessa ferð?

9.  Árið 1262 er frægt ártal í Íslandssögunni. Hvað gerðist þá — samkvæmt hefðbundnum söguskilningi?

10.  Hver er sá þjóðhöfðingi í heiminum núna sem lengst hefur setið?

***

Seinni aukaspurning:

Hver málaði málverkið hér að neðan? Hér þarf nákvæmt svar.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Berlín.

2.  Osló.

3.  Ör.

4.  Birgi Sigurðsson.

5.  Führer. Formlegur titill var Führer und Reichskanzler en „Führer“ dugir í þetta sinn.

6.  Hindenburg.

7.  Frakkar.

8.  Enginn förunautanna um borð var útlærður geimfari.

9.  Íslendingar gengu undir stjórn Noregskonungs.

10.  Elísabet Bretadrottning.

***

Svör við aukaspurningum:

Snekkjan á efri myndinni heitir A.

Málverkið er hins vegar eftir Manet. Athugið að Monet er auðvitað alrangt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu