Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

529. spurningaþraut: Feðginin Jónas Ebeneser og Vatnalilja, hvaðan eru þau?

529. spurningaþraut: Feðginin Jónas Ebeneser og Vatnalilja, hvaðan eru þau?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir skipið á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða borg en Brandenborgarhliðið?

2.  En við hvaða borg er Holmenkollen?

3.  „Jónas Ebeneser, fráskilinn karlmaður á miðjum aldri, fær að vita að uppkomin dóttir hans, Vatnalilja, er í raun barn annars manns. Vængbrotinn og í djúpri tilvistarkreppu reynir Jónas að átta sig á hlutverki sínu í þessum heimi og skilja konur, rétt eins og Svanur, nágranni hans og kórfélagi.“ Söguþræði hvaða leikrits — og að einhverju leyti skáldsögu eftir sama höfund — var lýst hér?

4.  Eftir hvern er leikritið Dagur vonar frá 1987?

5.  Árið 1934 dó forseti Þýskalands og þá var forsetaembættið sameinað kanslaraembættinu. Hver var hinn nýi embættistitill?

6.  En hvað hét forsetinn sem dó þetta árið?

7.  Hvaða ríki móðgaðist á dögunum þegar Ástralíumenn gerðu samning um smíði kafbáta?

8.  Fyrirtækið SpaceX sendi um daginn geimfar út í geiminn í stutta ferð. Fjórir voru um borð. Hvað þótti sögulegt við þessa ferð?

9.  Árið 1262 er frægt ártal í Íslandssögunni. Hvað gerðist þá — samkvæmt hefðbundnum söguskilningi?

10.  Hver er sá þjóðhöfðingi í heiminum núna sem lengst hefur setið?

***

Seinni aukaspurning:

Hver málaði málverkið hér að neðan? Hér þarf nákvæmt svar.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Berlín.

2.  Osló.

3.  Ör.

4.  Birgi Sigurðsson.

5.  Führer. Formlegur titill var Führer und Reichskanzler en „Führer“ dugir í þetta sinn.

6.  Hindenburg.

7.  Frakkar.

8.  Enginn förunautanna um borð var útlærður geimfari.

9.  Íslendingar gengu undir stjórn Noregskonungs.

10.  Elísabet Bretadrottning.

***

Svör við aukaspurningum:

Snekkjan á efri myndinni heitir A.

Málverkið er hins vegar eftir Manet. Athugið að Monet er auðvitað alrangt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár