Katrín Baldursdóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður, segir fylgi Sósíalistaflokksins gefa til kynna að kjósendur séu að kalla eftir sósíalisma. Sömuleiðis segir hún að ef Sjálfstæðisflokkurinn og „nýfrjálshyggju hægri flokkarnir komist að“ muni þeir boða niðurskurð. Að hennar mati telst Sjálfstæðisflokkurinn til „auðvaldsins“ og raunar Miðflokkurinn og Viðreisn líka. Af þeim sökum útilokar Sósíalistaflokkurinn að fara í ríkisstjórnarsamstarf með þeim flokkum.
„Auðvaldið verður aldrei okkar samstarfsmaður,“ segir Katrín í viðtali í Kosningastundinni.
Sósíalisminn kæfður í kalda stríðinu
Að sögn Katrínar hefur sósíalismi ekki verið upp á borðum í nútíma stjórnmálum vegna þess að hann hafði verið „kæfður í kalda stríðinu“. „Hann var bara kæfður í kalda stríðinu. Það var bara út af þessum kalda stríðs árum þegar menn litu á austrið sem algjöran fjandmann... allt í einu mátti ekki segja orðið sósíalismi.“
Að mati Katrín og flokksmanna hennar tilheyra allir þeir flokkar sem nú sitja á Alþingi og bjóða fram …
Athugasemdir