Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Auðvaldið verður aldrei okkar samstarfsmaður“

Katrín Bald­urs­dótt­ir, odd­viti Sósí­al­ista­flokks­ins í Reykja­vík Suð­ur, seg­ir að Sósí­al­ista­flokk­ur­inn sé bú­inn að reikna út hversu mikl­ar tekj­ur hann þarf til þess að standa við lof­orð sín og hvernig hann ætl­ar að nálg­ast slík­ar tekj­ur en vill hins veg­ar ekki gefa upp hver upp­hæð­in er, það væri „fá­rán­legt“. Hún seg­ir Sósí­al­ista­flokk­inn ætla að byggja upp sinn eig­in fjöl­mið­il, leggja af styrki til fjöl­miðla í gegn­um rit­stjórn­ir og styrkja frek­ar blaða­menn í að fjalla um það sem flokkn­um finnst „þess virði“. Þá ætl­ar flokk­ur­inn sér einnig að setja á fót and-spill­inga­stofn­un.

Katrín Baldursdóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður, segir fylgi Sósíalistaflokksins gefa til kynna að kjósendur séu að kalla eftir sósíalisma. Sömuleiðis segir hún að ef Sjálfstæðisflokkurinn og „nýfrjálshyggju hægri flokkarnir komist að“ muni þeir boða niðurskurð. Að hennar mati telst Sjálfstæðisflokkurinn til „auðvaldsins“ og raunar Miðflokkurinn og Viðreisn líka. Af þeim sökum útilokar Sósíalistaflokkurinn að fara í ríkisstjórnarsamstarf með þeim flokkum. 

„Auðvaldið verður aldrei okkar samstarfsmaður,“ segir Katrín í viðtali í Kosningastundinni. 

Sósíalisminn kæfður í kalda stríðinu

Að sögn Katrínar hefur sósíalismi ekki verið upp á borðum í nútíma stjórnmálum vegna þess að hann hafði verið „kæfður í kalda stríðinu“. „Hann var bara kæfður í kalda stríðinu. Það var bara út af þessum kalda stríðs árum þegar menn litu á austrið sem algjöran fjandmann... allt í einu mátti ekki segja orðið sósíalismi.“

Að mati Katrín og flokksmanna hennar tilheyra allir þeir flokkar sem nú sitja á Alþingi og bjóða fram …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kosningastundin

Guðmundur Ingi: Atkvæði greitt VG sé atkvæði greitt gegn hægri stjórn
FréttirKosningastundin

Guð­mund­ur Ingi: At­kvæði greitt VG sé at­kvæði greitt gegn hægri stjórn

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son um­hverf­is­ráð­herra geng­ur sátt­ur frá borði þótt Vinstri græn hafi ekki náð mik­il­væg­um mál­efn­um í gegn. Helst sér hann eft­ir mið­há­lend­is­þjóð­garð­in­um en mun halda bar­átt­unni áfram og seg­ir lofts­lags­mál­in vera stærstu verk­efn­in á kom­andi kjör­tíma­bili. Þar þarf að grípa til að­gerða í at­vinnu­líf­inu og friða bæði hluta af landi og hafi.
Kristrún: „Það er ekki gott að hér verði einhvers konar samfélagsrof“
ViðtalKosningastundin

Kristrún: „Það er ekki gott að hér verði ein­hvers kon­ar sam­fé­lags­rof“

Kristrún Frosta­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík suð­ur, seg­ir að hún hafi alltaf ver­ið jafn­að­ar­mað­ur í hjarta sínu þó hún hafi starf­að fyr­ir Við­skipta­ráð og fjár­mála­fyr­ir­tæki. Hún seg­ir að mik­il­vægt sé að efna­mik­ið fólk greiði meira til sam­fé­lags­ins og rök­styð­ur stór­eigna­skatta sem rétt­læt­is­mál og góða hag­stjórn.
Upplifði skort á heiðarleika í viðræðum við Katrínu síðast
FréttirKosningastundin

Upp­lifði skort á heið­ar­leika í við­ræð­um við Katrínu síð­ast

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir þing­mað­ur svar­ar í Kosn­inga­stund­inni fyr­ir stefnu og fer­il Pírata. Hún sér fyr­ir sér marga mögu­leika á rík­is­stjórn­ar­mynd­un, þrátt fyr­ir að úti­loka tvo flokka og setja skil­yrði um nýja stjórn­ar­skrá. Hún seg­ist hafa haft trú á Katrínu Jak­obs­dótt­ur fyr­ir síð­ustu stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur.
Bjarni Benediktsson sem forsætisráðherra er fyrsta tilboð Sjálfstæðisflokksins
FréttirKosningastundin

Bjarni Bene­dikts­son sem for­sæt­is­ráð­herra er fyrsta til­boð Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Birg­ir Árm­ans­son, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, svar­ar fyr­ir stefnu og fer­il flokks­ins í Kosn­inga­stund­inni. Hann ver ráð­herra flokks­ins, heit­ir áherslu á skatta­lækk­an­ir og seg­ir kosn­ingalof­orð­in fjár­magn­ast með hag­vexti. Flokk­ur­inn mun gera upp­haf­lega kröfu um að formað­ur­inn Bjarni Bene­dikts­son verði for­sæt­is­ráð­herra í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um.
Þorgerður Katrín varar við íhalds-hægri stjórn
FréttirKosningastundin

Þor­gerð­ur Katrín var­ar við íhalds-hægri stjórn

Við­reisn tel­ur að teng­ing krónu við evru sé besta og fljót­virk­asta tæk­ið sem hægt er að beita í hag­stjórn­ar­mál­um til að bæta hag al­menn­ings og fyr­ir­tækja. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, gagn­rýn­ir sitj­andi rík­is­stjórn fyr­ir kyrr­stöðu og vörð um sér­hags­muni. Hún vill færa stjórn­mál­in inn á hina frjáls­lyndu miðju.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár