Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vinkonan stígur fram vegna orða Kolbeins og segir söguna alla

Jó­hanna Helga Jens­dótt­ir seg­ist hafa ver­ið með áverka í nokkr­ar vik­ur eft­ir að hafa hitt lands­liðs­mann­inn Kol­bein Sig­þórs­son og orð­ið fyr­ir því sem hann neit­ar að hafi ver­ið of­beldi.

Vinkonan stígur fram vegna orða Kolbeins og segir söguna alla
Jóhanna Helga Jensdóttir Birti yfirlýsingu á Facbeook um árás Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, haustið 2017, sem hann sagði ekki hafa verið ofbeldi. Mynd: Facebook / Jóhanna Helga Jensdóttir

„Þetta kvöld veittist Kolbeinn Sigþórsson að mér með þeim afleiðingum að ég hlaut áverka og það sá á mér í nokkrar vikur á eftir,“ segir Jóhanna Helga Jensdóttir, sem stödd var á skemmtistaðnum B5 haustið 2017, þegar knattspyrnulandsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson kom að og sýndi á sér hegðun sem hann neitaði í gær að hefði verið ofbeldi.

Sama kvöld er Kolbeinn sagður hafa veist að Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur. Báðar konurnar lögðu fram kæru á hendur Kolbeini, báðar segjast þær hafa fengið afsökunarbeiðni og bætur frá honum. Í viðtali við RÚV á dögunum greindi Þórhildur Gyða frá samskiptum sínum við KSÍ vegna málsins og þar lýsti hún atvikum með þessum hætti: „Hann grípur sem sagt í klofið á mér. Síðan á sér stað líkamsárás aðeins seinna þar sem hann tekur mig hálstaki í stutta stund. Þar sem það skarst annar einstaklingurinn inn í. Ég var með áverka í tvær til þrjár vikur eftir hann. Strax daginn eftir fæ ég áverkavottorð og fer síðan niður á lögreglustöð og legg fram kæru. Við vorum tvær sem urðum fyrir því sama af hans hálfu þetta umrædda kvöld og við fórum saman að kæra.“ 

Kolbeinn sagði í yfirlýsingu í gær að hann kannaðist ekki við að hafa beitt ofbeldi, þótt hegðun hans hefði ekki verið „til fyrirmyndar“. „Ég kannaðist ekki við að hafa áreitt þær eða beitt ofbeldi og neitaði sök. Hegðun mín var hins vegar ekki til fyrirmyndar og baðst ég afsökunar á henni,“ sagði í yfirlýsingu hans. Kolbeinn sagði þar frá því að henni hefði greitt Stígamótum þrjár milljónir króna auk greiðslu til stúlknanna sem kvörtuðu undan honum. Jóhanna Helga hafnar atburðalýsingu hans í yfirlýsingu sem hún birti á Facebook rétt í þessu.

„Ég hef aldrei rætt þetta mál opinberlega og er ástæðan sú að Kolbeinn gekkst við því sem hann gerði, baðst afsökunar og iðraðist að ég taldi. Fyrir það var hann í mínum huga maður að meiri,“ segir Jóhanna Helga. „Í gær kvað hins vegar við nýjan tón hjá Kolbeini er hann sendi frá sér yfirlýsingu og neitaði að hafa brotið á okkur. Ef hann beitti engan ofbeldi, hvers vegna bauð hann fram sáttagreiðslu og styrkti Stígamót sem beita sér gegn hvers konar kynbundnu ofbeldi. Hvar dregur Kolbeinn línuna á því „að vera til fyrirmyndar“ og að beita ofbeldi?“

Yfirlýsing Jóhönnu Helgu Jensdóttur í heild

Að gefnu tilefni

Vegna yfirlýsingar sem Kolbeinn Sigþórsson sendi frá sér til fjölmiðla, þann 1. september s.l., sé ég mér ekki annað fært en að stíga fram og tjá mig um mál sem fram að þessu var lokið af minni hálfu.

Ég er títtnefnda „vinkonan“

Föstudagskvöldið 15. september 2017 var ég ásamt fleirum á skemmtistaðnum b5. Þetta kvöld veittist Kolbeinn Sigþórsson að mér með þeim afleiðingum að ég hlaut áverka og það sá á mér í nokkrar vikur á eftir. Þetta umrædda kvöld hafði Kolbeinn áður veist að Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, eins og ítrekað hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarna daga.

Ég fór með málið í hefbundið ferli og lagði fram kæru hjá lögreglu. Skömmu síðar fáum við Þórhildur boð frá lögmanni um að skrifa undir þagnarskyldusamning. Það skyldi vera gegn greiðslu upp á 300.000 kr. Ég afþakkaði þetta boð og málið hélt áfram í hefðbundnum farvegi hjá lögreglu. 

Skömmu síðar hafði annar lögmaður samband við mig til þess að reyna að leita sátta. Við tóku nokkrir fundir þar sem farið var yfir stöðu mála og á einum þeirra komu fram tillögur að mögulegum sáttum. Kolbeinn bauð okkur Þórhildi, hvorri fyrir sig 1.500.000 kr í sáttagreiðslu. Við samþykktum það með þeim fyrirvara að hann myndi gangast við brotum sínum gegn okkur, augliti til auglits og biðja okkur afsökunar á hegðun sinni og framferði þetta kvöld. Þá settum við það sem skilyrði hann myndi einnig gefa 3.000.000 kr til Stígamóta, sem er eins og flestir vita ráðgjafar- og fræðslumiðstöð sem berst gegn kynferðisofbeldi. Þótti okkur Þórhildi það afar viðeigandi í ljósi þess sem gerðist umrætt kvöld.

Kolbeinn var á þessum tíma upptekinn í verkefnum erlendis og hafði ekki tök á að koma til landsins. Úr varð að ég, Þórhildur Gyða, faðir minn og lögmaður Kolbeins flugum út á sáttarfund.  Á þeim fundi gekkst Kolbeinn við brotum sínum, sýndi iðrun og bað okkur innilega afsökunar. Það var upplifun mín á þessum tíma að Kolbeinn væri einlægur í afsökunarbeiðni sinni, hann sæi eftir því sem hann gerði og því skildum við „sátt“ og ég taldi málinu lokið af minni hálfu.

Ég hef aldrei rætt þetta mál opinberlega og er ástæðan sú að Kolbeinn gekkst við því sem hann gerði, baðst afsökunar og iðraðist að ég taldi. Fyrir það var hann í mínum huga maður að meiri.  

Í gær kvað hins vegar við nýjan tón hjá Kolbeini er hann sendi frá sér yfirlýsingu og neitaði að hafa brotið á okkur. Ef hann beitti engan ofbeldi, hvers vegna bauð hann fram sáttagreiðslu og styrkti Stígamót sem beita sér gegn hvers konar kynbundnu ofbeldi. Hvar dregur Kolbeinn línuna á því „að vera til fyrirmyndar“ og að beita ofbeldi? 

Ég vil taka það skýrt fram að Stígamót komu ekki nálægt þessu máli á neinn hátt, heldur fannst okkur, í kjölfar þess sem gerðist, viðeigandi að peningurinn færi þangað. Það er því ekki rétt að Kolbeinn hafi greitt 3 milljónir til Stígamóta að eigin frumkvæði eins og kemur fram í yfirlýsingu hans, en hann sættist á það.

Eins og ég sagði hér að ofan þá ætlaði ég aldrei að stíga fram, en rétt skal vera rétt. Ég mun ekki tjá mig meira um þetta mál, þar sem því er lokið af minni hálfu, en sannleikurinn skal vera í fyrirrúmi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár