Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þjófagengi í Vesturbænum athafnar sig á myndbandi

Íbú­ar á Granda­vegi 42 leita að upp­lýs­ing­um um þjófa sem at­höfn­uðu sig í mak­ind­un­um í bíla­kjall­ara.

Innbrotsþjófar á Grandavegi Myndbandið er frá íbúum á Grandavegi 42 og er birt í Facebook-hópi Vesturbæjar.

Íbúar í nýlegum fjölbýlishúsum á Grandavegi 42 leita að upplýsingum um þjófagengi sem lét til skarar skríða í bílakjallara hússins. 

Grandavegur 42Þjófarnir fóru um kjallara fjölbýlis við Grandaveg 42 sem hér sést við sjávarsíðuna.

Gengið, sem telur tvo karlmenn og eina konu, sést á myndbandi athafna sig í makindum sínum. Fólkið braut rúður í bifreiðum og er meðal annars sakað um að hafa stolið Macbook Pro fartölvu, Louis Vuitton tösku og meiru frá fleiri en einum íbúa.

„Brotið var að sjálfsögðu kært til lögreglu og við höfum verið í daglegum samskiptum við hana. Ég bið ykkur um að hafa augun opin fyrir þessum einstaklingum og einnig þeim munum sem var stolið inná helstu sölusíðum,“ segir íbúi í blokkinni í Facebook-hópi Vesturbæjar þar sem myndbandinu er dreift.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár