Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Peningar gera mig aldrei vitlausan“

Ragn­ar Guð­jóns­son greiddi hæstu skatta í Garða­bæ og er næ­stefst­ur á heild­arlist­an­um yf­ir alla lands­hluta.

„Peningar gera mig aldrei vitlausan“

Ragnar, þú ert í öðru sæti á tekjulistanum. Hvernig blasir það við þér?

Ég veit ekki hvernig stendur á því. 

Veistu ekki hvernig stendur á því?

Nei, ég er ekki með neinar tekjur. 

Nei, það er reyndar rétt, þú ert ekki með neinar tekjur en þú ert með svakalegar fjármagnstekjur, ég kann varla við að taka þetta fram, þú ert með 1,6 milljarða í fjármagnstekjur, þannig að heildarárstekur þínar eru rúmlega 1,6 milljarðar. 

Jájá. 

Hvernig finnst þér að vera í öðru sæti?

Mér er alveg sama, ég verð aldrei vitlaus af peningum. Þetta er bara af því að ég veiktist svo mikið og ég seldi útgerðina. Ég fékk krabbamein og er nú orðinn 76 ára gamall og hugsaði með mér að þetta væri komið nóg. Ég bara seldi þetta allt saman, þetta helvítis drasl. 

Þetta helvítis drasl?

Nei, ég segi svona. Ég seldi bátinn og mennirnir fylgdu bara með honum. 

Ég skil þig. Var þetta orðið svo mikið vesen í lokin?

Nei, það er bara þegar maður er orðinn svona fullorðinn og hættur, ég var hættur á sjónum, sko. Strákurinn minn var skipstjóri á bátnum. Hann er þarna fyrir vestan. Þeir sem keyptu hann gera bátinn enn þá út og mennirnir eru á honum sem voru á honum. 

Það er nú gott. 

Þess vegna fékk ég þetta. Ég átti svo mikið í þessu, ég er búinn að gera út í 50 ár. Ég er búinn að gera út síðan 1975. 

Hvaða útgerð er þetta eiginlega?

Hún heitir Esjar ehf.

En hvað ætlar þú að gera við 1,6 milljarða?

Ég geri bara ekkert við þetta. Þetta er bara þarna og peningar gera mig aldrei vitlausan. Aldrei nokkurn tímann. 

En ætlaru ekki að kaupa þér neitt?

Ég þarf nú að borga þarna í fjármagnstekjuskatt 358 milljónir. 

Það er svolítið mikið.

Það er ekkert mikið þegar þú hefur svona mikið út úr því. Þetta er búið að safnast saman hjá mér allan þennan tíma. Ég hef ekki farið í sumarfrí eða nokkurn skapaðan hlut. 

„Ég hef ekki farið í sumarfrí eða nokkurn skapaðan hlut“ 

Aldrei farið í sumarfrí?

Aldrei. Svo þegar ég er búinn að eignast alla þessa peninga núna þá kann ég ekkert að nota þá. Kann ekkert að lifa, kann ekkert að fara í sumarfrí og ekki neitt. Ég sit bara hérna í stólnum og er að tala við þig. 

En viltu ekki fara og kaupa þér eitthvað?

Neineinei. Ég kaupi mér ekkert. 

Ekki neitt?! Ekki bíl eða hús eða neitt?

Ég hef alltaf átt bíl. Við höfum alltaf átt hús og bíl, við höfum alltaf átt það. Sérstaklega þegar maður bjó úti á landi svona lengi, þá átti maður alltaf hús og við eigum það enn þá í dag. 

Hvar voruð þið?

Á Rifi á Hellissandi. Þið voruð að tala við hann Tona um daginn, hann Tona tólf prósent. Þið voruð að tala við hann um daginn. 

Tona tólf prósent?

Nei, ég kalla hann það. Hann var hæstur á Snæfellsnesinu. 

Jájájájá hann. Já, er hann kallaður Toni 12 prósent?

Nei, ég segi svona, hann átti 12 prósent í útgerðinni með mér. Þess vegna fékk hann svona mikið, 200 og eitthvað. Svo er hann náttúrlega með svakaleg laun líka. 

Já, það er ágætt að gefa þessu fólki einhver laun. 

Já, hann hefur alltaf verið með góð laun. Og alltaf borgað mikið af sköttum. Ég gerði það líka á sínum tíma. 

Jæja, þannig að þú veist ekkert hvað þú ætlar að gera við alla þessa peninga? Ég mæli með því að þú kaupir þér eitthvað fallegt. 

Ég get allavega sofið fyrir þeim. 

Það er nú gott. Ég vona að maður sofi þegar maður á 1,6 milljarða. 

Jájá, þetta er bara tala fyrir mér, ekkert meira. Mér finnst bara ágætt að vera svona þenkjandi. Sumir verða vitlausir ef þeir eignast pening og fara bara illa út úr því. 

Þú ætlar ekki að gera það.

Nei, það eru alveg hreinar línur, vina mín. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samtöl við skattakónga

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár