Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Peningar gera mig aldrei vitlausan“

Ragn­ar Guð­jóns­son greiddi hæstu skatta í Garða­bæ og er næ­stefst­ur á heild­arlist­an­um yf­ir alla lands­hluta.

„Peningar gera mig aldrei vitlausan“

Ragnar, þú ert í öðru sæti á tekjulistanum. Hvernig blasir það við þér?

Ég veit ekki hvernig stendur á því. 

Veistu ekki hvernig stendur á því?

Nei, ég er ekki með neinar tekjur. 

Nei, það er reyndar rétt, þú ert ekki með neinar tekjur en þú ert með svakalegar fjármagnstekjur, ég kann varla við að taka þetta fram, þú ert með 1,6 milljarða í fjármagnstekjur, þannig að heildarárstekur þínar eru rúmlega 1,6 milljarðar. 

Jájá. 

Hvernig finnst þér að vera í öðru sæti?

Mér er alveg sama, ég verð aldrei vitlaus af peningum. Þetta er bara af því að ég veiktist svo mikið og ég seldi útgerðina. Ég fékk krabbamein og er nú orðinn 76 ára gamall og hugsaði með mér að þetta væri komið nóg. Ég bara seldi þetta allt saman, þetta helvítis drasl. 

Þetta helvítis drasl?

Nei, ég segi svona. Ég seldi bátinn og mennirnir fylgdu bara með honum. 

Ég skil þig. Var þetta orðið svo mikið vesen í lokin?

Nei, það er bara þegar maður er orðinn svona fullorðinn og hættur, ég var hættur á sjónum, sko. Strákurinn minn var skipstjóri á bátnum. Hann er þarna fyrir vestan. Þeir sem keyptu hann gera bátinn enn þá út og mennirnir eru á honum sem voru á honum. 

Það er nú gott. 

Þess vegna fékk ég þetta. Ég átti svo mikið í þessu, ég er búinn að gera út í 50 ár. Ég er búinn að gera út síðan 1975. 

Hvaða útgerð er þetta eiginlega?

Hún heitir Esjar ehf.

En hvað ætlar þú að gera við 1,6 milljarða?

Ég geri bara ekkert við þetta. Þetta er bara þarna og peningar gera mig aldrei vitlausan. Aldrei nokkurn tímann. 

En ætlaru ekki að kaupa þér neitt?

Ég þarf nú að borga þarna í fjármagnstekjuskatt 358 milljónir. 

Það er svolítið mikið.

Það er ekkert mikið þegar þú hefur svona mikið út úr því. Þetta er búið að safnast saman hjá mér allan þennan tíma. Ég hef ekki farið í sumarfrí eða nokkurn skapaðan hlut. 

„Ég hef ekki farið í sumarfrí eða nokkurn skapaðan hlut“ 

Aldrei farið í sumarfrí?

Aldrei. Svo þegar ég er búinn að eignast alla þessa peninga núna þá kann ég ekkert að nota þá. Kann ekkert að lifa, kann ekkert að fara í sumarfrí og ekki neitt. Ég sit bara hérna í stólnum og er að tala við þig. 

En viltu ekki fara og kaupa þér eitthvað?

Neineinei. Ég kaupi mér ekkert. 

Ekki neitt?! Ekki bíl eða hús eða neitt?

Ég hef alltaf átt bíl. Við höfum alltaf átt hús og bíl, við höfum alltaf átt það. Sérstaklega þegar maður bjó úti á landi svona lengi, þá átti maður alltaf hús og við eigum það enn þá í dag. 

Hvar voruð þið?

Á Rifi á Hellissandi. Þið voruð að tala við hann Tona um daginn, hann Tona tólf prósent. Þið voruð að tala við hann um daginn. 

Tona tólf prósent?

Nei, ég kalla hann það. Hann var hæstur á Snæfellsnesinu. 

Jájájájá hann. Já, er hann kallaður Toni 12 prósent?

Nei, ég segi svona, hann átti 12 prósent í útgerðinni með mér. Þess vegna fékk hann svona mikið, 200 og eitthvað. Svo er hann náttúrlega með svakaleg laun líka. 

Já, það er ágætt að gefa þessu fólki einhver laun. 

Já, hann hefur alltaf verið með góð laun. Og alltaf borgað mikið af sköttum. Ég gerði það líka á sínum tíma. 

Jæja, þannig að þú veist ekkert hvað þú ætlar að gera við alla þessa peninga? Ég mæli með því að þú kaupir þér eitthvað fallegt. 

Ég get allavega sofið fyrir þeim. 

Það er nú gott. Ég vona að maður sofi þegar maður á 1,6 milljarða. 

Jájá, þetta er bara tala fyrir mér, ekkert meira. Mér finnst bara ágætt að vera svona þenkjandi. Sumir verða vitlausir ef þeir eignast pening og fara bara illa út úr því. 

Þú ætlar ekki að gera það.

Nei, það eru alveg hreinar línur, vina mín. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samtöl við skattakónga

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár