Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Forstjóri Eskju skattakóngur Austurlands

Þor­steinn Kristjáns­son greiddi hæsta skatta á Aust­ur­landi á síð­asta ári. Hæst­ar tekj­ur hafði Svana Guð­laugs­dótt­ir á Eski­firði.

Forstjóri Eskju skattakóngur Austurlands
Greiðir 41 milljón í skatta Þorsteinn Kristjánsson forstjóri Eskju er skattakóngur Austurlands.

Þorsteinn Kristjánsson, forstjóri Eskju á Eskifirði, hafði 121,5 milljónir króna í heildarárstekjur og er skattakóngur Austurlands árið 2020. Þorsteinn greiddi tæpa 41 milljón króna í skatta á síðasta ári. Þar af voru 19,5 milljónir króna tekjuskattur og 11,4 milljónir fjármagnstekjuskattur, auk 10 milljóna króna í útsvar. Af tekjum Þorsteins voru 52 milljónir króna fjármagnstekjur.

Fram til ársins 2019 birtu skattayfirvöld lista yfir þá sem greiddu hæstu skatta í tilteknum landshlutum og sveitarfélögum, en því var hætt við síðustu birtingu tekjuskráa.

Þorsteinn var þó ekki tekjuhæstur íbúa Austurlands á síðasta ári, þrátt fyrir að hann hafi greitt manna mest í skatta. Svana Guðlaugsdóttir á Eskifirði hafði hæstar tekjur íbúa Austurlands árið 2020. Svana hafði 137 milljónir tæpar í árstekjur á síðasta ári og þar af voru 115 milljónir króna fjármagnstekjur. Á síðasta ári seldi Svana Rafmagnsverkstæði Andrésar á Eskifirði til fyrirtækisins Rafeyrar á Akureyri. Eiginmaður Svönu, Andrés Elísson, stofnaði fyrirtækið árið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2021

Samtöl við skattakónga
ViðtalTekjulistinn 2021

Sam­töl við skattakónga

Þau sem eru hluti af 1 pró­sent tekju­hæstu Ís­lend­ing­un­um sam­kvæmt álagn­inga­skrá eiga marg­ar og mis­mun­andi sög­ur að baki, bæði af sigr­um og sorg­um. Stund­in ræð­ir við nokk­ur þeirra. „Svo þeg­ar ég er bú­inn að eign­ast alla þessa pen­inga núna þá kann ég ekk­ert að nota þá,“ seg­ir næst­hæsti skatt­greið­andi á land­inu. „Það má and­skot­inn vita hvað verð­ur gert við þetta,“ seg­ir skattakóng­ur að vest­an.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár