„Ofbeldi? Þetta er ekki ofbeldi, þetta eru bara skemmdarverk.“ Þetta segir Halla, aðalpersóna myndarinnar Kona fer í stríð, í túlkun Halldóru Geirharðsdóttur. Hún ræðir við tvíburasystur sína, sem einnig er leikin af Halldóru, um skemmdarverk sem Halla hefur unnið á háspennulínum við álverið í Straumsvík, en systirin veit ekki að þar hafi hún verið að verki.
„Þetta eru öfgar og öfgar ala af sér öfgar,“ svarar systirin. „Sá sem bregður sverði mun fyrir sverði falla.“
„En ég meina, það hefur enginn slasast, annar en landið okkar og jörðin,“ svarar Halla.
„Þetta er samt auðvitað ekki leiðin til að leysa þessi mál, sko,“ segir systirin, sem er jógakennari og nýaldarhugsuður.
„Heldur hvað, sitja í einhverju klaustri og íhuga? Hverju breytir það?“
„Það breytir allavega mér og þar með vonandi öllum heiminum,“ segir systirin.
Myndin, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar eftir handriti hans og Ólafs Egilssonar, fékk góðar viðtökur þegar hún kom …
Athugasemdir