Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sósíalistar fara fram á ókeypis auglýsingatíma hjá RÚV

Gunn­ar Smári Eg­ils­son, formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar Sósí­al­ista­flokks Ís­lands, send­ir er­indi á út­varps­ráð með beiðni um aug­lýs­inga­tíma á miðl­um RÚV jafn­fæt­is við aðra flokka.

Sósíalistar fara fram á ókeypis auglýsingatíma hjá RÚV
Gunnar Smári Egilsson Einn stofnenda Sósíalistaflokks Íslands og frambjóðandi í fyrsta sæti í Reykjavík norður. Mynd: Pressphotos

Sósíalistaflokkur Íslands, sem mælst hefur með nægan stuðning á þessu ári til að ná inn á Alþingi í kosningunum í næsta mánuði, hefur sent útvarpsráði Ríkisútvarpsins formlega beiðni um að fá endurgjaldslausan auglýsingatíma á RÚV jafnfætis keyptum auglýsingum annarra stjórnmálaflokka. 

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, sendi erindið í morgun fyrir hönd flokksins. Í rökstuðningi beiðninnar er vísað til þess að sitjandi stjórnmálaflokkar á Alþingi hafi tekið ákvörðun um að stórauka fjárframlög úr ríkissjóði til flokkanna.

„Eins og ykkur er kunnugt ákváðu stjórnmálaflokkarnir sem nú eru á þingi að styrkja sjálfa sig fjárhagslega með því að færa á kjörtímabilinu 2.848 milljónir króna úr ríkissjóði í eigin sjóði, þar með talda kosningasjóði sína. Þessi ákvörðun skaðar lýðræðið þar sem hætta er á að erindi nýrra grasrótarframboða almennings muni drukkna í auglýsingum þeirra flokka sem hafa skammtað sér þessa styrki. Styrkirnir eru því í raun ekki til að örva lýðræðið heldur til að verja völd og stöðu þeirra flokka sem fyrir eru.“

Beiðnin snýr að því að „flokkurinn fái úthlutað auglýsingatíma hjá miðlum fyrirtækisins eins og meðaltal þess sem flokkarnir á alþingi kaupa, í það minnsta eins og sá flokkur sem auglýsir minnst kaupir af Ríkisútvarpinu. Fyrirkomulagið getur verið þannig að í upphafi hverrar viku fá flokkurinn úthlutað þeim tíma sem jafngildir notkun hinna flokkanna í vikunni á undan og í kosningavikunni til viðbótar þeim tíma sem flokkarnir hafa pantað í auglýsingatímum miðla Ríkisútvarpsins.“

„Það er því Ríkisútvarpinu að tjónlausu að verða við þessari beiðni“

Þá segir Gunnar Smári að fyrirkomulagið muni „ekki skaða Ríkisútvarpið á nokkurn hátt“.

„Ólíklegt er að auglýsingatímar verði uppseldir svo auglýsingar Sósíalistaflokksins munu ekki neinum tekjum burt. Það er því Ríkisútvarpinu að tjónlausu að verða við þessari beiðni,“ segir hann.

Ekki kemur fram í beiðninni hvort fyrirkomulaginu sé ætlað að gilda um aðra stjórnmálaflokka eða hvaða viðmið eigi að gilda um hverjir þeirra fái endurgjaldslausar auglýsingar.

Sósíalistaflokkur Íslands mældist með 5,4% fylgi í síðasta Þjóðarpúlsi Gallup.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár