Þegar ég var í menntaskóla, upp úr aldamótum, var sjoppa við hliðina á skólanum. Hallinn. Þar var vinsælt að lúðra í sig einni „peppó,“ sem var pepperóní-langloka hituð í örbylgjuofni. Fólk talaði um þessa pepperóníloku eins og hún væri mesta gúrmé-máltíð sem fólk komst í.
Í þessari ágætu sjoppu, sem lokaði fyrir mörgum árum, var spilakassi. Ekki svona fínn og blikkandi og tengdur við internetið eins og kassarnir í dag. Þessi var, í minningunni athugið, grár og lítill og mjög matvandur á þá seðla og klink sem fólk reyndi að troða í hann.
Eins og er oft með unglinga í menntaskóla var okkar helsta áhugamál að sjúga bjórflöskustút þar til veröldin snérist í hringi og vonandi skilaði vörum okkar á aðrar varir sem voru tilbúnar í smá sleik. Það varð hefð hjá mér og nokkrum félögum mínum að fara á föstudögum í Hallann, kaupa eina undir meðallagi-góða langloku, láta hita …
Athugasemdir