Óvissa ríkir um félag í eigu lífeyrissjóða og Íslandsbanka sem heldur utan um hlut þeirra í kísilveri PCC á Bakka. Kísilverið hefur verið gangsett að nýju eftir stöðvun frá því síðasta sumar þegar 80 var sagt upp í hópuppsögn.
Kísilverið tók til starfa vorið 2018 og hefur starfsemi þess einkennst af töfum og erfiðleikum frá upphafi og hefur fullri afkastagetu ekki verið náð. Íslenskir lífeyrissjóðir fjárfestu í verkefninu fyrir rúmlega 11 milljarða króna árið 2015, en gangvirði hlutafjár þeirra var fært niður í núll í júní í fyrra og vísað til áhrifa Covid-19 faraldursins og lækkunar heimsmarkaðsverðs á kísilmálmi.
Félagið Bakkastakkur í eigu lífeyrissjóða og Íslandsbanka heldur utan um hlut þeirra. Stærstu hluthafarnir eru Gildi, með 19 prósent, Íslandsbanki með 18 prósent og Stapi með 15 prósent. Félagið fjárfesti í forgangshlutafé PCC á árinu 2015 fyrir 18 milljónir dollara, alls …
Athugasemdir