Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Eign lífeyrissjóðanna í kísilverinu á Bakka rýrnar enn

Fé­lag í eigu líf­eyr­is­sjóð­anna og Ís­lands­banka færði nið­ur eign sína í kís­il­veri PCC á Bakka um 11,6 millj­arða. For­gangs­hluta­fé þess í ver­inu er met­ið á 0 krón­ur og virði skulda­bréfs lækk­aði um þriðj­ung. Kís­il­ver­ið hef­ur haf­ið störf aft­ur, en veru­leg­ur vafi rík­ir gangi áætlan­ir ekki eft­ir.

Eign lífeyrissjóðanna í kísilverinu á Bakka rýrnar enn
Yfirlýsing um kísilverið undirritaður Steingrímur J. Sigfússon, þá atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, undirritaði samstarfsyfirlýsingu vegna kísilversins árið 2013. Mynd: Stjórnarráðið

Óvissa ríkir um félag í eigu lífeyrissjóða og Íslandsbanka sem heldur utan um hlut þeirra í kísilveri PCC á Bakka. Kísilverið hefur verið gangsett að nýju eftir stöðvun frá því síðasta sumar þegar 80 var sagt upp í hópuppsögn.

Kísilverið tók til starfa vorið 2018 og hefur starfsemi þess einkennst af töfum og erfiðleikum frá upphafi og hefur fullri afkastagetu ekki verið náð. Íslenskir lífeyrissjóðir fjárfestu í verkefninu fyrir rúmlega 11 milljarða króna árið 2015, en gangvirði hlutafjár þeirra var fært niður í núll í júní í fyrra og vísað til áhrifa Covid-19 faraldursins og lækkunar heimsmarkaðsverðs á kísilmálmi.

Félagið Bakkastakkur í eigu lífeyrissjóða og Íslandsbanka heldur utan um hlut þeirra. Stærstu hluthafarnir eru Gildi, með 19 prósent, Íslandsbanki með 18 prósent og Stapi með 15 prósent. Félagið fjárfesti í forgangshlutafé PCC á árinu 2015 fyrir 18 milljónir dollara, alls …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár