Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Móðir fékk dæmt meðlag þrátt fyrir jafna umgengni

„Hér græddu lög­fræð­ing­ar, eng­inn ann­ar,“ seg­ir Bryn­dís Rán Birg­is­dótt­ir, kona Boga Hall­gríms­son­ar. Hér­aðs­dóm­ur stað­festi að hann þyrfti að greiða barn­s­móð­ur sinni með­lag aft­ur í tím­ann, þrátt fyr­ir sam­eig­in­lega for­sjá með barn­inu frá 2013.

Móðir fékk dæmt meðlag þrátt fyrir jafna umgengni
Bryndís Rán Birgisdóttir og Bogi Hallgrímsson Bogi þarf að greiða meðlag frá árinu 2016 þrátt fyrir jafna umgengni.

Héraðsdómur hefur úrskurðað að faðir þurfi að greiða barnsmóður sinni meðlag aftur í tímann, þrátt fyrir að barn þeirra hafi verið í sameiginlegri forsjá þeirra beggja frá árinu 2013. Samkomulag um meðlagsgreiðslur frá þeim tíma standi, þrátt fyrir munnlegt samkomulag foreldranna um jafna umgengni síðan þá og sannanlegar greiðslur föðurins vegna framfærslu barnsins.

Bryndís Rán Birgisdóttir, kona föðurins, Boga Hallgrímssonar, greinir frá þessu í færslu á Facebook í dag. „Það er ekkert í kerfinu sem grípur fólk í okkar stöðu, hvergi á leiðinni er eitthvað sem stoppar af þetta óréttlæti,“ skrifar hún. „Alls staðar löbbuðum við á veggi og svörin sem við fengum yfirleitt á þá leið að svona eru jú bara lögin. Skiptir þá engu sú augljósa staðreynd að barnið hafði allt frá sambúðarslitum verið í jafnri umgengni við móður og föður og öllum kostnaði skipt á milli beggja foreldra.“

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði fjárnám hjá Boga að kröfu barnsmóðurinnar í nóvember á síðasta ári, en þá var enn sameiginleg forsjá með barninu að sögn Bryndísar og Boga. Héraðsdómur hefur nú úrskurðað að aðfarargerð sýslumannsins verði breytt þannig að hann þurfi að greiða barnsmóður sinni 884.975 krónur vegna gjaldfallins meðlag. Barnsmóðirin hafði krafið Boga um 3 milljónir en dómurinn taldi hluta af kröfunni hafa fyrnst.

„Hún beið í 7 ár og krafði okkur þá um milljónir“

„Við höfum aldrei og munum líklega aldrei fá að vita af hverju barnsmóðirin lagði upp í þessa vegferð,“ skrifar Bryndís. „Aldrei hefur verið hægt að sýna fram á að við höfum ekki staðið við okkar skuldbindingar, fyrir utan þá staðreynd að Bogi hefur ekki greitt meðlag síðan þau skildu í árslok 2013. Vissulega er það satt en ekki af því að Bogi sveikst undan skyldum sínum, það var bara samið um annað fyrirkomulag. Barnsmóðirin hafði á hvaða tímapunkti sem er frá því að sambúðaslitapappírar voru undirritaðir til að krefjast meðlags. En hún beið í 7 ár og krafði okkur þá um milljónir.“

Segir glufur í kerfinu misnotaðar

Bryndís segir málið vera það fyrsta sinnar tegundar sem fer fyrir dómstóla á Íslandi. „Ég ætla ekki að staðhæfa að aldrei áður hafi lögheimilisforeldri farið þessa leið að rukka inn meðlag, líklega er fullt af fólki þarna úti sem hefur lent í svipaðri stöðu og þá annaðhvort greitt þegjandi og hljóðalaust eða orðið gjaldþrota. Ofbeldi lögheimilisforeldris er löngu orðið þekkt í okkar samfélagi og birtingarmyndin oftast tálmun og/eða fjárkúgun. Á meðan þessar glufur eru í kerfinu þá mun alltaf vera til fólk sem notfærir sér það sem er ekkert annað að misnotkun á lögunum. Réttast væri að þessi misnotkun væri refsiverð en í staðinn samþykkir kerfið það. Er ekki löngu orðið tímabært að stöðva þessa tegund af ofbeldi?“ skrifar hún.

„Hér græddu lögfræðingar, enginn annar“

Hún segir það mikinn létti að þau hafi ekki þurft að greiða 3 milljónir eins og upphaflega krafan var, heldur lægri upphæð. Við hana bætist svo lögfræðikostnaður, sem báðir deiluaðilar þurfa að greiða. „Hér græddu lögfræðingar, enginn annar,“ skrifar Bryndís. „Í hinum fullkomna heimi hefði málið verið látið niður falla, enda galið í alla staði. En við vissum áður en út í þetta var farið að það væri borin von, enda lögin ekki með okkur. Þessir peningar eiga vissulega að fara til barnsins en við munum líklega aldrei vita hvort þeir einhvern tímann rötuðu þangað.“

„Ætli þetta hafi allt verið þess virði?“

Bryndís segir að daginn eftir að dómurinn féll í maí hafi þeim borist bréf frá sýslumanni þar sem kröfum barnsmóðurinnar um tvöfalt meðlag ár aftur í tímann hafi verið hafnað. „Ætli þetta hafi allt verið þess virði? Allur skaðinn sem þetta hefur valdið til langs tíma, sálarlíf allra sem búið er að setja á útsölu fyrir einhverjar krónur?“

Atlaga að heimili og fjölskyldulífi

„Við erum sátt með þá lendingu sem málið okkar fékk og göngum sátt frá borði,“ skrifar Bryndís. „Atlaga var gerð að heimili okkar og fjölskyldulífi. Við tókum ákvörðun að samþykkja ekki þetta ofbeldi og fara með þetta fyrir dómstóla. Við stöndum upprétt og sterkari sem aldrei fyrr. Við erum viðbúin næstu árásum eins og við höfum verið síðasta árið.“

Loks vill hún þakka öllum þeim sem létu sig málið varða, en hún hafði áður skrifað um það á Facebook. „Þetta mál nefninlega snertir ekki bara okkur, heldur ótal aðra sem lenda í ósanngjörnum meðlagsinnheimtum,“ skrifar Bryndís að lokum. „Við erum ekki þau fyrstu og ekki þau síðustu sem berjumst með kerfið á móti okkur. Takk fyrir allan ykkar stuðning, fallegu skilaboðin, símtölin og heimsóknirnar. Þetta skipti okkur allt miklu máli.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár