Netflix-þættirnir Katla, úr smiðju Baltasars Kormáks, mælist vel fyrir hjá Íslendingum samkvæmt könnun fyrirtækisins Prósent. Samkvæmt henni hafa 36 prósent séð alla þættina og 20 prósent til viðbótar eru búnir að sjá hluta þáttaraðarinnar.
Meirihlutinn taldi þættina góða. Alls 78 prósent þeirra sem höfðu séð þá sögðu þá góða en fimmtán prósent sögðu þá vera hvorki góða né slæma. Um það bil sjö prósent sögðu þá hins vegar slæma. Prósent segir Íslendinga hafa gefið þáttunum samanlagt fjórar stjörnur af fimm.
Athugasemdir