Stundin ræddi við þingmenn, núverandi og fyrrverandi, pólitíska starfsmenn í ráðuneytum, svo sem aðstoðarmenn ráðherra, og fólk sem hefur gegnt áhrifastöðum í stjórnkerfinu. Nær allir nefndu sömu hagsmunasamtökin þegar spurt var hverjir væru sterkustu hagsmunahóparnir á Íslandi: Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð, Bændasamtökin og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Þarna væru mestu peningarnir, besta skipulagið og líklega mesti árangurinn.
Athygli vakti að fáir nefndu í þessu samhengi samtök launþega, eins og Alþýðusamband Íslands, sem sjálft segist hafa náð gríðarlegum árangri í hagsmunagæslu fyrir launþega. Þeir hagsmunir eru þó almennari, enda hagsmunir allra launþega augljóslega dreifðari en hagsmunir fyrirtækjaeigenda.
Einn viðmælandinn velti því upp hvernig skilgreina ætti hagsmunahópa; ef það væru bara allir hópar sem hefðu einhver baráttumál væru samtök um nýja stjórnarskrá líklega sá hópur sem mest áhrif hefðu haft á stjórnmálaumræðuna, en sú barátta væri hugmyndafræðileg, snerist ekki um peninga, líkt og hagsmunabarátta fyrirtækjaeigenda.
Milljarður í hagsmunagæslu
Kostnaðurinn við að halda úti …
Athugasemdir