Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hagsmunaverðir á Íslandi kortlagðir

Ís­landi er að miklu leyti stjórn­að af hags­muna­hóp­um, sagði seðla­banka­stjóri. For­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins tel­ur sam­fé­lagsum­ræðu oft hverf­ast um hags­muni þeirra sterk­ustu. En hvaða hags­mun­ir stýra Ís­landi og hvernig fer hags­muna­bar­átt­an fram? Stund­in grein­ir stærstu og öfl­ug­ustu hags­muna­hóp­ana á Ís­landi.

Hagsmunaverðir á Íslandi kortlagðir
Eiga að standast pressu Einn þingmaður orðaði það sem svo að það væri á þeirra ábyrgð að standast þrýsting lobbíista. Margir viðmælendur töldu vel skipulagða hagsmunagæslu hafa mikil áhrif. Mynd: Pressphotos

Stundin ræddi við þingmenn, núverandi og fyrrverandi, pólitíska starfsmenn í ráðuneytum, svo sem aðstoðarmenn ráðherra, og fólk sem hefur gegnt áhrifastöðum í stjórnkerfinu. Nær allir nefndu sömu hagsmunasamtökin þegar spurt var hverjir væru sterkustu hagsmunahóparnir á Íslandi: Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð, Bændasamtökin og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Þarna væru mestu peningarnir, besta skipulagið og líklega mesti árangurinn. 

Athygli vakti að fáir nefndu í þessu samhengi samtök launþega, eins og Alþýðusamband Íslands, sem sjálft segist hafa náð gríðarlegum árangri í hagsmunagæslu fyrir launþega. Þeir hagsmunir eru þó almennari, enda hagsmunir allra launþega augljóslega dreifðari en hagsmunir fyrirtækjaeigenda. 

Einn viðmælandinn velti því upp hvernig skilgreina ætti hagsmunahópa; ef það væru bara allir hópar sem hefðu einhver baráttumál væru samtök um nýja stjórnarskrá líklega sá hópur sem mest áhrif hefðu haft á stjórnmálaumræðuna, en sú barátta væri hugmyndafræðileg, snerist ekki um peninga, líkt og hagsmunabarátta fyrirtækjaeigenda. 

Milljarður í hagsmunagæslu

Kostnaðurinn við að halda úti …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár