Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ríkasta 1 prósentið á 12 prósent auðs Íslendinga

Þau fimm pró­sent sem mest­ar eign­ir eiga á Ís­landi eiga um þriðj­ung allra eigna ein­stak­linga í land­inu. Eig­ið fé rík­asta 0,1 pró­sents­ins nem­ur 5,5 pró­sent­um af öllu eig­in fé. Rík­asta 0,1 pró­sent­ið tel­ur 240 fjöl­skyld­ur.

Ríkasta 1 prósentið á 12 prósent auðs Íslendinga
Tæplega 1.000 milljarðar í hreinni eign Ríkasta eitt prósen landsmanna átti 944 milljarða króna í heildareign í árslok 2020. Mynd: Shutterstock

Heildareignir þess eins prósents landsmanna sem mestar eignir áttu í lok ársins 2020 námu 944 milljörðum króna. Það samsvarar 12,3 prósentum af heildareign allra landsmanna. Ríkasta 0,1 prósent landsmanna átti á sama tíma 300 milljarða króna í heildareign eða 3,9 prósent. Ríkustu fimm prósent landsmanna halda á tæpum þriðjungi af heildareignum.

Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Auk þess að spyrja um heildareignir spurði Logi einnig um eigið fé og tekjur og samaburði á árabilinu 1998 til 2020.  

Svarið byggist á skattframtölum frá tímabilinu og er miðað við fjölskyldunúmer í framtölum. Þannig teljast samskattaðir einstaklingar sem ein fjölskylda og einhleypir eða einstaklingar í sambúð sem ekki telja fram saman teljast hver sem ein fjölskylda. Fyrir árið 2020 töldust 12 þúsund fjölskyldur til fimm prósenta hópsins, ríkasta eitt prósentið taldi 2.400 fjölskyldur og ríkasta 0,1 prósentið taldi 240 fjölskyldur.

Eiga 40 prósent eigin fjárs

Eigið fé þeirra fimm prósenta sem mest eiga nam í árslok síðasta árs 39,2 prósentum alls eigin fjár fólks í landinu. Alls ríflega 2.000 milljörðum króna. Eigið fé ríkasta eins prósents landsmanna nam á sama tíma 17 prósentum alls eigin fjár í landinu, samtals 902 milljörðum króna. Þeir allra auðugustu, ríkasta 0,1 prósentið, átti síðan 5,5 prósent alls eiginfjár, eða 293 milljarða.

Séu hlutföll skoðuð á árabilinu 1998 til 2020 kemur í ljós að óverulegur munur er á þeim fyrir árið 2020 miðað við hver þau voru árið 1998. Þannig nam eigið fé ríkustu fimm prósentana 38,5 prósentum alls eigin fjár árið 1998 en 39,2 prósentum nú, sem fyrr segir. Hlutallið hjá ríkasta eina prósentinu er því sem næst hið sama, 16,8 prósent árið 1998 en 17 prósent í fyrra. Ríkasta 0,1 prósentið átti 4,9 prósent alls eigin fjár árið 1998 en 5,5 prósent nú.

Hins vegar hafa þessi hlutföll sveiflast verulega á umræddu árabili. Árið 2010 áttu ríkustu fimm prósent Íslendinga þannig vel yfir helming alls eiginfjár í landinu, 56,3 prósent. Ríkasta eina prósentið átti 28,3 prósent sama ár og ríkasta 0,1 prósentið átti einn tíunda alls eigin fjár í landinu.

Fá einn fimmta af öllum tekjum

Svipaða sögu má segja af heildareignum. Sé hlutfallsleg eign hópanna þriggja árið 1998 borin saman við árið 2020 er breytingin óveruleg. Hlutföllin eru því sem næst óbreytt hjá ríkasta 0,1 prósentinu og ríkasta eina prósentinu. Árið 1998 áttu ríkustu fimm prósent landsmanna 28,3 prósent allra eigna einstaklinga en 30,2 prósent árið 2020. Rétt eins og varðandi eigið fé hefur hlutfall heildareigna sveiflast á árabilinu og var hæst í öllum flokkum árið 2007. Sú sveifla er þó minna afgerandi en varðandi eigið féð. Ríkasta 0,1 prósentið átti þannig 5,8 prósent allra eigna árið 2007, ríkasta eina prósentið 15,5 prósent og ríkustu fimm prósentin 33,1 prósent.

Séu tekjur hópanna þriggja skoðaðar kemur í ljós að ríkustu fimm prósentin fengu greitt 21 prósent allra tekna í landinu í fyrra, alls 429 milljarða króna. Sé horft til tekna án fjármagnstekna var hlutfallið 18,4 prósent. Ríkasta eina prósentið fékk til sín 8 prósent allra tekna og 5,6 prósent tekna að frádregnum fjármagnstekjum. Ríkasta 0,1 prósentið fékk greitt 2,6 prósent heildartekna en að frádregnum fjármagnstekjum var hlutfallið 1,1 prósent.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

0,1 prósentið

Hátekjufólki finnst skattarnir alltof háir
Úttekt0,1 prósentið

Há­tekju­fólki finnst skatt­arn­ir alltof há­ir

„Mað­ur borg­ar bara þessa skatta og er hund­fúll yf­ir því,“ seg­ir stjórn­ar­formað­ur fast­eigna­fé­lags sem fékk meira en millj­arð í fjár­magn­s­tekj­ur ár­ið 2017. „Hlut­verk skatts­ins á ekki að vera að jafna út tekj­ur,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri sem kall­ar eft­ir flat­ara skatt­kerfi. Tekju­há­ir Ís­lend­ing­ar sem Stund­in ræddi við hafa áhyggj­ur af því að skatt­ar dragi úr hvat­an­um til verð­mæta­sköp­un­ar og telja fjár­magn­s­tekj­ur skatt­lagð­ar of mik­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár