Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ríkasta 1 prósentið á 12 prósent auðs Íslendinga

Þau fimm pró­sent sem mest­ar eign­ir eiga á Ís­landi eiga um þriðj­ung allra eigna ein­stak­linga í land­inu. Eig­ið fé rík­asta 0,1 pró­sents­ins nem­ur 5,5 pró­sent­um af öllu eig­in fé. Rík­asta 0,1 pró­sent­ið tel­ur 240 fjöl­skyld­ur.

Ríkasta 1 prósentið á 12 prósent auðs Íslendinga
Tæplega 1.000 milljarðar í hreinni eign Ríkasta eitt prósen landsmanna átti 944 milljarða króna í heildareign í árslok 2020. Mynd: Shutterstock

Heildareignir þess eins prósents landsmanna sem mestar eignir áttu í lok ársins 2020 námu 944 milljörðum króna. Það samsvarar 12,3 prósentum af heildareign allra landsmanna. Ríkasta 0,1 prósent landsmanna átti á sama tíma 300 milljarða króna í heildareign eða 3,9 prósent. Ríkustu fimm prósent landsmanna halda á tæpum þriðjungi af heildareignum.

Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Auk þess að spyrja um heildareignir spurði Logi einnig um eigið fé og tekjur og samaburði á árabilinu 1998 til 2020.  

Svarið byggist á skattframtölum frá tímabilinu og er miðað við fjölskyldunúmer í framtölum. Þannig teljast samskattaðir einstaklingar sem ein fjölskylda og einhleypir eða einstaklingar í sambúð sem ekki telja fram saman teljast hver sem ein fjölskylda. Fyrir árið 2020 töldust 12 þúsund fjölskyldur til fimm prósenta hópsins, ríkasta eitt prósentið taldi 2.400 fjölskyldur og ríkasta 0,1 prósentið taldi 240 fjölskyldur.

Eiga 40 prósent eigin fjárs

Eigið fé þeirra fimm prósenta sem mest eiga nam í árslok síðasta árs 39,2 prósentum alls eigin fjár fólks í landinu. Alls ríflega 2.000 milljörðum króna. Eigið fé ríkasta eins prósents landsmanna nam á sama tíma 17 prósentum alls eigin fjár í landinu, samtals 902 milljörðum króna. Þeir allra auðugustu, ríkasta 0,1 prósentið, átti síðan 5,5 prósent alls eiginfjár, eða 293 milljarða.

Séu hlutföll skoðuð á árabilinu 1998 til 2020 kemur í ljós að óverulegur munur er á þeim fyrir árið 2020 miðað við hver þau voru árið 1998. Þannig nam eigið fé ríkustu fimm prósentana 38,5 prósentum alls eigin fjár árið 1998 en 39,2 prósentum nú, sem fyrr segir. Hlutallið hjá ríkasta eina prósentinu er því sem næst hið sama, 16,8 prósent árið 1998 en 17 prósent í fyrra. Ríkasta 0,1 prósentið átti 4,9 prósent alls eigin fjár árið 1998 en 5,5 prósent nú.

Hins vegar hafa þessi hlutföll sveiflast verulega á umræddu árabili. Árið 2010 áttu ríkustu fimm prósent Íslendinga þannig vel yfir helming alls eiginfjár í landinu, 56,3 prósent. Ríkasta eina prósentið átti 28,3 prósent sama ár og ríkasta 0,1 prósentið átti einn tíunda alls eigin fjár í landinu.

Fá einn fimmta af öllum tekjum

Svipaða sögu má segja af heildareignum. Sé hlutfallsleg eign hópanna þriggja árið 1998 borin saman við árið 2020 er breytingin óveruleg. Hlutföllin eru því sem næst óbreytt hjá ríkasta 0,1 prósentinu og ríkasta eina prósentinu. Árið 1998 áttu ríkustu fimm prósent landsmanna 28,3 prósent allra eigna einstaklinga en 30,2 prósent árið 2020. Rétt eins og varðandi eigið fé hefur hlutfall heildareigna sveiflast á árabilinu og var hæst í öllum flokkum árið 2007. Sú sveifla er þó minna afgerandi en varðandi eigið féð. Ríkasta 0,1 prósentið átti þannig 5,8 prósent allra eigna árið 2007, ríkasta eina prósentið 15,5 prósent og ríkustu fimm prósentin 33,1 prósent.

Séu tekjur hópanna þriggja skoðaðar kemur í ljós að ríkustu fimm prósentin fengu greitt 21 prósent allra tekna í landinu í fyrra, alls 429 milljarða króna. Sé horft til tekna án fjármagnstekna var hlutfallið 18,4 prósent. Ríkasta eina prósentið fékk til sín 8 prósent allra tekna og 5,6 prósent tekna að frádregnum fjármagnstekjum. Ríkasta 0,1 prósentið fékk greitt 2,6 prósent heildartekna en að frádregnum fjármagnstekjum var hlutfallið 1,1 prósent.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

0,1 prósentið

Hátekjufólki finnst skattarnir alltof háir
Úttekt0,1 prósentið

Há­tekju­fólki finnst skatt­arn­ir alltof há­ir

„Mað­ur borg­ar bara þessa skatta og er hund­fúll yf­ir því,“ seg­ir stjórn­ar­formað­ur fast­eigna­fé­lags sem fékk meira en millj­arð í fjár­magn­s­tekj­ur ár­ið 2017. „Hlut­verk skatts­ins á ekki að vera að jafna út tekj­ur,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri sem kall­ar eft­ir flat­ara skatt­kerfi. Tekju­há­ir Ís­lend­ing­ar sem Stund­in ræddi við hafa áhyggj­ur af því að skatt­ar dragi úr hvat­an­um til verð­mæta­sköp­un­ar og telja fjár­magn­s­tekj­ur skatt­lagð­ar of mik­ið.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár