Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Ómanneskjulegt“ ferli að verða ríkisborgari eftir að hafa búið sextán ár á Íslandi

Af­greiðsla Út­lend­inga­stofn­un­ar á um­sókn Robyn Mitchell um rík­is­borg­ara­rétt tók 20 mán­uði. Stofn­un­in krafð­ist þess með­al ann­ars að hún legði fram yf­ir­lit yf­ir banka­færsl­ur sín­ar, fram­vís­aði flug­mið­um og sendi sam­fé­lags­miðla­færsl­ur síð­ustu fimm ára til að færa sönn­ur á að hún hefði ver­ið hér á landi. „Þessi stofn­un er eins ómann­eskju­leg og hægt er að hugsa sér,“ seg­ir hún.

„Ómanneskjulegt“ ferli að verða ríkisborgari eftir að hafa búið sextán ár á Íslandi
Kröfðust kortafærslna og samfélagsmiðlafærslna Þó Robyn hefði búið á Íslandi í hátt í tvo áratugi, unnið hér og átt hér barn, tali íslensku og hafi byggt upp fyrirtæki hér á landi var það ekki nóg fyrir Útlendingastofnun. Mynd: Heida Helgadottir

Útlendingastofnun krafði konu sem búið hafði hér á landi í yfir sextán ár um korta- og bankafærslur hennar frá árinu 2014 þegar hún sótti um ríkisborgararétt. Það dugði þó ekki til þess að stofnunin sannfærðist um að konan, Robyn Mitchell, hefði búið hér á landi þennan tíma og ætti þar með rétt á að sækja um ríkisborgararétt. Robyn var því gert að senda stofnuninni samfélagsmiðlafærslur sínar til að færa sönnur á að hún hefði dvalið hér á landi í tilskilinn tíma. Engu virtist skipta þó hún hefði skilað skattskýrslum sínum, lagt fram þinglýsta leigusamninga, vottorð um að dóttir hennar hefði gengið í íslenska skóla samfleytt frá árinu 2011 og að hún talaði reiprennandi íslensku.

Robyn, sem er frá Kanada, kom fyrst til Íslands árið 2002 í frí og heillaðist af landinu. Í fríið kom hún með manninum sínum, Íslendingi sem hún hafði kynnst í Montreal árið áður. Árið 2003 stóð …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár