
Útskriftarmynd Óskars Kristins Vignissonar frá Danska kvikmyndaskólanum, Frie Mænd, hefur verið valin til þátttöku á kvikmyndahátíðinni í Cannes nú í júlí. Er þetta í fyrsta sinn í 18 ár sem útskriftarnemandi í Danska kvikmyndaskólanum kemst beint á Cannes í Cinéfondation-flokknum. Um er að ræða sérstaka stofnun innan Cannes sem hefur það að markmiði að styðja upprennandi leikstjóra. Árlega eru sýndar um 15 til 20 útskriftarmyndir sem valdar eru úr yfir 1.000 umsóknum frá kvikmyndaskólum um allan heim. Er þetta kómísk mynd um vini í vandræðum sem neyðast til að endurskilgreina frelsi og hvað það þýðir að fara eigin leiðir.
Athugasemdir