Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Blóðugur trúður með sprautunál í skopmynd Morgunblaðsins: „Þá er komið að börnunum“

Skop­mynda­teikn­ari Morg­un­blaðs­ins ákvað að túlka bólu­setn­ingar­átak stjórn­valda. Nið­ur­stað­an var tor­ræð­ur tit­ill um „merk­ing­ar­leysu mann­legr­ar til­veru“ og teikn­ing af blóð­ug­um trúði með sprautu­nál sem seg­ir að kom­ið sé að börn­un­um.

Blóðugur trúður með sprautunál í skopmynd Morgunblaðsins: „Þá er komið að börnunum“
Skopmynd Morgunblaðsins í dag Merking myndarinnar er torræð en ljóst er að gefið er til kynna að bólusetningarátakið sé hvorki áreiðanlegt né öruggt. Mynd: Davíð Þór

Skopmyndateiknari Morgunblaðsins, sem áður hefur vakið athygli með því að teikna hælisleitendur sökkva í blóðhaf og birta mynd með hlekk á ósannreynda læknismeðferð við Covid, hefur í dag verið gagnrýndur fyrir að túlka bólusetningarátak yfirvalda í líki blóðugs trúðs. „Jæja, þá er komið að börnunum,“ segir trúðurinn á teikningunni með þumalinn og stóra sprautunál á lofti. Á sprautunni er áletrað orðið „vísindi“ í gæsalöppum og undir myndinni er torræður og tómhyggjukenndur texti: „Harmrænt merkingarleysi mannlegrar tilveru“.

Einn þeirra sem tjáir sig um teikninguna er Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri. Hann vísar til Godds, rannsóknarprófessors við Listaháskólann, og ábyrgðar ritstjóra Morgunblaðsins á verkum skopteiknarans Helga Sig, í tísti sínu: „Mín kenning er sú að Davíð Oddsson sé að teikna þetta en í gegnum Helga; hann kemur með hugmyndina en Helgi teiknar. Það útskýrir þessa uncanny valley tilfinningu sem teikningarnar vekja. Þetta er alveg einstakt fyrirbæri og eitthvað sem Goddur einn getur útskýrt almennilega.“

Skopmyndateiknari Morgunblaðsins, Helgi Sig, hefur reglulega verið gagnrýndur síðustu ár fyrir myrkar og jafnvel fordómafullar skopteikningar. Árið 2015 teiknaði hann sveltandi, íslenska eldri borgara við skilti þar sem hann gaf til kynna að kostnaður við hælisleitendur væri 100 milljarðar króna. Síðar birti hann mynd af sökkvandi sýrlenskum hælisleitendum í blóðhafi ákallandi þáverandi félagsmálaráðherra Íslands, Eygló Harðardóttur, undir titlinum: „Helferðartúrismi“.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Morgunblaðið birtir efni sem ætlað er að grafa undan tiltrú á bólusetningum gegn Covid-faraldrinum. Í síðasta mánuði birti blaðið nafnlausa áróðursauglýsingu, þar sem fólk var varað við ýmsum aukaverkunum bólusetningar og hvatt til að tilkynna þær. Lyfjastofnun áréttaði í kjölfar í tilkynningu að hún hefði ekki keypt auglýsinguna. Sagði stofnunin að skilaboðin í auglýsingunni væru röng og að aukaverkanir sem þar væru tilgreindar væru óstaðfestar og jafnvel kolrangar, sem og leiðbeiningar um tilkynningar vegna aukaverkana. Eftir áréttingu Lyfjastofnunar baðst Morgunblaðið afsökunar á því að hafa ekki tilgreint hver greiddi fyrir auglýsinguna.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við Stundina í dag að undanfarið hafi verið erfiðara en áður að fá fólk til að koma í bólusetningu, en að þjóðin væri þó við það að ná hjarðónæmi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár