Danmörk fékk falleinkunn í evrópskri samantekt á akademísku frelsi í Evrópu sem gerð var árið 2017. Af 28 aðildarríkjum þess tíma höfnuðu Danir í 24. sæti. Tekið var tillit til tæplega fjörutíu mismunandi þátta sem sneru að lagaumhverfi og öðru sem hefur bein áhrif á getu fræðimanna til að sinna störfum sínum án óeðlilegra afskipta.
Nine Grønlykke Mollerup, dósent í menningarfræðum við Kaupmannahafnarháskóla, segir í viðtali við skólablaðið Uniavisen að fræðimenn verði fyrir miklu áreiti og það hafi áhrif á störf þeirra og rannsóknarefni. Sjálf rannsakar hún málefni flóttamanna. „Maður finnur ekki beint hjá sér mikla hvatningu til að stíga fram í opinbera umræðu um eldfim pólitísk mál,“ segir Mollerup.
„Ég reyni hreinlega að komast hjá því að taka að mér ákveðin rannsóknarefni. Maður verður að forgangsraða mjög varlega og nota orkuna þar sem hún nýtist best. Ég er almennt þeirrar skoðunar að fræðimenn ættu að gera meira af því …
Athugasemdir