Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þrettán hópar úr bólusetningarlottóinu bólusettir í vikunni

72,8 pró­sent lands­manna yf­ir 16 ára aldri hafa ver­ið bólu­sett með að minnsta kosti ein­um skammti. Þrett­án ár­gang­ar verða bólu­sett­ir í þess­ari viku. Í vik­unni fær tölu­verð­ur hóp­ur seinni bólu­setn­ingu af Pfizer og Moderna bólu­efni og mun því fjölga í hópi full­bólu­settra.

Þrettán hópar úr bólusetningarlottóinu bólusettir í vikunni

Þrettán árgangar verða bólusettir í þessari viku. Er þetta önnur vikan þar sem bólusett er eftir bólusetningarlottóinu, þar sem heilu árgangar karla og kvenna voru dregin úr fötu. 

72,8 prósent landsmanna yfir 16 ára aldri hafa verið bólusett með að minnsta kosti einum skammti. Til viðbótar hafa 2,2 prósent fengið COVID og með mótefni í líkamanum. Gera má ráð fyrir að hlutfallið muni hækka duglega í þessari viku þar sem stór hluti þeirra sem ekki hafa undirliggjandi sjúkdóma eða falla í einhvern forgangshóp fá boð í bólusetningu. 

Af þeim sem hafa verið bólusettir eru tæp 44 prósent sem hafa fengið fulla bólusetningu, það er tvo skammta af Pfizer, AstraZeneca eða Moderna eða einn skammt af Janssen. Í vikunni fær töluverður hópur seinni bólusetningu af Pfizer og Moderna bóluefni og mun því fjölga í hópi fullbólusettra. Þá verða karlar fæddir 1981, 1994, 2001, 2002 og konur fæddar 1976, 1979, 1993, 1997 bólusett með Janssen og verða því strax fullbólusett.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár