Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Setja skorður við greiðslum til þingmanna í framboði

End­ur­greiðsl­ur á ferða­kostn­aði til þing­manna sem gefa kost á sér til end­ur­kjörs falla nið­ur sex vik­um fyr­ir kjör­dag verði frum­varp þess efn­is sam­þykkt. Ásmund­ur Frið­riks­son yrði af tæpri hálfri millj­ón í end­ur­greiðslu, sé tek­ið mið af ferða­kostn­aði hans fyrstu fjóra mán­uði árs­ins.

Setja skorður við greiðslum til þingmanna í framboði
Yrði af miklum fjármunum Ásmundur Friðriksson gæti orðið af talsvert hárri upphæð verði frumvarpið samþykkt. Mynd: Morgunblaðið/Eggert

Réttur þingmanna til endurgreiðslna á ferðakostnaði mun falla niður sex vikum fyrir kjördag, sækist þeir eftir endurkjöri, verði frumvarp forseta Alþingis samþykkt. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins leggur til að frumvarpið verði samþykkt.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en tilgangur þess er að takmarka rétt þingmanna til endurgreiðslna á ferðakostnaði í aðdraganda þingkosninga. Með því megi tryggja betur jafnræði milli þingmanna sem sækjast eftir endurkjöri og annarra sem bjóða sig fram til Alþingis. Verði frumvarpið samþykkt munu þingmenn því ekki lengur getað fengið endurgreiddan kostnað vegna ferða sem farnar eru til að koma sér á framfæri við kjósendur. 

Miðað er við að endurgreiðslurnar falli niður sex vikum fyrir kosningar og í greinargerð er tiltekið að almennt megi ætla að á þeim tímapunkti liggi fyrir hvaða þingmenn sækist eftir endurkjöri. Leiki vafi á því hvort þingmaður sækist eftir endurkjöri er gert ráð fyrir að skrifstofa Alþingis skeri úr um rétt þingmanns. Þeir þingmenn sem ekki sækjast eftir endurkjöri munu áfram njóta þess að fá ferðakostnað sinn endurgreiddan. 

Öllu jöfnu fá alþingismenn mánaðarlega greiddar 30 þúsund krónur í fastan ferðakostnað. Þá er ferðakostnaður fyrir ferðir á fundi eða samkomur innan kjördæmis endurgreiddur, sé vegalengdin lengri en 15 kílómetrar. Sömuleiðis er kostnaður vegna ferða þingmanna milli heimilis og Reykjavíkur endurgreiddur, haldi þeir heimili í öðrum kjördæmum.

Þrír þingmenn fengið yfir milljón endurgreidda á fyrsta þriðjungi ársins

Á fyrstu fjórum mánuðum ársins fékk Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, greiddar tæpar 1,4 milljón krónur vegna ferðakostnaðar innanlands. Hann er sá þingmaður sem fékk mest endurgreitt á tímabilinu. Það jafngildir að meðaltali um 82 þúsund krónum á viku og á sex vikna tímabili 492 þúsund krónum. Ásmundur verður í framboði fyrir næstu Alþingiskosningar en hann lenti í þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í lok maí.  

Næst hæstar endurgreiðslur vegna ferðakostnaðar á fyrstu fjórum mánuðum ársins fengu Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, og Líneik Anna Sævarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. Báðar fengu þær yfir eina milljón króna endurgreidda, Bjarkey 1,1 milljón og Líneik 1 milljón og 50 þúsund. Það jafngildir tæpum 65 þúsund krónum á mánuði hjá Bjarkeyju, sem gera 388 þúsund krónur á yfir sex vikur að meðaltali. Að meðaltali fékk Líneik Anna greiddar 62 þúsund krónur á viku, um 370 þúsund krónur á sex vikum. Báðar gefa þær kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi við næstu kosningar og sitja báðar í 2. sæti á listum flokka sinna í Norðausturkjördæmi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár