***
Fyrri aukaspurning:
Hvað má sjá á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Cordelía heitir kona ein í leikriti eftir Shakespeare. Faðir hennar krefst þess að hún smjaðri fyrir sér en hún neitar og er þá sett út af sakramentinu. Hvað heitir leikrit þetta?
2. Elisabeth Bennet heitir aftur á móti kona ein í skáldsögu, sem verður ástfangin af herra Darcy. Hvað heitir sú skáldsaga?
3. Og hver skrifaði hana?
4. Trent Alexander-Arnold heitir ungur íþróttamaður. Í hvaða íþróttagrein hefur hann látið að sér kveða á undanförnum árum?
5. Um 1600 er sagt að maður að nafni Þórður hafi beðið á afskekktum stað eftir komu Odds biskups Einarssonar. Biskup lét bíða eftir sér, svo Þórður lagði af stað út í óvissu, en orti fyrst vísu þessa: „Biskups hef ég beðið með raun, / og bitið lítinn kost. / Áður en ég lagði á [HVAÐ] / át ég þurran ost.“ Hvert lá leið Þórðar?
6. Við Hagatorg í Reykjavík standa tveir skólar og kirkja á milli. Hvað heita skólarnir?
7. Hvað heita stærstu bílaverksmiðjur Suður-Kóreu?
8. Í hvaða á er hinn eini sanni Gullfoss?
9. Hvað heitir íslenska skipafélagið sem lengi hélt úti skipum sem hétu Gullfoss?
10. Óvitar heitir barnaleikrit eftir Guðrúnu Helgadóttur sem er reglulega sett upp. Þar er beitt ákveðnu „trixi“ sem þykir ganga mjög skemmtilega upp. Hvaða „trix“ er það?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað er þetta?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Lér konungur.
2. Hroki og hleypidómar, Pride and prejudice.
3. Jane Austen.
4. Fótbolta.
5. Ódáðahraun.
6. Melaskóli og Hagaskóli.
7. Hyundai.
8. Hvítá.
9. Eimskipafélagið.
10. Börn leika fullorðna, fullorðnir leika börn.
***
Svör við aukaspurningum.
Á efri myndinni má sjá „rauða blettinn“ á reikistjörnunni Júpíter.
Um er að ræða gríðarlegan storm í skýjahulu gasrisans.
Þótt bletturinn virðist lítill er þvermál hans í raun meira en þvermál Jarðarinnar.
Ekki er mælt með ferðalögum í storm þennan.
Á neðri myndinni er hins vegar hluti af fána Brasilíu.
Sjá má hann í heild hér til hliðar.
***
Athugasemdir