409. spurningaþrautin: Hér er spurt um tvær „skæruliðasveitir“

409. spurningaþrautin: Hér er spurt um tvær „skæruliðasveitir“

Hér er þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hér er ekki allt sem sýnist. Hver er karlinn á passamyndunum hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað nefnist ríkið Sri Lanka áður fyrr?

2.  Þar stóð hreyfing aðskilnaðarsinna lengi fyrir hryðjuverkum og var líka mætt af mikilli hörku af yfirvöldum í Sri Lanka. Hvað nefndist hreyfingin?

3.  Hvað heitir stærsta stjörnuþokan í nágrenni við okkar stjörnuþoku, Vetrarbrautina?

4.  Í hvaða heimsálfu er hæsta fjall Jarðar — utan Asíu?

5.  Hvað heitir forsætisráðherra Indlands?

6.  Hver vann um daginn barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir söguna Sterk, sem fjallar um transstúlku?

7.  Hvað heitir tenniskonan sem hætti á dögunum þátttöku í einu helsta tennismóti ársins vegna ágreinings um hvort henni bæri að taka þátt í blaðamannafundum? Annaðhvort fornafn eða eftirnafn hennar nægir.

8.  Hvað heitir hinn rússneskættaði eigandi fótboltafélagsins Chelsea í London?

9.  Í hvaða landi er Stórabjarnarvatn, sem er um það einn þriðji af stærð Íslands að flatarmáli?

10.  Hvað heitir skipstjórinn sem var meðal helstu manna í svonefndri „skæruliðasveit“ Samherja?

***

Seinni aukaspurning:

Konan á myndinni hér að neðan er að hefja sinn pólitíska feril um þessar myndir. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ceylon.

2.  Tígrarnir, eða Tamíl-tígrar.

3.  Andrómeda.

4.  Suður-Ameríku.

5.  Modi.

6.  Margrét Tryggvadóttir.

7.  Naomi Osaka heitir hún fullu nafni. Þið fáið sem sagt rétt fyrir hvort heldur nafnið sem er.

8.  Roman Abramovich.

9.  Kanada.

10.  Páll Steingrímsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er argentínski byltingar- og kommúnistaforinginn Che Guevara.

Þarna er þarna í dulbúningi á fölsuðu vegabréfi sem hann notaði til að komast inn til Bólivíu þar sem hann hugðist hefja uppreisn alþýðunnar, en lét raunar líf sitt.

Hann hafði þá verið handsamaður af bólivískum hermönnum og drepinn.

Á neðri myndinni er Kristrún Frostadóttir.

Hún verður í haust í framboði til þings fyrir Samfylkinguna.

***

Hér er þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár