***
Fyrri aukaspurning:
Hér er ekki allt sem sýnist. Hver er karlinn á passamyndunum hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvað nefnist ríkið Sri Lanka áður fyrr?
2. Þar stóð hreyfing aðskilnaðarsinna lengi fyrir hryðjuverkum og var líka mætt af mikilli hörku af yfirvöldum í Sri Lanka. Hvað nefndist hreyfingin?
3. Hvað heitir stærsta stjörnuþokan í nágrenni við okkar stjörnuþoku, Vetrarbrautina?
4. Í hvaða heimsálfu er hæsta fjall Jarðar — utan Asíu?
5. Hvað heitir forsætisráðherra Indlands?
6. Hver vann um daginn barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir söguna Sterk, sem fjallar um transstúlku?
7. Hvað heitir tenniskonan sem hætti á dögunum þátttöku í einu helsta tennismóti ársins vegna ágreinings um hvort henni bæri að taka þátt í blaðamannafundum? Annaðhvort fornafn eða eftirnafn hennar nægir.
8. Hvað heitir hinn rússneskættaði eigandi fótboltafélagsins Chelsea í London?
9. Í hvaða landi er Stórabjarnarvatn, sem er um það einn þriðji af stærð Íslands að flatarmáli?
10. Hvað heitir skipstjórinn sem var meðal helstu manna í svonefndri „skæruliðasveit“ Samherja?
***
Seinni aukaspurning:
Konan á myndinni hér að neðan er að hefja sinn pólitíska feril um þessar myndir. Hvað heitir hún?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Ceylon.
2. Tígrarnir, eða Tamíl-tígrar.
3. Andrómeda.
4. Suður-Ameríku.
5. Modi.
6. Margrét Tryggvadóttir.
7. Naomi Osaka heitir hún fullu nafni. Þið fáið sem sagt rétt fyrir hvort heldur nafnið sem er.
8. Roman Abramovich.
9. Kanada.
10. Páll Steingrímsson.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er argentínski byltingar- og kommúnistaforinginn Che Guevara.
Þarna er þarna í dulbúningi á fölsuðu vegabréfi sem hann notaði til að komast inn til Bólivíu þar sem hann hugðist hefja uppreisn alþýðunnar, en lét raunar líf sitt.
Hann hafði þá verið handsamaður af bólivískum hermönnum og drepinn.
Á neðri myndinni er Kristrún Frostadóttir.
Hún verður í haust í framboði til þings fyrir Samfylkinguna.
***
Athugasemdir