Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

401. spurningaþraut: Lárviðarstig í boði!

401. spurningaþraut: Lárviðarstig í boði!

Hér er 400. þrautin sem birtist í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir sú kvikmynd sem skjáskotið hér að ofan er út?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir forstjóri flugfélagsins Play?

2.  Hvað heitir forseti Alþýðusambands Íslands?

3.  Hvaða ríki í Evrópu er það sem Frakkar kalla „Allemagne“?

4.  Hvað hét leikstjóri kvikmyndarinnar ET?

5.  Hveiti, smjör, mjólk og HVAÐ þarf til að slá í pönnukökur? Hér er ekki átt við bragðefni eða neitt þvíumlíkt.

6.  Haustið 1938 var haldinn fundur þáverandi stórvelda í Evrópu þar sem Bretar og Frakkar féllust á kröfur Þjóðverja um að ná yfirráðum yfir vænum hlut ákveðins Evrópuríkis. Hvað hét það ríki?

7.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Malí?

8.  Hvaða frumefni er táknað með bókstafnum O í lotukerfinu?

9.  Á hvaða nesi stendur íslenski forsetabústaðurinn Bessastaðir?

10.  Árið 1940 lögðu Þjóðverjar undir sig meginhluta Frakklands, þar á meðal París. Frakkar sem vildu ekki sætta sig við það kölluðu sig „frjálsa Frakka“. Þeir lýstu því yfir að höfuðborg hins frjálsa Frakklands væri tiltekin borg í Afríku. Svo var þangað til 1943. Þá fluttu frjálsir Frakkar höfuðborg sína til annarrar borgar í Afríku, töluvert nær Evrópu þar sem stríðið geisaði á fullu. Þessi seinni Afríkuborg var höfuðborg frjálsra Frakka þar til París var frelsuð 1944. Hvað hétu þessar tvær höfuðborgir frjálsra Frakka? Þið fáið stig ef þið getið nefnt aðra, en ef þið getið nefnt báðar, fáiði hið eftirsótta lárviðarstig!

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir fólkið á þessari mynd? Og já, þið þurfið að nefna þau bæði!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Birgir Jónsson.

2.  Drífa Snædal.

3.  Þýskaland.

4.  Spielberg.

5.  Egg.

6.  Tékkóslóvakía.

7.  Afríku.

8.  Súrefni (oxygen)

9.  Álftanesi.

10.  Höfuðborgin 1940-43 var Brazzaville í Kongó, en sú síðari Alsírborg. Nóg er að nefna aðra hvora eða báðar borgirnar, ekki er nauðsynlegt að vita hvor var höfuðborg á undan.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er úr kvikmyndinni A Clockwork Orange.

Neðri myndin sýnir þau Ólaf Darra og Ilmi Kristjánsdóttur í hlutverkum sínum í sjónvarpsseríunni Ófærð.

Hér til hliðar má sjá þau ögn betur.

***

Og hlekkur á þraut 400.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár