401. spurningaþraut: Lárviðarstig í boði!

401. spurningaþraut: Lárviðarstig í boði!

Hér er 400. þrautin sem birtist í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir sú kvikmynd sem skjáskotið hér að ofan er út?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir forstjóri flugfélagsins Play?

2.  Hvað heitir forseti Alþýðusambands Íslands?

3.  Hvaða ríki í Evrópu er það sem Frakkar kalla „Allemagne“?

4.  Hvað hét leikstjóri kvikmyndarinnar ET?

5.  Hveiti, smjör, mjólk og HVAÐ þarf til að slá í pönnukökur? Hér er ekki átt við bragðefni eða neitt þvíumlíkt.

6.  Haustið 1938 var haldinn fundur þáverandi stórvelda í Evrópu þar sem Bretar og Frakkar féllust á kröfur Þjóðverja um að ná yfirráðum yfir vænum hlut ákveðins Evrópuríkis. Hvað hét það ríki?

7.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Malí?

8.  Hvaða frumefni er táknað með bókstafnum O í lotukerfinu?

9.  Á hvaða nesi stendur íslenski forsetabústaðurinn Bessastaðir?

10.  Árið 1940 lögðu Þjóðverjar undir sig meginhluta Frakklands, þar á meðal París. Frakkar sem vildu ekki sætta sig við það kölluðu sig „frjálsa Frakka“. Þeir lýstu því yfir að höfuðborg hins frjálsa Frakklands væri tiltekin borg í Afríku. Svo var þangað til 1943. Þá fluttu frjálsir Frakkar höfuðborg sína til annarrar borgar í Afríku, töluvert nær Evrópu þar sem stríðið geisaði á fullu. Þessi seinni Afríkuborg var höfuðborg frjálsra Frakka þar til París var frelsuð 1944. Hvað hétu þessar tvær höfuðborgir frjálsra Frakka? Þið fáið stig ef þið getið nefnt aðra, en ef þið getið nefnt báðar, fáiði hið eftirsótta lárviðarstig!

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir fólkið á þessari mynd? Og já, þið þurfið að nefna þau bæði!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Birgir Jónsson.

2.  Drífa Snædal.

3.  Þýskaland.

4.  Spielberg.

5.  Egg.

6.  Tékkóslóvakía.

7.  Afríku.

8.  Súrefni (oxygen)

9.  Álftanesi.

10.  Höfuðborgin 1940-43 var Brazzaville í Kongó, en sú síðari Alsírborg. Nóg er að nefna aðra hvora eða báðar borgirnar, ekki er nauðsynlegt að vita hvor var höfuðborg á undan.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er úr kvikmyndinni A Clockwork Orange.

Neðri myndin sýnir þau Ólaf Darra og Ilmi Kristjánsdóttur í hlutverkum sínum í sjónvarpsseríunni Ófærð.

Hér til hliðar má sjá þau ögn betur.

***

Og hlekkur á þraut 400.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár