Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

401. spurningaþraut: Lárviðarstig í boði!

401. spurningaþraut: Lárviðarstig í boði!

Hér er 400. þrautin sem birtist í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir sú kvikmynd sem skjáskotið hér að ofan er út?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir forstjóri flugfélagsins Play?

2.  Hvað heitir forseti Alþýðusambands Íslands?

3.  Hvaða ríki í Evrópu er það sem Frakkar kalla „Allemagne“?

4.  Hvað hét leikstjóri kvikmyndarinnar ET?

5.  Hveiti, smjör, mjólk og HVAÐ þarf til að slá í pönnukökur? Hér er ekki átt við bragðefni eða neitt þvíumlíkt.

6.  Haustið 1938 var haldinn fundur þáverandi stórvelda í Evrópu þar sem Bretar og Frakkar féllust á kröfur Þjóðverja um að ná yfirráðum yfir vænum hlut ákveðins Evrópuríkis. Hvað hét það ríki?

7.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Malí?

8.  Hvaða frumefni er táknað með bókstafnum O í lotukerfinu?

9.  Á hvaða nesi stendur íslenski forsetabústaðurinn Bessastaðir?

10.  Árið 1940 lögðu Þjóðverjar undir sig meginhluta Frakklands, þar á meðal París. Frakkar sem vildu ekki sætta sig við það kölluðu sig „frjálsa Frakka“. Þeir lýstu því yfir að höfuðborg hins frjálsa Frakklands væri tiltekin borg í Afríku. Svo var þangað til 1943. Þá fluttu frjálsir Frakkar höfuðborg sína til annarrar borgar í Afríku, töluvert nær Evrópu þar sem stríðið geisaði á fullu. Þessi seinni Afríkuborg var höfuðborg frjálsra Frakka þar til París var frelsuð 1944. Hvað hétu þessar tvær höfuðborgir frjálsra Frakka? Þið fáið stig ef þið getið nefnt aðra, en ef þið getið nefnt báðar, fáiði hið eftirsótta lárviðarstig!

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir fólkið á þessari mynd? Og já, þið þurfið að nefna þau bæði!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Birgir Jónsson.

2.  Drífa Snædal.

3.  Þýskaland.

4.  Spielberg.

5.  Egg.

6.  Tékkóslóvakía.

7.  Afríku.

8.  Súrefni (oxygen)

9.  Álftanesi.

10.  Höfuðborgin 1940-43 var Brazzaville í Kongó, en sú síðari Alsírborg. Nóg er að nefna aðra hvora eða báðar borgirnar, ekki er nauðsynlegt að vita hvor var höfuðborg á undan.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er úr kvikmyndinni A Clockwork Orange.

Neðri myndin sýnir þau Ólaf Darra og Ilmi Kristjánsdóttur í hlutverkum sínum í sjónvarpsseríunni Ófærð.

Hér til hliðar má sjá þau ögn betur.

***

Og hlekkur á þraut 400.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár