Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

399. spurningaþraut: Hvers son er Vladimir Pútin? Þetta vita allir!

399. spurningaþraut: Hvers son er Vladimir Pútin? Þetta vita allir!

Hjer er hlekkur á þraut gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning:

Kona sem nú er orðin virt og verðlaunuð kvikmyndastjarna var alllengi að ná athygli fólks og lék fjölda smáhlutverka í fremur smávægilegum verkum lengi framan af ferli sínum. Árið 2007 lék hún til dæmis lítið hlutverk í bresku grín-löggumyndinni Hot Fuzz. Hvað heitir þessi kvikmyndastjarna, en hana má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvers son er Vladimir Pútin?

2.  Gegn hverju berjast Stígamót?

3.  Eftir að íslenska ríkið féllst loks á að endurskoða Guðmundar- og Geirfinnsmál var ákveðið öllum sakborningum (eða erfingjum þeirra) bætur, nema einum. Hver var það?

4.  Þann 30. september 1966 flutti Vilhjálmur Þ. Gíslason erindi í sjónvarpið. Hvað var í frásögur færandi við þetta erindi?

5.  Daginn eftir birtist frétt í Morgunblaðinu um að út væri komin ný bók eftir Guðberg Bergsson, sannkölluð metsölubók. Hvað nefndist sú bók fullu nafni?

6.  Hvað eiga Amma Mús og Mary Poppins sameiginlegt?

7.  Syðsti oddi Grænlands heitir á grænlensku Uummannarsuaq. Hvað er hann kallaður á íslensku?

8.  Margaretha Geertruida Zelle fæddist í Hollandi árið 1876. Hún andaðist aðeins 41s árs árið 1917 en var þá kunn undir öðru nafni. Hvaða nafn var það?

9.  Hver leikstýrði kvikmyndunum Hross í oss og Kona fer í stríð?

10.  Hún er talin hafa verið ein áhrifamesta konan sem búið hefur í Hvíta húsinu í Washington, þar sem hún hélt til í tólf ár, en þó var hún ekki forseti. Hvað hét hún? 

***

Seinni aukaspurning snýst, eins og sú fyrri, um leiklist. Á myndinni hér að neðan sést atriði úr sýningu á heimsfrægu gömlu leikriti sem sett var upp í Georgíu árið 2016. Ekki fylgir sögunni hvað leikarinn heitir en hann er einn af virtustu karlleikurum af eldri kynslóðinni í Georgíu. En í hvaða leikriti skyldi hann vera að leika þetta dramatíska atriði?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Vladimirsson. Upp á rússnesku heitir hann fullu nafni Vladimir Vladimirovitsj Pútin.

2.  Kynferðisofbeldi.

3.  Erla Bolladóttir.

4.  Þetta var fyrsta erindið sem flutt var í íslensku sjónvarpi. Fyrsta útsending þess var þann dag.

5.  Tómas Jónsson metsölubók. „Metsölubók“ var partur af titli hennar.

6.  Að hafa flogið eða altént feykst til á regnhlífum.

7.  Hvarf.

8.  Mata Hari.

9.  Benedikt Erlingsson.

10.  Eleanor Roosevelt.

***

Svör við aukaspurningum:

Filmstjarnan á efri myndinni er Olivia Colman.

Senan á neðri myndinni er vitanlega úr Lé konungi eftir Shakespeare. Gamall kall að æða um á eyðilegum slóðum í óveðri og örvæntingu — Lér er að minnsta kosti það fyrsta sem fólk ætti að giska á.

***

Hlekkur hjer á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár