Landssamtök landeigenda á Íslandi telja að með öllu sé óþarft að sérstöku ákvæði um umhverfi og náttúru verði bætt við stjórnarskrána. Slíkt ákvæði myndi grafa undan eignarrétti einstaklinga. Þá leggjast samtökin gegn því að í stjórnarskrá verði lögfest að auðlindir í náttúru Íslands tilheyri þjóðinni.
Þetta kemur fram í minnisblaði sem Landssamtökin hafa sent til Alþingis og undir rita Sigurður Jónsson og Óskar Magnússon, formaður samtakanna. Óskar er lögmaður, fyrrverandi aðaleigandi Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins og fyrrverandi stjórnarformaður Baugs, auk annars.
Minnisblaðið senda Landssamtökin sökum þess að frumvarp Katrínar Jakobsdóttur til breytinga á stjórnarskránni er til meðferðar á Alþingi. Í minnisblaðinu segir að þar sem búast megi við að frumvarpið komi til umræðu á Alþingi fljótlega telji Landssamtökin rétt að vekja athygli á þessum sjónarmiðum sínum. Telja samtökin að með frumvarpinu sé vegið að vernd eignarréttarins.
Landssamtökin beina sjónum sínum að tveimur nýjum greinum sem samkvæmt frumvarpinu eigi að bæta við …
Athugasemdir