Gekk 89 ára gamall að eldgosinu: „Stórkostlegt“

„Það var bara stór­kost­legt að sjá þetta þeg­ar mað­ur var kom­inn svona ná­lægt,“ seg­ir Sveinn Sig­munds­son, sem hef­ur í ára­tugi far­ið í lengri og styttri göngu­ferð­ir. Áð­ur fyrr gekk hann á fjöll og jökla og seg­ist hann nú ein­göngu fara dag­lega í klukku­stund­ar göngu­túra í Reyka­vík þar sem hann býr. Hann gekk hins veg­ar ný­lega upp að gos­stöðv­un­um á Reykja­nesi.

Gekk 89 ára gamall að eldgosinu: „Stórkostlegt“
Við gosið með dóttur sinni Sveinn er hér ásamt Láru. Honum þótti merkilegt að upplifa fastan takt gossins.

„Ég fæddist og ólst upp í sveit norður í Árneshreppi á Ströndum og maður byrjaði sem krakki að eltast við kindur og ganga. Það voru engir bílar eða neitt,“ segir Sveinn Sigmundsson, sem er 89 ára gamall og einn þeirra allra reyndustu sem gengið hafa að eldgosinu í Geldingadölum.

Sveinn hefur gengið langt og séð margt. „Löngu seinna fór ég að ganga meðal annars á Hornstrandir, Jökulfirðina og Austfirði. Svo gekk ég nokkrum sinnum á Hvannadalshnjúk; ég var nú farinn að eldast þá. Síðast fór ég þegar ég var orðinn 69 ára gamall. Ég hef þrisvar farið upp á hnjúkinn og aldrei séð neitt. Það hefur alltaf verið vitlaust veður þegar ég hef verið kominn upp. Stórhríð. Svona er þetta stundum. Ég gekk stundum um óbyggðir með tjald og svefnpoka. Svo hef ég farið upp á Herðubreið.“ 

Svekktur að falla ofan í sprungu

Hann datt einu sinni ofan í sprungu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu