Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gekk 89 ára gamall að eldgosinu: „Stórkostlegt“

„Það var bara stór­kost­legt að sjá þetta þeg­ar mað­ur var kom­inn svona ná­lægt,“ seg­ir Sveinn Sig­munds­son, sem hef­ur í ára­tugi far­ið í lengri og styttri göngu­ferð­ir. Áð­ur fyrr gekk hann á fjöll og jökla og seg­ist hann nú ein­göngu fara dag­lega í klukku­stund­ar göngu­túra í Reyka­vík þar sem hann býr. Hann gekk hins veg­ar ný­lega upp að gos­stöðv­un­um á Reykja­nesi.

Gekk 89 ára gamall að eldgosinu: „Stórkostlegt“
Við gosið með dóttur sinni Sveinn er hér ásamt Láru. Honum þótti merkilegt að upplifa fastan takt gossins.

„Ég fæddist og ólst upp í sveit norður í Árneshreppi á Ströndum og maður byrjaði sem krakki að eltast við kindur og ganga. Það voru engir bílar eða neitt,“ segir Sveinn Sigmundsson, sem er 89 ára gamall og einn þeirra allra reyndustu sem gengið hafa að eldgosinu í Geldingadölum.

Sveinn hefur gengið langt og séð margt. „Löngu seinna fór ég að ganga meðal annars á Hornstrandir, Jökulfirðina og Austfirði. Svo gekk ég nokkrum sinnum á Hvannadalshnjúk; ég var nú farinn að eldast þá. Síðast fór ég þegar ég var orðinn 69 ára gamall. Ég hef þrisvar farið upp á hnjúkinn og aldrei séð neitt. Það hefur alltaf verið vitlaust veður þegar ég hef verið kominn upp. Stórhríð. Svona er þetta stundum. Ég gekk stundum um óbyggðir með tjald og svefnpoka. Svo hef ég farið upp á Herðubreið.“ 

Svekktur að falla ofan í sprungu

Hann datt einu sinni ofan í sprungu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár