„Ég fæddist og ólst upp í sveit norður í Árneshreppi á Ströndum og maður byrjaði sem krakki að eltast við kindur og ganga. Það voru engir bílar eða neitt,“ segir Sveinn Sigmundsson, sem er 89 ára gamall og einn þeirra allra reyndustu sem gengið hafa að eldgosinu í Geldingadölum.
Sveinn hefur gengið langt og séð margt. „Löngu seinna fór ég að ganga meðal annars á Hornstrandir, Jökulfirðina og Austfirði. Svo gekk ég nokkrum sinnum á Hvannadalshnjúk; ég var nú farinn að eldast þá. Síðast fór ég þegar ég var orðinn 69 ára gamall. Ég hef þrisvar farið upp á hnjúkinn og aldrei séð neitt. Það hefur alltaf verið vitlaust veður þegar ég hef verið kominn upp. Stórhríð. Svona er þetta stundum. Ég gekk stundum um óbyggðir með tjald og svefnpoka. Svo hef ég farið upp á Herðubreið.“
Svekktur að falla ofan í sprungu
Hann datt einu sinni ofan í sprungu …
Athugasemdir