Hjaðningavíg fyrir botni Miðjarðarhafs, sem virtust brjótast út skyndilega eftir margra ára hlé, hafa komið heimsbyggðinni í opna skjöldu. Viðbrögð almennings á Vesturlöndum við blóðbaðinu eru í þetta sinn ekki í samræmi við óskilyrtan stuðning margra þjóðarleiðtoga við Ísrael. Aðgerðarsinnar, sem styðja málstað Palestínumanna, telja að þáttaskil séu að eiga sér stað í deilunni og heimsbyggðin sé í auknum mæli á þeirra bandi.
Átökin nú eru þau verstu á svæðinu frá því 2014 þegar meira en 2.100 Palestínumenn fórust í 50 daga löngu sprengjuregni, langflestir almennir borgarar. Upptök þessarar nýjustu lotu má meðal annars rekja til atviks sem átti sér stað tæpum mánuði áður en hún hófst.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sem hefur nýleg staðið af sér enn einar erfiðar stjórnarmyndunarviðræður á margklofnu þingi, ákvað að ávarpa stuðningsmenn sína við Grátmúrinn sem er heilagur Gyðingum. Þeir voru þar komnir saman að kvöldi 13. apríl til að minnast fallinna ísraelskra hermanna …
Athugasemdir