Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fyrirtæki Róberts Wessman hafa sett um tvo milljarða króna í fjölmiðla

Fjár­fest­ir­inn Ró­bert Wessman og fé­lög hans lán­uðu Birni Inga Hrafns­syni og fjöl­miðl­um hans meira en 1.200 millj­ón­ir króna í heild­ina á ár­un­um 2012 til 2017. Eft­ir að Björn Ingi hvarf úr hlut­hafa­hópi Press­unn­ar ár­ið 2017 setti Ró­bert um 700 millj­ón­ir króna inn í rekst­ur tíma­rita­út­gáf­unn­ar Birt­ings.

Fyrirtæki Róberts Wessman hafa  sett um tvo milljarða króna í fjölmiðla
Tveir millarðar í fjölmiðla Fjárfestirinn Róbert Wessmann og félög honum tengd settu samtals um 2 milljarða króna inn í fjölmiðla Björns Inga Hrafnssonar og Birting á árunum 2012 til 2020. Mynd: Alvogen

Fyrirtæki í eigu Róberts Wessman, fjárfestis og eins eigenda og forstjóra samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen, hafa fjárfest í fjölmiðlum á Íslandi með beinum eða óbeinum hætti fyrir um tvo milljarða króna á síðastliðnum áratug. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Um er að ræða fjármuni sem fyrirtæki Róberts settu í fjölmiðla sem Björn Ingi Hrafnsson, núverandi eigandi og ritstjóri vefsíðunnar Viljans, stýrði allt frá árinu 2012 og fjármuni sem settir voru inn í tímaritaútgáfuna Birting frá árinu 2017 til 2020.

Samskiptastjóri Aztiq fjárfestingarfélags Róberts Wessmann, Lára Ómarsdóttir, segir í svari til Stundarinnar að sannfæringarkraftur Björns Inga Hrafnssonar hafi ráðið miklu um það að Róbert setti svo mikið af fé í fjölmiðlarekstur hans. „Stutta svarið við spurningum blaðamanns er að það var tilviljun ein sem réði því að Aztiq og tengdir aðilar eignuðust í Pressunni og síðar Birtingi. Sölumannshæfileikar og sannfæringakraftur eigandi Pressunnar á þeim tíma skýrir hvers vegna Pressan fékk mikið fé að láni …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár