Fyrirtæki Róberts Wessman hafa sett um tvo milljarða króna í fjölmiðla

Fjár­fest­ir­inn Ró­bert Wessman og fé­lög hans lán­uðu Birni Inga Hrafns­syni og fjöl­miðl­um hans meira en 1.200 millj­ón­ir króna í heild­ina á ár­un­um 2012 til 2017. Eft­ir að Björn Ingi hvarf úr hlut­hafa­hópi Press­unn­ar ár­ið 2017 setti Ró­bert um 700 millj­ón­ir króna inn í rekst­ur tíma­rita­út­gáf­unn­ar Birt­ings.

Fyrirtæki Róberts Wessman hafa  sett um tvo milljarða króna í fjölmiðla
Tveir millarðar í fjölmiðla Fjárfestirinn Róbert Wessmann og félög honum tengd settu samtals um 2 milljarða króna inn í fjölmiðla Björns Inga Hrafnssonar og Birting á árunum 2012 til 2020. Mynd: Alvogen

Fyrirtæki í eigu Róberts Wessman, fjárfestis og eins eigenda og forstjóra samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen, hafa fjárfest í fjölmiðlum á Íslandi með beinum eða óbeinum hætti fyrir um tvo milljarða króna á síðastliðnum áratug. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Um er að ræða fjármuni sem fyrirtæki Róberts settu í fjölmiðla sem Björn Ingi Hrafnsson, núverandi eigandi og ritstjóri vefsíðunnar Viljans, stýrði allt frá árinu 2012 og fjármuni sem settir voru inn í tímaritaútgáfuna Birting frá árinu 2017 til 2020.

Samskiptastjóri Aztiq fjárfestingarfélags Róberts Wessmann, Lára Ómarsdóttir, segir í svari til Stundarinnar að sannfæringarkraftur Björns Inga Hrafnssonar hafi ráðið miklu um það að Róbert setti svo mikið af fé í fjölmiðlarekstur hans. „Stutta svarið við spurningum blaðamanns er að það var tilviljun ein sem réði því að Aztiq og tengdir aðilar eignuðust í Pressunni og síðar Birtingi. Sölumannshæfileikar og sannfæringakraftur eigandi Pressunnar á þeim tíma skýrir hvers vegna Pressan fékk mikið fé að láni …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár