Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Frétti af eigin uppsögn í sjónvarpsviðtali

Guð­björg Thor­sen hafði starf­að í um það bil átta ár fyr­ir Hjálp­ræð­is­her­inn á Ak­ur­eyri þeg­ar henni var sagt upp með óvenju­leg­um hætti. Hún horfði á sjón­varps­við­tal við konu sem var titl­uð fyr­ir starfi Guð­bjarg­ar sem þá var í veik­inda­leyfi.

Frétti af eigin uppsögn í sjónvarpsviðtali
Saknar þess að vera sjálfboðaliði Guðbjörg segist sárna það að fá ekki lengur að vinna sem sjálfboðaliði. Mynd: Jón Ingi

Guðbjörg Thorsen var í veikindaleyfi þegar henni var sagt upp störfum hjá Hertex, verslun Hjálpræðishersins á Akureyri. Guðbjörg komst að því að henni hefði verið sagt upp þegar hún horfði á viðtal á sjónvarpstöðinni N4 við konu sem titlaði sig sem verslunarstjóra Hertex en það var staðan sem Guðbjörg hafði sinnt árum saman og stóð í þeirri trú að hún myndi sinna áfram. Þremur vikum síðar afhenti nýji verslunarstjórinn Guðbjörgu uppsagnarbréf sem myndi taka gildi næsta virka dag. Umsjónarmaður Hertex verslananna, Hannes Bjarnason, vill ekki tjá sig um málið.

Það var árið 2012 sem Guðbjörg Thorsen bauð sig fram sem sjálfboðaliða í verslun Hertex á Akureyri, verslun á vegum Hjálpræðishersins. Hún hafði ákveðið að verða sjálfboðaliði fyrst og fremst til að losna úr félagslegri einangrun sem hún bjó við á þeim tíma en svo langaði henni að geta gefið af sér til samfélagsins. Í fjögur ár eða allt til ársins 2016 gaf hún tíma sinn í þágu starfsins en var síðan boðið að verða verslunarstjóri í fjörutíu prósent stöðu sem hún sinnti allt til ársins 2021.

Fór í veikindaleyfi vegna álags 

Þann fjórða janúar á þessu ári fór Guðbjörg í veikindaleyfi sökum mikils álags sem hún hefur upplifað í starfi. Það höfðu komið upp miklir erfiðleikar í samskiptum við annan starfsmann sem varð til þess að hún varð að eigin sögn að fara í veikindaleyfi. „Það var mikið álag þarna. Það var eitt skemmt epli í körfunni sem olli því álagi,“ segir Guðbjörg í samtali við Stundina. Tveimur dögum síðar var henni tilkynnt á fundi að Hertex myndi ráða starfsmann í afleysingar á meðan hún myndi vera í veikindaleyfi.

Sagt upp í veikindaleyfiRétt áður en Guðbjörg átti að snúa til baka úr veikindaleyfi var henni tilkynnt að annar verslunarstjóri hafi verið ráðin í hennar stað

Sagt upp í sjónvarpsviðtali 

Hún vildi þó ekki vera of lengi frá en hún hafði tilkynnt yfirmönnum sínum strax í febrúarmánuði að hún vildi snúa aftur til vinnu í mars, hún væri tilbúin að koma aftur.

Áður en hún hafði tækifæri til þess að snúa til baka úr veikindaleyfi var henni sagt upp. Það voru þó ekki yfirmenn hennar til margra ára sem tilkynntu henni um uppsögnina heldur komst hún að því að það væri búið að láta hana fara þegar viðmælandi í viðtali á N4 kynnti sig sem nýjan verslunarstjóra Hertex á Akureyri og að hún hefði tekið við stöðunni frá áramótum eða um það leyti sem Guðbjörg fór í veikindaleyfi. Viðtalið birtist þann 3. febrúar, tæpum mánuði eftir að Guðbjörg fór í veikindaleyfi. „Þegar ég horfði á viðtalið ákvað ég að segja ekki neitt við mína yfirmenn því ég hélt að þetta hlyti að vera einhver vitleysa,“ segir Guðbjörg. 

„Ég sakna þess rosalega að vinna fyrir Hjálpræðisherinn“
Guðbjörg Thorsen

Um það bil þremur vikum eftir að viðtalið við nýja verslunarstjórann birtist, eða um mánaðarmótin febrúar, mars, afhenti nýji verslunarstjórinn Guðbjörgu uppsagnarbréf. „Hún kom með uppsagnarbréfið heim til kærasta míns. Hún hafði reynt að koma heim til mín en ég var ekki heima og hún spurði börnin mín hvar ég var og þau tjáðu henni að ég væri í næsta hreppi hjá kærastanum mínum. Þá kom hún þangað og afhenti mér bréfið. Þetta var síðasta föstudaginn í mánuðinum og uppsögnin átti að taka gildi 1. mars eða mánudaginn þar á eftir,“ segir Guðbjörg. 

Sagt upp af nýja verslunarstjóranumGuðbjörg segist óska þess að fyrrum yfirmenn hennar til margra ára hefðu sjálfir sagt henni upp í stað þess að manneskjan sem tók við stöðu Guðbjargar hefði gert það.

Erfiðast að geta ekki starfað

Guðbjörg segir að henni sárni mest að fá ekki lengur að vinna. „Ég sakna þess rosalega að vinna fyrir Hjálpræðisherinn. Ég gaf líf mitt og sál í þetta starf,“ segir hún en að mati Guðbjargar var stærsti þátturinn í sjálfboðavinnu að koma sér úr félagslegri einangrun því sem öryrki gat hún ekki unnið fulla vinnu og því hentaði starfið í Hertex hennar lífi afar vel. 

Þá var Guðbjörg einnig sár út í fyrrum yfirmenn sína sem hún hefði óskað að hefðu sagt henni upp sjálfir. „Ef að minn yfirmaður hefði talað við mig, bara feisað mig, þá hefði ég getað séð fyrir mér að halda áfram í sjálfboðaliðastarfi eins og einu sinni til tvisvar í viku. Ég hefði alveg skilið að þau hefðu þurft að láta mig fara og ráðið einhvern í hundrað prósent starf því ég gat bara verið í fjörtíu prósentum. Ég hefði skilið það ósköp vel, ég hefði bara viljað að þeir hefðu feisað mig svo ég hefði getað haldið áfram að gefa af mér,“ segir hún. 

Verslunarstjóri í HertexGuðbjörg bauð sig fyrst fram sem sjálfboðaliða fyrir Hertex á Akureyri árið 2012 en það var hennar leið að rjúfa félagslega einangrun sem hún bjó við á þeim tíma

Tjá sig ekki um málefni einstakra starfsmanna

Aðspurður um það af hverju Guðbjörgu Thorsen var sagt upp í veikindaleyfi og af hverju hún heyrði fyrst af uppsögn sinni í viðtali á N4, segir Hannes Bjarnason, umsjónarmaður Hertex fyrir hönd Hjálpræðishersins, að Hertex geti ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna. 

Hannes segir að nýji verslunarstjórinn hafi verið ráðinn 6. janúar eða tveimur dögum eftir að Guðbjörg fór í veikindarleyfi. Aðspurður um það hvernig stóð á því að nýji verslunarstjórinn afhenti Guðbjörgu uppsagnarbréf segir hann að „verkferlar okkar gera ráð fyrir því að verslunarstjóri hafi umsjón með öðrum starfsmönnum einingarinnar. 

Þá leitaði Stundin einnig svara við því af hverju Guðbjörgu var afhent uppsagnarbréfið þremur vikum eftir að nýji verslunarstjórinn kynnti sem slíkan í sjónvarpsviðtali en Hannes endurtók að ekki væri hægt að tjá sig um einstaka starfsmenn. Uppsögnina sagði hann samkvæmt venju hafa verið afhent fyrir mánaðamót og að uppsagnafresturinn sé í samræmi við ákvæði kjarasamninga en eins og áður hefur komið fram var Guðbjörgu afhent bréfið á föstudegi og það tók gildi mánudaginn þar á eftir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Kosningarnar eru ástæða þess að áfram verður hægt að nýta séreign skattfrjálst
6
FréttirAlþingiskosningar 2024

Kosn­ing­arn­ar eru ástæða þess að áfram verð­ur hægt að nýta sér­eign skatt­frjálst

Fjár­mála­ráð­herra seg­ir að núna nokkr­um vik­um fyr­ir kosn­ing­ar sé erfitt fyr­ir starf­andi rík­is­stjórn og þing­ið að taka um­deild­ar ákvarð­an­ir, jafn­vel þó þær yrðu til góða fyr­ir land og þjóð. Það er ástæð­an fyr­ir því að ver­ið er að fram­lengja al­menna heim­ild til skatt­frjálsr­ar nýt­ing­ar sér­eign­ar­sparn­að­ar núna á loka­metr­um þings­ins. „Ég ætla ekk­ert að setj­ast í það dóm­ara­sæti,“ seg­ir Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son spurð­ur hvort hon­um þyki óá­byrgt af flokk­um að hafa sett mál­ið á dag­skrá í kosn­inga­bar­átt­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
2
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár