Þegar einstaklingar eða hópar ná forréttindum af einhverju tagi láta þeir forréttindin aldei af hendi átakalaust.
Þetta „lögmál“ er nánast jafn bjargfast og þyngdarlögmál eðlisfræðinnar.
Á Íslandi víkur lýðræði fyrir auðræði. Almannahagsmunir víkja fyrir sérhagsmunum. Oddvitar ríkisstjórnarinnar snúa út úr varnaðarorðum hátt settra embættismanna, leggja niður eftirlitsstofnanir eða stinga þeim ofan í skúffu. Í orði eru þeir fylgjandi auknu gagnsæi og telja að reglur um hagsmunaverði bjargi einhverju. Á borði nota þeir vald sitt til breyta engu eða þá að veikja mátt eftirlitsstofnana.
„Tómlæti hefur ríkt um varnir gegn spillingu á Íslandi til þessa dags.“
Kjósendur átta sig
Þetta getur komið þeim í koll, því vera má að kjósendur séu smám saman að átta sig á samhenginu milli skefjalausrar auðsöfnunar fárra risaútgerða í krafti úthlutunar ríkisvaldsins á auðlind í eigu almennings - og hins, að þessi auður er nú notaður til að sveigja ríkisvaldið undir sig, berja fjölmiðla og blaðamenn …
Athugasemdir