Samtök blaðamanna í Namibíu fordæma árásir og áreitni útgerðarfyrirtækisins Samherja í garð íslenskra blaðamanna sem fjallað hefur verið um. Samtökin lýsa yfir stuðningi við íslenska blaðamenn og hvetja útgefendur og stjórnvöld til að tryggja að þeir geti eftir sem áður unnið að því að varpa ljósi á spillingu, í þágu almennings.
Þetta segir í tilkynningu sem samtökin NAMPU hafa sent frá sér í dag, á alþjóðadegi fjölmiðlafrelsis. NAMPU lýsa áhyggjum sínum af ýmsum atvikum sem upp hafa komið á Íslandi og benda á að starfsumhverfi blaðamanna hér á landi verði æ óöruggara. Samtökin hafi fengið upplýsingar um að síðan að Kveikur, Stundin, Al Jazeera og Wikileaks flettu hulunni af mútugreiðslum og óeðlilegum viðskiptaháttum Samherja í Namibíu í nóvember 2019 hafi íslenskir fjölmiðlamenn sem unnið hafa að umfjöllun um málið mátt sæta áreiti og ógnunum.
„NAMPU fordæmir framgöngu Samherja hvað þetta varðar og hvetur fyrirtækið til að láta af áreitni í …
Athugasemdir