Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Leikskólastarfsmaður á Jörfa lenti á spítala með súrefnisgjöf: „Af því einhver ákvað að brjóta sóttkví“

Lilja Guð­munds­dótt­ir sem vinn­ur á leik­skól­an­um Jörfa þurfti að leggj­ast fár­veik inn á sjúkra­hús vegna Covid-19 smits. Hún er ung og hraust en veikt­ist illa af veirunni og þakk­ar fyr­ir að fjöl­skyld­an hafi ekki smit­ast líka. Nú er hún af­ar gagn­rýn­in á sótt­varn­ar­ráð­staf­an­ir á landa­mær­un­um.

<span>Leikskólastarfsmaður á Jörfa lenti á spítala með súrefnisgjöf: </span>„Af því einhver ákvað að brjóta sóttkví“
Sárlasin á spítala Lilja þurfti að leggjast inn á spítala vegna veikindanna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lilja Guðmundsdóttir, starfsmaður á leikskólanum Jörfa, þurfti að leggjast inn á sjúkrahús fyrir helgi vegna mikilla veikinda af völdum Covid-19. Hún var með mikinn hita og þurfti að fá vökva í æð og súrefnisgjöf. Lilja er nú komin heim og er fegnust því að fjölskyldan hennar skyldi ekki smitas.

Smit sem tengjast Jörfa eru orðin 107 talsins Þar af eru þrjátíu af um hundrað börnum smituð og 23 af 33 starsmönnum eftir því sem RÚV greindi frá. Fyrstu smitin greindust 16. apríl síðastliðin. Eru smitin á leikskólanum rakin til einstaklings em ekki virti sóttkví við komuna til landsins.

Fékk lungnabólgu vegna vírussins 

Lilja fann fyrst fyrir einkennum 16. apríl en fékk staðfestingu á að hún væri með veiruna 17. apríl eftir því sem á leið hrakaði henni og í síðustu viku var hún með háan hita í nokkra daga. „Það endaði á því að ég var beðin um að koma inn á spítala, ég var komin með 40 stiga hita á föstudagsmorguninn. Þá kom í ljós að ég var komin með lungnabólgu vegna vírusins,“ segir Lilja. Hún ber mikið lof á heilbrigðisstarfsfólk sem hún segir að hafi fylgst mjög vel með sér. „Þetta var rosalega góð þjónusta. Það var hringt í mig á hverjum degi til að athuga hvernig ég hefði það.“

„Samt enda ég á spítala í þrjár nætur af því einhver ákvað að brjóta sóttkví. Þetta er alveg ömurlegt.“

Lilja var sem fyrr segir lögð inn á Landspítalann mikið veik síðastliðinn föstudag. „Ég þurfti að fá vökva í æð, víruslyf og stera. Það var fylgst mjög vel með súrefnismettuninni í blóðinu og þegar hún var orðin lág þurfti ég að fá súrefnisgjöf.“ Gefa þurfti henni súrefni allt þar til á sunnudag en hún fékk að fara heim af spítalanum í gær, mánudag.

Lilja segir að hún sé á batavegi þótt hún sé enn talsvert veik. „Ég er ekki með neinn hita í dag og öll að koma til en ég er ennþá mjög slöpp. Ég er ekki með neitt þol en það kemur bara með tímanum. Ég er að gera öndunaræfingar og svona núna.“

Óþolandi að fólk brjóti sóttkví

Spurð hvort hún hafi haft fregnir af því hvernig börnum á leikskólanum Jörfa líði, sem og samstarfsfólki hennar, segir Lilja að hún hafi ekki heyrt af börnunum. „Ég veit að ég hef verið með þeim veikari af starfsmönnunum en það eru fleiri sem hafa verið mjög slappir.“

Í viðtali við Stundina í síðustu viku fór Lilja hörðum orðum um þá sem gagnrýnt hafa sóttvarnaraðgerðir og sömuleiðis að ekki hafi verið tekin harðari stefna varðandi þær aðgerðir á landamærunum. Hún segir stöðuna með öllu óþolandi. „Ég er ung og hraust, ekki með undirliggjandi sjúkdóma, reyki ekki eða neitt en samt enda ég inni á spítala í þrjár nætur af því einhver ákvað að brjóta sóttkví. Þetta er alveg ömurlegt.“

Lilja býr heima hjá fjölskyldu sinni en enginn af hennar fólki smitaðist af Covid-19. Hún segir að það sé mikil lukka. „Ég er rosalega ánægð með það, sérstaklega að pabbi varð ekki veikur því hann er með astma. Ég tók þetta vel fyrir fjölskylduna, ég tók að mér að fá Covid fyrir alla fjölskylduna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hópsmit á Jörfa

Engin Jörfagleði í dag
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Eng­in Jörfagleði í dag

Í morg­un var ansi hljótt fyr­ir ut­an leik­skól­ann Jörfa, enda hafa 16 starfs­menn af rúm­lega þrjá­tíu og 14 börn greinst smit­uð af Covid-19. Um næstu mán­aða­mót mun allt leik­skóla­starfs­fólk verða bólu­sett. Hin eina og sanna Jörfagleði var viki­vaka­dans­leik­ur seint á 17. öld sem hald­inn var á bæn­um Jörfa í Dala­sýslu, þar til sýslu­mað­ur­inn Björn Jóns­son tók sig til og bann­aði hann ár­ið 1695, vegna sögu­sagna um sið­leysi. En ár­inu áð­ur höfðu 30 börn kom­ið und­ir á sam­kom­unni og erfitt reynd­ist að para feð­ur við anga.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár