Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Leikskólastarfsmaður á Jörfa lenti á spítala með súrefnisgjöf: „Af því einhver ákvað að brjóta sóttkví“

Lilja Guð­munds­dótt­ir sem vinn­ur á leik­skól­an­um Jörfa þurfti að leggj­ast fár­veik inn á sjúkra­hús vegna Covid-19 smits. Hún er ung og hraust en veikt­ist illa af veirunni og þakk­ar fyr­ir að fjöl­skyld­an hafi ekki smit­ast líka. Nú er hún af­ar gagn­rýn­in á sótt­varn­ar­ráð­staf­an­ir á landa­mær­un­um.

<span>Leikskólastarfsmaður á Jörfa lenti á spítala með súrefnisgjöf: </span>„Af því einhver ákvað að brjóta sóttkví“
Sárlasin á spítala Lilja þurfti að leggjast inn á spítala vegna veikindanna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lilja Guðmundsdóttir, starfsmaður á leikskólanum Jörfa, þurfti að leggjast inn á sjúkrahús fyrir helgi vegna mikilla veikinda af völdum Covid-19. Hún var með mikinn hita og þurfti að fá vökva í æð og súrefnisgjöf. Lilja er nú komin heim og er fegnust því að fjölskyldan hennar skyldi ekki smitas.

Smit sem tengjast Jörfa eru orðin 107 talsins Þar af eru þrjátíu af um hundrað börnum smituð og 23 af 33 starsmönnum eftir því sem RÚV greindi frá. Fyrstu smitin greindust 16. apríl síðastliðin. Eru smitin á leikskólanum rakin til einstaklings em ekki virti sóttkví við komuna til landsins.

Fékk lungnabólgu vegna vírussins 

Lilja fann fyrst fyrir einkennum 16. apríl en fékk staðfestingu á að hún væri með veiruna 17. apríl eftir því sem á leið hrakaði henni og í síðustu viku var hún með háan hita í nokkra daga. „Það endaði á því að ég var beðin um að koma inn á spítala, ég var komin með 40 stiga hita á föstudagsmorguninn. Þá kom í ljós að ég var komin með lungnabólgu vegna vírusins,“ segir Lilja. Hún ber mikið lof á heilbrigðisstarfsfólk sem hún segir að hafi fylgst mjög vel með sér. „Þetta var rosalega góð þjónusta. Það var hringt í mig á hverjum degi til að athuga hvernig ég hefði það.“

„Samt enda ég á spítala í þrjár nætur af því einhver ákvað að brjóta sóttkví. Þetta er alveg ömurlegt.“

Lilja var sem fyrr segir lögð inn á Landspítalann mikið veik síðastliðinn föstudag. „Ég þurfti að fá vökva í æð, víruslyf og stera. Það var fylgst mjög vel með súrefnismettuninni í blóðinu og þegar hún var orðin lág þurfti ég að fá súrefnisgjöf.“ Gefa þurfti henni súrefni allt þar til á sunnudag en hún fékk að fara heim af spítalanum í gær, mánudag.

Lilja segir að hún sé á batavegi þótt hún sé enn talsvert veik. „Ég er ekki með neinn hita í dag og öll að koma til en ég er ennþá mjög slöpp. Ég er ekki með neitt þol en það kemur bara með tímanum. Ég er að gera öndunaræfingar og svona núna.“

Óþolandi að fólk brjóti sóttkví

Spurð hvort hún hafi haft fregnir af því hvernig börnum á leikskólanum Jörfa líði, sem og samstarfsfólki hennar, segir Lilja að hún hafi ekki heyrt af börnunum. „Ég veit að ég hef verið með þeim veikari af starfsmönnunum en það eru fleiri sem hafa verið mjög slappir.“

Í viðtali við Stundina í síðustu viku fór Lilja hörðum orðum um þá sem gagnrýnt hafa sóttvarnaraðgerðir og sömuleiðis að ekki hafi verið tekin harðari stefna varðandi þær aðgerðir á landamærunum. Hún segir stöðuna með öllu óþolandi. „Ég er ung og hraust, ekki með undirliggjandi sjúkdóma, reyki ekki eða neitt en samt enda ég inni á spítala í þrjár nætur af því einhver ákvað að brjóta sóttkví. Þetta er alveg ömurlegt.“

Lilja býr heima hjá fjölskyldu sinni en enginn af hennar fólki smitaðist af Covid-19. Hún segir að það sé mikil lukka. „Ég er rosalega ánægð með það, sérstaklega að pabbi varð ekki veikur því hann er með astma. Ég tók þetta vel fyrir fjölskylduna, ég tók að mér að fá Covid fyrir alla fjölskylduna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hópsmit á Jörfa

Engin Jörfagleði í dag
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Eng­in Jörfagleði í dag

Í morg­un var ansi hljótt fyr­ir ut­an leik­skól­ann Jörfa, enda hafa 16 starfs­menn af rúm­lega þrjá­tíu og 14 börn greinst smit­uð af Covid-19. Um næstu mán­aða­mót mun allt leik­skóla­starfs­fólk verða bólu­sett. Hin eina og sanna Jörfagleði var viki­vaka­dans­leik­ur seint á 17. öld sem hald­inn var á bæn­um Jörfa í Dala­sýslu, þar til sýslu­mað­ur­inn Björn Jóns­son tók sig til og bann­aði hann ár­ið 1695, vegna sögu­sagna um sið­leysi. En ár­inu áð­ur höfðu 30 börn kom­ið und­ir á sam­kom­unni og erfitt reynd­ist að para feð­ur við anga.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár