Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Leikskólastarfsmaður á Jörfa lenti á spítala með súrefnisgjöf: „Af því einhver ákvað að brjóta sóttkví“

Lilja Guð­munds­dótt­ir sem vinn­ur á leik­skól­an­um Jörfa þurfti að leggj­ast fár­veik inn á sjúkra­hús vegna Covid-19 smits. Hún er ung og hraust en veikt­ist illa af veirunni og þakk­ar fyr­ir að fjöl­skyld­an hafi ekki smit­ast líka. Nú er hún af­ar gagn­rýn­in á sótt­varn­ar­ráð­staf­an­ir á landa­mær­un­um.

<span>Leikskólastarfsmaður á Jörfa lenti á spítala með súrefnisgjöf: </span>„Af því einhver ákvað að brjóta sóttkví“
Sárlasin á spítala Lilja þurfti að leggjast inn á spítala vegna veikindanna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lilja Guðmundsdóttir, starfsmaður á leikskólanum Jörfa, þurfti að leggjast inn á sjúkrahús fyrir helgi vegna mikilla veikinda af völdum Covid-19. Hún var með mikinn hita og þurfti að fá vökva í æð og súrefnisgjöf. Lilja er nú komin heim og er fegnust því að fjölskyldan hennar skyldi ekki smitas.

Smit sem tengjast Jörfa eru orðin 107 talsins Þar af eru þrjátíu af um hundrað börnum smituð og 23 af 33 starsmönnum eftir því sem RÚV greindi frá. Fyrstu smitin greindust 16. apríl síðastliðin. Eru smitin á leikskólanum rakin til einstaklings em ekki virti sóttkví við komuna til landsins.

Fékk lungnabólgu vegna vírussins 

Lilja fann fyrst fyrir einkennum 16. apríl en fékk staðfestingu á að hún væri með veiruna 17. apríl eftir því sem á leið hrakaði henni og í síðustu viku var hún með háan hita í nokkra daga. „Það endaði á því að ég var beðin um að koma inn á spítala, ég var komin með 40 stiga hita á föstudagsmorguninn. Þá kom í ljós að ég var komin með lungnabólgu vegna vírusins,“ segir Lilja. Hún ber mikið lof á heilbrigðisstarfsfólk sem hún segir að hafi fylgst mjög vel með sér. „Þetta var rosalega góð þjónusta. Það var hringt í mig á hverjum degi til að athuga hvernig ég hefði það.“

„Samt enda ég á spítala í þrjár nætur af því einhver ákvað að brjóta sóttkví. Þetta er alveg ömurlegt.“

Lilja var sem fyrr segir lögð inn á Landspítalann mikið veik síðastliðinn föstudag. „Ég þurfti að fá vökva í æð, víruslyf og stera. Það var fylgst mjög vel með súrefnismettuninni í blóðinu og þegar hún var orðin lág þurfti ég að fá súrefnisgjöf.“ Gefa þurfti henni súrefni allt þar til á sunnudag en hún fékk að fara heim af spítalanum í gær, mánudag.

Lilja segir að hún sé á batavegi þótt hún sé enn talsvert veik. „Ég er ekki með neinn hita í dag og öll að koma til en ég er ennþá mjög slöpp. Ég er ekki með neitt þol en það kemur bara með tímanum. Ég er að gera öndunaræfingar og svona núna.“

Óþolandi að fólk brjóti sóttkví

Spurð hvort hún hafi haft fregnir af því hvernig börnum á leikskólanum Jörfa líði, sem og samstarfsfólki hennar, segir Lilja að hún hafi ekki heyrt af börnunum. „Ég veit að ég hef verið með þeim veikari af starfsmönnunum en það eru fleiri sem hafa verið mjög slappir.“

Í viðtali við Stundina í síðustu viku fór Lilja hörðum orðum um þá sem gagnrýnt hafa sóttvarnaraðgerðir og sömuleiðis að ekki hafi verið tekin harðari stefna varðandi þær aðgerðir á landamærunum. Hún segir stöðuna með öllu óþolandi. „Ég er ung og hraust, ekki með undirliggjandi sjúkdóma, reyki ekki eða neitt en samt enda ég inni á spítala í þrjár nætur af því einhver ákvað að brjóta sóttkví. Þetta er alveg ömurlegt.“

Lilja býr heima hjá fjölskyldu sinni en enginn af hennar fólki smitaðist af Covid-19. Hún segir að það sé mikil lukka. „Ég er rosalega ánægð með það, sérstaklega að pabbi varð ekki veikur því hann er með astma. Ég tók þetta vel fyrir fjölskylduna, ég tók að mér að fá Covid fyrir alla fjölskylduna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hópsmit á Jörfa

Engin Jörfagleði í dag
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Eng­in Jörfagleði í dag

Í morg­un var ansi hljótt fyr­ir ut­an leik­skól­ann Jörfa, enda hafa 16 starfs­menn af rúm­lega þrjá­tíu og 14 börn greinst smit­uð af Covid-19. Um næstu mán­aða­mót mun allt leik­skóla­starfs­fólk verða bólu­sett. Hin eina og sanna Jörfagleði var viki­vaka­dans­leik­ur seint á 17. öld sem hald­inn var á bæn­um Jörfa í Dala­sýslu, þar til sýslu­mað­ur­inn Björn Jóns­son tók sig til og bann­aði hann ár­ið 1695, vegna sögu­sagna um sið­leysi. En ár­inu áð­ur höfðu 30 börn kom­ið und­ir á sam­kom­unni og erfitt reynd­ist að para feð­ur við anga.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár