„Það er mjög erfitt að fá Íslendinga til að hugsa um heildarhagsmuni,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali sínu við Stundina. Viðtalið var birt fyrir helgi. Í því dregur Ásgeir meðal annars upp mynd af Íslendingum sem snýst um það að þeir eigi erfitt með að hugsa um heildarhagsmuni í ákvarðanatöku þar sem þeir einblíni svo á það sem þeir eru sjálfir persónulega „með á hendi“ sjálfir.
Í viðtalinu setur Ásgeir þetta einkenni á Íslendingunum í samhengi við afskipti Seðlabanka Íslands af eftirlitsskyldum aðilum á fjármálamarkaði, eins og bönkum og lífeyrissjóðum, og aðkomu bankans að því að reyna að tryggja heildarhagsmuni. Seðlabankastjóri teiknar hlutverk bankans meðal annars upp þannig að hann eigi að reyna að stuðla að því sem hann kallar „prudent“ eða viðurkvæmileg hegðun í fjármálakerfinu sem slíku og að þetta markmið náist meðal annars með …
Athugasemdir