Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ásgeir Seðlabankastjóri: „Það er mjög erfitt að fá Íslendinga til að hugsa um heildarhagsmuni“

Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri seg­ir að eitt af hlut­verk­um Seðla­banka Ís­lands sé að fá mark­aðs­að­ila eins og banka og líf­eyr­is­sjóði til að hugsa um heild­ar­hags­muni. Hann seg­ir að ekki sé hægt að setja lög og regl­ur um allt og að bank­inn þurfi að geta kom­ið með til­mæli til mark­aðs­að­ila sem snú­ast um sið­lega hegð­un.

<span>Ásgeir Seðlabankastjóri:</span> „Það er mjög erfitt að fá Íslendinga til að hugsa um heildarhagsmuni“
Seðlabankinn sem siðviti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri teiknar upp mynd af Seðlabanka Íslands í viðtalinu þar sem hlutverk hans er meðal annars að reyna að ýta undir hugsun sem byggir á heildarhagsmunum. Dæmið sem Ásgeir tekur af þessu er hvernig bankinn beitti sér gegn arðgreiðslum viðskiptabankanna í fyrra í kjölfar Covid. Mynd: Davíð Þór

„Það er mjög erfitt að fá Íslendinga til að hugsa um heildarhagsmuni,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali sínu við Stundina. Viðtalið var birt fyrir helgi. Í því dregur Ásgeir meðal annars upp mynd af  Íslendingum sem snýst um það að þeir eigi erfitt með að hugsa um heildarhagsmuni í ákvarðanatöku þar sem þeir einblíni svo á það sem þeir eru sjálfir persónulega „með á hendi“ sjálfir. 

Í viðtalinu setur Ásgeir þetta einkenni á Íslendingunum í samhengi við afskipti Seðlabanka Íslands af eftirlitsskyldum aðilum á fjármálamarkaði, eins og bönkum og lífeyrissjóðum, og aðkomu bankans að því að reyna að tryggja heildarhagsmuni. Seðlabankastjóri teiknar hlutverk bankans meðal annars upp þannig að hann eigi að reyna að stuðla að því sem hann kallar „prudent“ eða viðurkvæmileg hegðun í fjármálakerfinu sem slíku og að þetta markmið náist meðal annars með …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

„Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum“
Viðtal

„Ís­landi er að miklu leyti stjórn­að af hags­muna­hóp­um“

Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri seg­ir að það sé hlut­verk Seðla­banka Ís­lands að hugsa um al­manna­hags­muni í landi þar sem sér­hags­muna­hóp­ar hafa mik­il völd. Hann seg­ir að það megi aldrei ger­ast aft­ur að ,,mó­gúl­ar“ taki yf­ir stjórn fjár­mála­kerf­is­ins og lands­ins líkt og gerð­ist fyr­ir hrun­ið. Í við­tali við Stund­ina ræð­ir hann störf sín í Kaupþingi, at­lög­ur Sam­herja að starfs­mönn­um bank­ans, Covid-krepp­una, sam­ein­ingu FME og Seðla­bank­ans og hlut­verk bank­ans í því að auka vel­ferð á Ís­landi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár