Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður segir að skömmin þegar nektarmyndum af fólki er dreift án leyfis sé alltaf hjá þeim sem brýtur trúnaðinn en ekki hjá þolandanum. Hann sér þó mun á því þegar efni er deilt af síðum eins og OnlyFans og líkir því frekar við það þegar símaupptökur af tónleikum hans ganga manna á milli.
Páll Óskar vakti athygli á því nýverið að nektarmyndum af honum sem hann sendi aðila á stefnumótaforritinu Grindr hafi verið dreift án hans leyfis. Nýlega samþykkti Alþingi lög sem gera slíkt athæfi refsivert.
Birti Páll Óskar sjálfur myndirnar af sér á Facebook í kjölfarið. „Verðum við ekki …
Athugasemdir