Høgni Hoydal, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja, segist ekki vilja gefa upp nöfn þeirra íslensku stjórnmálamanna sem settu þrýsting á færeysk yfirvöld vegna breytinga á lögum um útgerðarfyrirtæki í Færeyjum árið 2017. Með lagasetningunni var erlendum aðilum, meðal annars íslenskum, meinað að eiga hlutabréf í færeyskum útgerðarfélögum. Sambærileg lög eru í gildi á Íslandi. „Ég vil helst ekki segja meira. Ég var í miklum samskiptum við ráðherra og þingmenn á Íslandi á þessum tíma, þó ekki forsætisráðherra,“ segir Høgni í samtali við Stundina.
Þráspurður um málið segir Høgni að hann muni ekki gefa upp nein nöfn en bendir blaðamanni á að elta slóð peninganna: „Ég vil ekki segja þér hvaða stjórnmálamenn þetta voru en ég segi bara follow the money,“ segir Høgni glettnislega.
Athugasemdir