Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Høgni um þrýstinginn innan úr Sjálfstæðisflokknum: „Ég segi bara follow the money“

Fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Fær­eyja, Høgni Hoy­dal, seg­ir að það sé óvenju­legt að póli­tísk­ur þrýst­ing­ur komi frá ís­lensk­um ráð­herr­um. Þetta gerð­ist hins veg­ar í að­drag­anda þess að sett voru lög sem tak­marka er­lent eign­ar­hald í fær­eysk­um sjáv­ar­út­vegi. Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra hef­ur ekki svar­að því hvort hann ræddi við Høgna um mál­ið en út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji, sem Kristján Þór hef­ur margs kon­ar tengsl við, er stór hags­mun­að­ili í fær­eysk­um sjáv­ar­út­vegi.

<span>Høgni um þrýstinginn innan úr Sjálfstæðisflokknum:</span> „Ég segi bara follow the money“
Bendir á ótilgreindan ráðherra Högni Hoydal bendir á ótilgreindan ráðherra í ríkisstjórn Íslands sem hann segir að hafi reynt að setja þrýsting á stjórnvöld í Færeyjum út af lagasetningu um erlent eignarhald í færeyskum sjávarútvegi. Ekki var um að ræða forsætisráðherra, segir Högni, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræddi þetta mál ekki við hann. Mögulegt er því að ráðherrann sé Kristján Þór Júlíusson.

Høgni Hoydal, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja, segist ekki vilja gefa upp nöfn þeirra íslensku stjórnmálamanna sem settu þrýsting á færeysk yfirvöld vegna breytinga á  lögum um útgerðarfyrirtæki í Færeyjum árið 2017. Með lagasetningunni var erlendum aðilum, meðal annars íslenskum, meinað að eiga hlutabréf í færeyskum útgerðarfélögum. Sambærileg lög eru í gildi á Íslandi. „Ég vil helst ekki segja meira. Ég var í miklum samskiptum við ráðherra og þingmenn á Íslandi á þessum tíma, þó ekki forsætisráðherra,“ segir Høgni í samtali við Stundina.

Þráspurður um málið segir Høgni að hann muni ekki gefa upp nein nöfn en bendir blaðamanni á að elta slóð peninganna: „Ég vil ekki segja þér hvaða stjórnmálamenn þetta voru en ég segi bara follow the money,“ segir Høgni glettnislega. 

Svarar ekkiKristján Þór Julíusson, sjávarútvegsráðherra Íslands, svarar ekki hvot hann ræddi við Høgna Hoydal um breytingarnar á löggjöfinni.

Umræðan í kjölfar þáttar um Samherja í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár