Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Uhunoma stefnir Áslaugu Örnu

Mál níg­er­íska hæl­is­leit­and­ans Uhunoma Osayomore var þing­fest í morg­un. Lög­mað­ur seg­ir hann aldrei hafa not­ið máls­með­ferð­ar sem fórn­ar­lamb man­sals og kær­u­nefnd út­lend­inga­mála reyni eft­ir megni að ve­fengja trú­verð­ug­leika hans.

Uhunoma stefnir Áslaugu Örnu
Höfðar mál Uhunoma hefur höfðað mál til að fá úrskurði kærunefndar útlendingamála hnekkt

Nígeríski hælisleitandinn Uhunoma Osayomore hefur höfðað mál á hendur Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins til að fá úrskurð kærunefndar útlendingamála ógiltan. Mál þess efnis var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Í málinu er þess krafist að nýlegur úrskurður kærunefndarinnar, þar sem ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja Unhunoma um alþjóðlega vernd hér á landi og dvalarleyfi af mannúðarástæðum, verði ógiltur.

Í stefnu Ununoma er byggt á því að hann hafa á engu stigi fengið málsmeðferð hjá íslenskum stjórnvöldum sem fórnarlamb mansals. Það hafi ekki verið gert þrátt fyrir að upphafleg frásögn hans hjá Útlendingastofnun hafi gefið sterklega til kynna að svo væri. Þá hefur Uhunoma sótt viðtalsmeðferð hjá Stígamótum og lagt fram gögn þar um til kærunefndar. Í þeim gögnum kemur fram að það sé skoðun fagaðila að frásögn hans og upplifun samrýmist þeirri reynslu sem mansalsfórnarlömb hafa lýst hjá Stígamótum.

„Þetta mál er eitt margra síðustu misseri þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi“

„Þetta mál er eitt margra síðustu misseri þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. Það er ákaflega sorgleg þróun og ekki í takt við þær áherslur stjórnvalda á mannréttindi og vernd þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldi af þessu tagi,“ segir Magnús D. Norðdahl lögmaður Uhunoma.

Gagnrýna kærunefnd harðlega

Í stefnu Uhonoma er gagnrýnt harðlega hvernig kærunefnd útlendingamála dragi úr trúverðugleika hans. Hann sé þannig látinn gjalda þess að hafa á fyrri stigum hjá Útlendingastofnun einungis greint frá sumum tilvikum þegar hann var seldur mansali en ekki öllum. „Það er alþekkt og mjög skiljanlegt að mansalsfórnarlömb eiga erfitt með að greina frá öllum áföllum sínum og því er mælst til þess að fagaðilar stýri viðtölum við svo viðkvæma hópa. Sú var ekki raunin, hvorki hjá Útlendingastofnun né hjá kærunefnd útlendingamála,“ segir Magnús.

Í stefnunni segir að enn fremur að mat íslenskra stjórnvalda á aðstæðum í Nígeríu fyrir þolendur mansals og kynferðislegs ofbeldis sé rangt og óforsvaranlegt. Þá sé Uhunoma alls ekki öruggur komi til endursendingar hans til Nígeríu.

Þá segir að kærunefnd dragi túrverðugleika Uhunoma í efa á grundvelli þess að hann hafi tekið upp vestrænt gælunafn við komuna til Evrópu og að hann hafi opnað Facebook reikning undir því nafni. Bent er á að slík hegðun sé mjög algeng hjá fólki í sömu stöðu. „Það er eins og kærunefnd útlendingamála setji sig í stellingar rannsóknarlögreglu og reyni eftir fremsta megni að véfengja trúverðugleika Uhunoma Osayomore að því er virðist í þeim tilgangi einum að styðja þá fyrirfram teknu ákvörðun að synja honum um vernd,“ segir Magnús.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
2
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
6
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu