Uhunoma stefnir Áslaugu Örnu

Mál níg­er­íska hæl­is­leit­and­ans Uhunoma Osayomore var þing­fest í morg­un. Lög­mað­ur seg­ir hann aldrei hafa not­ið máls­með­ferð­ar sem fórn­ar­lamb man­sals og kær­u­nefnd út­lend­inga­mála reyni eft­ir megni að ve­fengja trú­verð­ug­leika hans.

Uhunoma stefnir Áslaugu Örnu
Höfðar mál Uhunoma hefur höfðað mál til að fá úrskurði kærunefndar útlendingamála hnekkt

Nígeríski hælisleitandinn Uhunoma Osayomore hefur höfðað mál á hendur Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins til að fá úrskurð kærunefndar útlendingamála ógiltan. Mál þess efnis var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Í málinu er þess krafist að nýlegur úrskurður kærunefndarinnar, þar sem ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja Unhunoma um alþjóðlega vernd hér á landi og dvalarleyfi af mannúðarástæðum, verði ógiltur.

Í stefnu Ununoma er byggt á því að hann hafa á engu stigi fengið málsmeðferð hjá íslenskum stjórnvöldum sem fórnarlamb mansals. Það hafi ekki verið gert þrátt fyrir að upphafleg frásögn hans hjá Útlendingastofnun hafi gefið sterklega til kynna að svo væri. Þá hefur Uhunoma sótt viðtalsmeðferð hjá Stígamótum og lagt fram gögn þar um til kærunefndar. Í þeim gögnum kemur fram að það sé skoðun fagaðila að frásögn hans og upplifun samrýmist þeirri reynslu sem mansalsfórnarlömb hafa lýst hjá Stígamótum.

„Þetta mál er eitt margra síðustu misseri þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi“

„Þetta mál er eitt margra síðustu misseri þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. Það er ákaflega sorgleg þróun og ekki í takt við þær áherslur stjórnvalda á mannréttindi og vernd þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldi af þessu tagi,“ segir Magnús D. Norðdahl lögmaður Uhunoma.

Gagnrýna kærunefnd harðlega

Í stefnu Uhonoma er gagnrýnt harðlega hvernig kærunefnd útlendingamála dragi úr trúverðugleika hans. Hann sé þannig látinn gjalda þess að hafa á fyrri stigum hjá Útlendingastofnun einungis greint frá sumum tilvikum þegar hann var seldur mansali en ekki öllum. „Það er alþekkt og mjög skiljanlegt að mansalsfórnarlömb eiga erfitt með að greina frá öllum áföllum sínum og því er mælst til þess að fagaðilar stýri viðtölum við svo viðkvæma hópa. Sú var ekki raunin, hvorki hjá Útlendingastofnun né hjá kærunefnd útlendingamála,“ segir Magnús.

Í stefnunni segir að enn fremur að mat íslenskra stjórnvalda á aðstæðum í Nígeríu fyrir þolendur mansals og kynferðislegs ofbeldis sé rangt og óforsvaranlegt. Þá sé Uhunoma alls ekki öruggur komi til endursendingar hans til Nígeríu.

Þá segir að kærunefnd dragi túrverðugleika Uhunoma í efa á grundvelli þess að hann hafi tekið upp vestrænt gælunafn við komuna til Evrópu og að hann hafi opnað Facebook reikning undir því nafni. Bent er á að slík hegðun sé mjög algeng hjá fólki í sömu stöðu. „Það er eins og kærunefnd útlendingamála setji sig í stellingar rannsóknarlögreglu og reyni eftir fremsta megni að véfengja trúverðugleika Uhunoma Osayomore að því er virðist í þeim tilgangi einum að styðja þá fyrirfram teknu ákvörðun að synja honum um vernd,“ segir Magnús.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár